Innlent

Spáð stormi í kvöld

Í kvöld er spáð er Suðaustan stormi um landið sunnan- og suðvestanvert.

Frá um kl. 20 til 22 má reikna með hviðum frá 30-40 m/s undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi og eins undir Vestur-Eyjafjöllum fram á morguninn þegar lægir nokkuð.

Einnig verður byljótt og hviður yfir 30 m/s staðbundið á norðanverðu Snæfellsnesi frá því um miðja nótt og fram á morguninn samkvæmt viðvörun frá veðurfræðingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×