Færa virkjunarkosti í nýtingarflokk 30. maí 2013 07:00 Umhverfisráðherra hefur talað fyrir því að virkjanir í neðrihluta Þjórsár verði færðar úr biðflokki og í nýtingarflokk. Urriðafossvirkjun er ein þeirra. fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson hafði aðeins verið nokkra daga í starfi sem umhverfisráðherra þegar hann hóf vinnu við að breyta Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Ramminn varð að lögum 14. janúar og fyrri ríkisstjórn hefur gumað nokkuð af því að með áætluninni hefði langþráð sátt náðst um virkjanir og verndun. Sú sátt var hins vegar alltaf reist á sandi og Rammaáætlun var málamiðlun. Eftir að sérfræðingar höfðu flokkað fjölda virkjunarkosta í þrjá flokka, verndar-, nýtingar- og biðflokk, tók pólitíkin við. Það varð að samkomulagi á milli ríkisstjórnarflokkanna að færa sex virkjunarkosti úr nýtingar- í biðflokk.Yfirlýst markmiðÁkvörðun Sigurðar Inga á ekki að koma neinum á óvart. Það var alltaf umdeilt að hrófla við flokkun sérfræðinganna, þó vissulega hafi það legið skýrt fyrir frá upphafi að það yrði Alþingi sem á endanum hefði úrslitavald. Stjórnarandstaðan lá heldur ekki á þeirri skoðun sinni að um óheppileg afskipti stjórnmálamanna væri að ræða. Sigurður Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið 14. janúar, þegar Rammaáætlun var afgreidd á Alþingi, að það væri mikilvægt að ferlinu lyki á sama hátt og það hófst; í sátt og samlyndi. „Í meðförum hæstvirtrar ríkisstjórnar hefur þessi friður verið í sundur slitinn. Hér liggur fyrir pólitískt plagg sem eru því miður gríðarleg átök um og ég óttast að afleiðingin verði sú að það sem hér verður samþykkt í dag muni ekki lifa lengi.“ Það stóð heima, því innan við fjórum mánuðum síðar var vinna hafin við að endurskoða Rammaáætlunina, undir forystu Sigurðar Inga, nú umhverfisráðherra.Burt með pólitíkinaÞrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur umhverfisráðherra ekki gefið færi á sér til umræðu við Fréttablaðið um Rammaáætlun. Hann lýsti því yfir í síðustu viku að vinna við endurskoðun væri hafin, hún hófst 24. maí. Það er í samræmi við ræðu Sigurðar við eldhúsdagsumræðurnar í mars: „Fáum við umboð ykkar til munum við endurskoða hina pólitísku Rammaáætlun í samræmi við niðurstöðu faghópa sérfræðinga.“ Stefnan er sem sagt sú að breyta áætluninni til samræmis við útlit hennar áður en stjórnarflokkarnir fyrrverandi náðu samkomulagi um breytta röðun virkjunarkosta, eða eins og Sigurður Ingi orðaði það við Fréttablaðið í janúar: „Við framsóknarmenn munum greiða atkvæði samkvæmt þeirri meginstefnu að rammaáætlun sem vísindamenn skiluðu af sér, hún muni standa, en ekki það pólitíska plagg sem hér er borið fram af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar“ Neðrihluti Þjórsár Eins og sést hér til hliðar munu sex virkjunarkostir sem áður voru í biðflokki færast yfir í nýtingarflokk. Þetta eru Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár, Skrokkölduvirkjun í Köldukvísl og Hágönguvirkjun I og II. Þá hyggst ráðherra einnig taka til skoðunar tvo virkjunarkosti sem hann telur ekki hafa fengið viðlítandi heildarskoðun, Hólmsárvirkjun neðri við Atley og Hagavatnsvirkjun, en báðir lentu í biðflokki. Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun, sem þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, lagði fram og varð að lögum, segir um Hólmsárvirkjun neðri við Atley: „Mat faghópa var ekki byggt á nýjustu gögnum. Óvissa er með áhrif á skóglendi og hvar línulögn mun liggja. Vantar frekari upplýsingar.“ Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á dögunum að gögn um virkjunina hefðu týnst. Hagavatnsvirkjun var sett í biðflokk með þeim rökum að borist hefðu nýjar upplýsingar um jarðvegsfok og áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu. Því var beint til næstu verkefnisstjórnar að taka virkjunarkostinn til nánari skoðunar og meta hvort ástæða sé til að gera tillögu um breytta flokkun hans. Sú vinna er nú hafin á vegum umhverfisráðherra. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði aðeins verið nokkra daga í starfi sem umhverfisráðherra þegar hann hóf vinnu við að breyta Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Ramminn varð að lögum 14. janúar og fyrri ríkisstjórn hefur gumað nokkuð af því að með áætluninni hefði langþráð sátt náðst um virkjanir og verndun. Sú sátt var hins vegar alltaf reist á sandi og Rammaáætlun var málamiðlun. Eftir að sérfræðingar höfðu flokkað fjölda virkjunarkosta í þrjá flokka, verndar-, nýtingar- og biðflokk, tók pólitíkin við. Það varð að samkomulagi á milli ríkisstjórnarflokkanna að færa sex virkjunarkosti úr nýtingar- í biðflokk.Yfirlýst markmiðÁkvörðun Sigurðar Inga á ekki að koma neinum á óvart. Það var alltaf umdeilt að hrófla við flokkun sérfræðinganna, þó vissulega hafi það legið skýrt fyrir frá upphafi að það yrði Alþingi sem á endanum hefði úrslitavald. Stjórnarandstaðan lá heldur ekki á þeirri skoðun sinni að um óheppileg afskipti stjórnmálamanna væri að ræða. Sigurður Ingi sagði í samtali við Fréttablaðið 14. janúar, þegar Rammaáætlun var afgreidd á Alþingi, að það væri mikilvægt að ferlinu lyki á sama hátt og það hófst; í sátt og samlyndi. „Í meðförum hæstvirtrar ríkisstjórnar hefur þessi friður verið í sundur slitinn. Hér liggur fyrir pólitískt plagg sem eru því miður gríðarleg átök um og ég óttast að afleiðingin verði sú að það sem hér verður samþykkt í dag muni ekki lifa lengi.“ Það stóð heima, því innan við fjórum mánuðum síðar var vinna hafin við að endurskoða Rammaáætlunina, undir forystu Sigurðar Inga, nú umhverfisráðherra.Burt með pólitíkinaÞrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefur umhverfisráðherra ekki gefið færi á sér til umræðu við Fréttablaðið um Rammaáætlun. Hann lýsti því yfir í síðustu viku að vinna við endurskoðun væri hafin, hún hófst 24. maí. Það er í samræmi við ræðu Sigurðar við eldhúsdagsumræðurnar í mars: „Fáum við umboð ykkar til munum við endurskoða hina pólitísku Rammaáætlun í samræmi við niðurstöðu faghópa sérfræðinga.“ Stefnan er sem sagt sú að breyta áætluninni til samræmis við útlit hennar áður en stjórnarflokkarnir fyrrverandi náðu samkomulagi um breytta röðun virkjunarkosta, eða eins og Sigurður Ingi orðaði það við Fréttablaðið í janúar: „Við framsóknarmenn munum greiða atkvæði samkvæmt þeirri meginstefnu að rammaáætlun sem vísindamenn skiluðu af sér, hún muni standa, en ekki það pólitíska plagg sem hér er borið fram af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar“ Neðrihluti Þjórsár Eins og sést hér til hliðar munu sex virkjunarkostir sem áður voru í biðflokki færast yfir í nýtingarflokk. Þetta eru Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun í neðrihluta Þjórsár, Skrokkölduvirkjun í Köldukvísl og Hágönguvirkjun I og II. Þá hyggst ráðherra einnig taka til skoðunar tvo virkjunarkosti sem hann telur ekki hafa fengið viðlítandi heildarskoðun, Hólmsárvirkjun neðri við Atley og Hagavatnsvirkjun, en báðir lentu í biðflokki. Í þingsályktunartillögunni um Rammaáætlun, sem þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, lagði fram og varð að lögum, segir um Hólmsárvirkjun neðri við Atley: „Mat faghópa var ekki byggt á nýjustu gögnum. Óvissa er með áhrif á skóglendi og hvar línulögn mun liggja. Vantar frekari upplýsingar.“ Sigurður Ingi sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins á dögunum að gögn um virkjunina hefðu týnst. Hagavatnsvirkjun var sett í biðflokk með þeim rökum að borist hefðu nýjar upplýsingar um jarðvegsfok og áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustu. Því var beint til næstu verkefnisstjórnar að taka virkjunarkostinn til nánari skoðunar og meta hvort ástæða sé til að gera tillögu um breytta flokkun hans. Sú vinna er nú hafin á vegum umhverfisráðherra.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira