Svo gæti farið að norski bakvörðurinn John Arne Riise fari til þýska úrvalsdeildarliðsins Werder Bremen.
,,Riise er góður leikmaður og áhugaverður kostur. Við erum að leita að bakverði og hann kemur vissulega til greina,“ sagði Thomas Eichin, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, í viðtali ytra.
John Arne Riise hefur verið á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Fulham en hann mun líklega fara á frjálsri sölu frá liðinu í sumar. Riise er 32 ára.
