Lífið

Ég er ánægð - þetta er alveg ótrúlega mikil breyting

Ellý Ármanns skrifar
Kristjana Jónsdóttir, eða Nanna eins og hún er oftast kölluð, er fertugur garðyrkjubóndi og þriggja barna móðir sem leitaði á náðir Kalla Berndsen þegar henni fannst kominn tími til að breyta til í útliti og klæðaburði.



Kalli Berndsen aðstoðaði Nönnu við að breyta um áherslur þegar kemur að útlitinu.
„Mér finnst gaman að fara að versla með börnunum mínum, því þau hafa gaman að því. Sjálf hef ég ekki haft neinn áhuga á að versla föt á sjálfa mig,“ sagði Nanna við meistara Karl Berndsen í þáttunum Í nýju ljósi, sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.

Breytingin er svakaleg.
Nanna fékk góð ráð varðandi klæðaburð frá Kalla, sem veit betur en flestir hvað hentar hverjum í þeim efnum. Auk þess prófaði hún augnháralengingar, fékk andlitsförðun og hárgreiðslu.

Það er óhætt að segja að Kalli hafi náð að kalla fram það besta í útliti hinnar stórglæsilegu Nönnu, sem var mjög ánægð með allar breytingarnar.

„Þetta er alveg fáránlegt!“ sagði Nanna steinhissa eftir að hafa séð afraksturinn í spegli.

„Ég er ánægð með þetta, þetta er alveg ótrúlega mikil breyting. Mér finnst ég hafa lært ýmislegt, meðal annars hvernig maður dregur fram það besta."

„Mig langar að verða fín, og ekki bara vera klædd í þetta notalega.“
 Þátturinn hans Kalla, Í nýju ljósi, er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, miðvikudag.

Nanna er glæsileg kona - hún fékk aðstoð Kalla í síðasta þætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.