Lífið

Krækti sér í hús yfir milljarð

Söngkonan Christina Aguilera er búin að festa kaup á húsi í Beverly Hills sem kostaði hana tíu milljónir dollara, tæplega 1,2 milljarða króna.

Húsið er búið sex svefnherbergjum og átta baðherbergjum og staðsett í hverfinu Mullholland Estates.

Christina er ekki blönk.
Nágrannar Christinu eru ekki af verri endanum enda hverfið afar vel vaktað. Sprelligosinn Charlie Sheen er í næsta húsi og geta þau spjallað um daginn og veginn þegar tími gefst.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.