Unnustan veit ekkert - "Er búið að berja hann í tætlur?" Karen Kjartansdóttir skrifar 10. mars 2013 18:32 Davíð og Þóra Björg Mynd úr einkasafni Þriggja til 10 ára fangelsidómur eða milljóna sektir bíða íslensks karlmanns sem handtekinn var á flugvelli í Tyrklandi á föstudag. Hann er grunaður um að hafa ætlað að flytja gamlar minjar úr landi. Kona hans og börn hafa ekkert fengið að heyra frá honum. Í byrjun mars fóru þau Davíð Örn Bjarnason og Þóra Björg Birgisdóttir í skemmtiferð frá Svíþjóð þar sem þau eru búsett til Tyrklands. Á heimleiðinni á föstudag voru þau stöðvuð á flugvellinum í borginni Antalya fyrir að hafa í fórum sínum stein sem þau keyptu í ferðinni. Grunur leikur á að minjagripurinn sé forngripur. Hörð refsing liggur við því að flytja slíka gripi úr landi. „Við vorum að skoða byggðir rómverja og sjá hvernig þetta var þúsund árum fyrir krist. Á öllum þessum stöðum eru sölubásar þar sem heimamenn selja allskonar muni, ávexti, steina og eitt og annað. Við stoppum á einum stað og þar er kona að bjóða honum að kaupa pening en hann vildi það ekki. Hann kaupir í staðinn stein af henni sem er 20 cm útskorinn marmari, borgar 80 evrur fyrir hann. Svo förum við bara í rútu og upp á hótel. Svo þegar við erum að fara út úr landi, erum við með þennan stein í sameiginlegri tösku - við vorum ekki að fela neitt - datt ekki í hug að þetta væri bannað þar sem við keyptum þetta á túristastað," segir hún. Tollverðir sáu steininn í gegnumlýsingu og kölluðu til lögreglu á flugvellinum. Þegar leið að brottför voru þau orðin áhyggjufull um að þau myndu missa af fluginu heim. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim - erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hriða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli," segir hún. Hálftíma áður en vélin fór í loftið var Þóru svo afhentur passinn og fylgt um borð í vélina. Davíð stóð upp og spurði hvort hann mætti ekki fara líka en var ýtt niður í stólinn. „Svo fékk hann að hringja í 20 sekúndum í mömmu sína á löggustöðinni þar sem hann sagði að það væri verið að fara illa með sig. Það talaði enginn við hann, allir myndu bara tala tyrknesku. Svo hringjum við í Utanríkisráðuneytið og þá fengum við túlk. Svo fer hann fyrir dóm, þeir bjuggust við að hann myndi fá að borga sekt og fara en dómarinn dæmdi hann í fangelsi yfir helgina. Og hann yrði dæmdur í fangelsi í 3 til 10 ár í fangelsi eða 8 til 24 milljónir í sekt." Þóra segist engar upplýsingar hafa fengið frá ferðaskrifstofunni um að varasamt gæti verið að kaupa minjagripi í Tyrklandi. „Á engum af þessum stöðum var merki um að þetta væri bannað, við vorum auk þess með leiðsögumann frá hálf sjö á morgnanna til sex á daginn og hann nefndi það aldrei að það mætti ekki taka stein. Þegar ég kom í flugvélina sögðu margir að þeir hefðu líka verið að íhuga að taka með sér stein," segir hún. „Hefði ég ætlað að smygla þessu hefði ég ekki haft hann ofarlega í töskunni minni. Okkur datt þetta bara ekki til hugar. Þeir eru búnir að segja frá því að það sé ekki gild vörn að við höfðum ekki vitneskju um þetta. Þannig hann hefur enga málsvörn og fær að lágmarki þriggja ára dóm eða átta milljón króna sekt við," segir hún. „Maður fær ekkert að heyra af honum. Hann er með engan pening, ekki með passann sinn - hann er ekki með neitt. Maður veit ekkert hvernig fangelsin eru þarna og hvernig honum líður. Er hann með mörgum í herbergi? Er hann í herbergi? Er búið að berja hann í tætlur? Er búið ræna af honum fötunum? Við fáum ekki að vita neitt," segir Þóra Björg. Utanríkisráðuneytið segir ræðismann Íslands í Tyrklandi sem staddur er í Ankara, hafa útvegað Davíð Erni Bjarnasyni lögmann. Lögmaður af skrifstofu ræðismannsins mun funda með saksóknara í málinu á morgun og taka ákvörðun um næstu skref. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þriggja til 10 ára fangelsidómur eða milljóna sektir bíða íslensks karlmanns sem handtekinn var á flugvelli í Tyrklandi á föstudag. Hann er grunaður um að hafa ætlað að flytja gamlar minjar úr landi. Kona hans og börn hafa ekkert fengið að heyra frá honum. Í byrjun mars fóru þau Davíð Örn Bjarnason og Þóra Björg Birgisdóttir í skemmtiferð frá Svíþjóð þar sem þau eru búsett til Tyrklands. Á heimleiðinni á föstudag voru þau stöðvuð á flugvellinum í borginni Antalya fyrir að hafa í fórum sínum stein sem þau keyptu í ferðinni. Grunur leikur á að minjagripurinn sé forngripur. Hörð refsing liggur við því að flytja slíka gripi úr landi. „Við vorum að skoða byggðir rómverja og sjá hvernig þetta var þúsund árum fyrir krist. Á öllum þessum stöðum eru sölubásar þar sem heimamenn selja allskonar muni, ávexti, steina og eitt og annað. Við stoppum á einum stað og þar er kona að bjóða honum að kaupa pening en hann vildi það ekki. Hann kaupir í staðinn stein af henni sem er 20 cm útskorinn marmari, borgar 80 evrur fyrir hann. Svo förum við bara í rútu og upp á hótel. Svo þegar við erum að fara út úr landi, erum við með þennan stein í sameiginlegri tösku - við vorum ekki að fela neitt - datt ekki í hug að þetta væri bannað þar sem við keyptum þetta á túristastað," segir hún. Tollverðir sáu steininn í gegnumlýsingu og kölluðu til lögreglu á flugvellinum. Þegar leið að brottför voru þau orðin áhyggjufull um að þau myndu missa af fluginu heim. „Ég spyr svo hvað er í gangi og hvenær við fáum að fara? Hann segir að þetta sé merkilegur steinn og ég segi: Þú mátt eiga þennan stein, við þurfum að koma okkur heim - erum með barnapíu og þrjú börn heima. Þið megið hriða þennan stein, hann skiptir okkur engu máli," segir hún. Hálftíma áður en vélin fór í loftið var Þóru svo afhentur passinn og fylgt um borð í vélina. Davíð stóð upp og spurði hvort hann mætti ekki fara líka en var ýtt niður í stólinn. „Svo fékk hann að hringja í 20 sekúndum í mömmu sína á löggustöðinni þar sem hann sagði að það væri verið að fara illa með sig. Það talaði enginn við hann, allir myndu bara tala tyrknesku. Svo hringjum við í Utanríkisráðuneytið og þá fengum við túlk. Svo fer hann fyrir dóm, þeir bjuggust við að hann myndi fá að borga sekt og fara en dómarinn dæmdi hann í fangelsi yfir helgina. Og hann yrði dæmdur í fangelsi í 3 til 10 ár í fangelsi eða 8 til 24 milljónir í sekt." Þóra segist engar upplýsingar hafa fengið frá ferðaskrifstofunni um að varasamt gæti verið að kaupa minjagripi í Tyrklandi. „Á engum af þessum stöðum var merki um að þetta væri bannað, við vorum auk þess með leiðsögumann frá hálf sjö á morgnanna til sex á daginn og hann nefndi það aldrei að það mætti ekki taka stein. Þegar ég kom í flugvélina sögðu margir að þeir hefðu líka verið að íhuga að taka með sér stein," segir hún. „Hefði ég ætlað að smygla þessu hefði ég ekki haft hann ofarlega í töskunni minni. Okkur datt þetta bara ekki til hugar. Þeir eru búnir að segja frá því að það sé ekki gild vörn að við höfðum ekki vitneskju um þetta. Þannig hann hefur enga málsvörn og fær að lágmarki þriggja ára dóm eða átta milljón króna sekt við," segir hún. „Maður fær ekkert að heyra af honum. Hann er með engan pening, ekki með passann sinn - hann er ekki með neitt. Maður veit ekkert hvernig fangelsin eru þarna og hvernig honum líður. Er hann með mörgum í herbergi? Er hann í herbergi? Er búið að berja hann í tætlur? Er búið ræna af honum fötunum? Við fáum ekki að vita neitt," segir Þóra Björg. Utanríkisráðuneytið segir ræðismann Íslands í Tyrklandi sem staddur er í Ankara, hafa útvegað Davíð Erni Bjarnasyni lögmann. Lögmaður af skrifstofu ræðismannsins mun funda með saksóknara í málinu á morgun og taka ákvörðun um næstu skref.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira