Hótaði saksóknara: "Bíddu bara, eftir sjö daga þegar ég losna“ 17. janúar 2013 16:50 Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni, fæddum 1979, sem var dæmdur fyrir brot gegn valdstjórn, en hann hótaði meðal annars aðstoðarsaksóknara ofbeldi í mars árið 2011 með því að benda á hana og segja: „Bíddu bara, eftir sjö daga þegar ég losna", en orðin viðhafði ákærði eftir að dómari hafði, að kröfu saksóknara, úrskurðað manninn í gæsluvarðhald. Þá hótaði hann lögreglumanni, sem þar var við skyldustörf, ofbeldi en sá dæmdi tók upp stálstól, sveiflaði honum aftur fyrir sig og sýndi tilburði til þess að kasta honum í lögreglumanninn. Nokkru síðar í bílageymslu Héraðsdóms reyndi hann að hrækja á lögreglumann. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn aðallega ómerkingar héraðsdóms annars vegar þar sem hann hefði aldrei komið fyrir héraðsdómara þann, er dæmdi málið og hins vegar þar sem nauðsynlegt hefði verið að fjölskipa héraðsdóminn. Hann krafðist þess að dómari, sem upphaflega sat málið, viki sæti þar sem vitni að ofbeldishótun sem hann beindi gegn saksóknaranum, væri dómaritari. Það var ekki fyrr en eftir þingfestinguna sem dómari vék sæti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að maðurinn hefði átt þess allan kost að mæta til þinghalda, meðal annars við aðalmeðferð málsins. Þar sem verjandi hans hefði verið við hana staddur og átt þess kost að beina spurningum til vitna hefði réttinda mannsins verið nægilega gætt eins og á stóð. Auk þess hefði sönnunarfærsla um þá ákæruliði þar sem maðurinn neitaði sök farið fram fyrir þeim dómara er málið dæmdi. Var því ekki fallist á ómerkingu héraðsdóms af þeim sökum. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með manninum að tilefni hefði verið til fjölskipunar héraðsdóms. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu hans sem og um upptöku á fíkniefnum og tveimur lömpum. Maðurinn fékk upphaflega 12 mánaða fangelsi en refsing hans var þyngd um þrjá mánuði, því var hann dæmdur í 15 mánaða langt fangelsi. Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni, fæddum 1979, sem var dæmdur fyrir brot gegn valdstjórn, en hann hótaði meðal annars aðstoðarsaksóknara ofbeldi í mars árið 2011 með því að benda á hana og segja: „Bíddu bara, eftir sjö daga þegar ég losna", en orðin viðhafði ákærði eftir að dómari hafði, að kröfu saksóknara, úrskurðað manninn í gæsluvarðhald. Þá hótaði hann lögreglumanni, sem þar var við skyldustörf, ofbeldi en sá dæmdi tók upp stálstól, sveiflaði honum aftur fyrir sig og sýndi tilburði til þess að kasta honum í lögreglumanninn. Nokkru síðar í bílageymslu Héraðsdóms reyndi hann að hrækja á lögreglumann. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot. Fyrir Hæstarétti krafðist maðurinn aðallega ómerkingar héraðsdóms annars vegar þar sem hann hefði aldrei komið fyrir héraðsdómara þann, er dæmdi málið og hins vegar þar sem nauðsynlegt hefði verið að fjölskipa héraðsdóminn. Hann krafðist þess að dómari, sem upphaflega sat málið, viki sæti þar sem vitni að ofbeldishótun sem hann beindi gegn saksóknaranum, væri dómaritari. Það var ekki fyrr en eftir þingfestinguna sem dómari vék sæti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að maðurinn hefði átt þess allan kost að mæta til þinghalda, meðal annars við aðalmeðferð málsins. Þar sem verjandi hans hefði verið við hana staddur og átt þess kost að beina spurningum til vitna hefði réttinda mannsins verið nægilega gætt eins og á stóð. Auk þess hefði sönnunarfærsla um þá ákæruliði þar sem maðurinn neitaði sök farið fram fyrir þeim dómara er málið dæmdi. Var því ekki fallist á ómerkingu héraðsdóms af þeim sökum. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það með manninum að tilefni hefði verið til fjölskipunar héraðsdóms. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu hans sem og um upptöku á fíkniefnum og tveimur lömpum. Maðurinn fékk upphaflega 12 mánaða fangelsi en refsing hans var þyngd um þrjá mánuði, því var hann dæmdur í 15 mánaða langt fangelsi.
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira