Innlent

Hjálpuðu útigangsmanni og gáfu honum samloku

Það getur kannski verið ágætt að fá sér kríu um mitt sumar á bekkjunum við Austurvöll. Það getur þó orðið lífshættulegt um hávetur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Það getur kannski verið ágætt að fá sér kríu um mitt sumar á bekkjunum við Austurvöll. Það getur þó orðið lífshættulegt um hávetur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan kom útigangsmanni til hjálpar snemma í morgun, en sá lá kaldur og hrakinn á bekk á Austurvelli. Hann reyndist talsvert ölvaður og var fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk gistingu í hlýjum klefa og samloku að borða.

Þá var tilkynnt um innbrot í þrjár rútubifreiðar í Kópavogi í morgun. Mikið hafði verið rótað í þeim og stolið framan af útvarpstækjum ásamt slökkvitækjum og sjúkradóti úr sjúkrakössum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×