Lífið

Vinir reka eitt elsta kaffihús borgarinnar

Sara McMahon skrifar
Sveinn Rúnar Einarsson, Þura Stína og Geoffrey Þór Huntington-Williams erum fyrrum starfsmenn Priksins og núverandi rekstrarstjórar. Margrét Þorgeirsdóttir bætist brátt í hópinn sem fjórði rekstrarstjórinn. Mynd/Vilhelm
Sveinn Rúnar Einarsson, Þura Stína og Geoffrey Þór Huntington-Williams erum fyrrum starfsmenn Priksins og núverandi rekstrarstjórar. Margrét Þorgeirsdóttir bætist brátt í hópinn sem fjórði rekstrarstjórinn. Mynd/Vilhelm
„Við höfum öll unnið á Prikinu í mörg ár. Ég er elstur og búinn að vinna þarna síðan 2007, Þura er 22 ára og Geoff er 23 ára. Finni [Guðfinnur Sölvi Karlsson], eigandi staðarins, bað okkur að sjá um reksturinn og reyna að gera staðinn enn betri,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson.

Hann sér um rekstur Priksins, sem er eitt af elstu kaffihúsum borgarinnar, ásamt Þuru Stínu Kristlaugsdóttur og Geoffrey Þór Huntington-Williams.

Þremenningarnir hafa séð um rekstur staðarins frá því í desember og kveðst Sveinn Rúnar hlakka mikið til sumarsins enda verði þá ýmislegt skemmtilegt á dagskrá, þar á meðal Mánudagsklúbburinn, teiknikvöld og körfuboltamót. Einnig verður ráðist í endurbætur á portinu við hlið staðarins.

Sveinn Rúnar, Þura Stína og Geoffrey standa enn vaktina á Prikinu og sjá til þess að allt fari vel fram. Stór hópur fastakúnna sækir staðinn reglulega og að sögn Sveins Rúnars ríkir mikil vinátta milli þeirra og starfsfólksins. „Prikið er mikill fastakúnnastaður en það er aldrei neitt vesen á þeim, þeir hjálpa okkur við vinnuna ef eitthvað er.“

Hann segir þremenningana ætla að sinna rekstri staðarins áfram um sinn enda sé starfið skemmtilegt. „Þetta er mjög skemmtilegt og lifandi starf,“ segir hann að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.