Innlent

"Mjög mikilvægt fyrir okkur“

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Dr. Jin-Jing Pei, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristinn D. Grétarsson.
Dr. Jin-Jing Pei, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Kristinn D. Grétarsson.
Fyrsta sjúkrahúsið í Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum mun nota hugbúnað frá íslenska rannsóknarfyrirtækinu Mentis Cura til að greina Alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma. Mikil sóknarfæri fólgin í samningum, bæði fyrir fyrirtækið og Íslendinga, segir heilbriðisráðherra.

Samningurinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í dag en WanJia Yuan International Geriatric, sem opnar árið 2014, verður hátækni spítali með yfir 1200 rúmum, þar á meðal verða 400 rúm fyrir sjúklinga með alzheimer. Spítalinn mun innleiða greiningartækni Mentis Cura á alheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum.

Kristinn D. Grétarsson, framkvæmdastjóri Mentis Cura, segir þetta gífurlega viðurkenningu á starfi fyrirtækisins. „Þetta er fyrsti spítali sinnar tegundar í Kína og sá einstaki í þessari stærðargráðu. Ég held að aldrei hafi verið reistur jafnstór og jafnmetnaðarfullt verkefni og þetta,“ segir hann.

Mentis Cura mun veita aðgang að sinni tækni til að hjálpa læknum og starfsfólki spítalans við að greina alzheimer og aðra heilabilunarsjúkdóma og segir Kristinn einnig felast í samningnum mikið tækifæri á sviði rannsóknarsamstarfs. „Þannig að þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir hann.

Tækni Mentis Cura segir Kristinn vera mjög hagkvæma í notkun og að heilariti sé tæki sem að kosti ekki mikið í innkaupum. Fyrirtækið sé búið að eyða miklum tíma og mörgum árum í að reyna að vinna betur úr þeim gögnum sem þar leynast. Hann segir hægt að nota þessa tækni almennt, án lítils tilkostnaðar, til að hjálpa við að greina snemma og komast þannig að um hvers konar minnissjúkdóm er um að ræða.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðsráðherra segir að þessi samningur þýði að vonandi taki Ísland framförum í rannsóknum á öldrunarsjúkdómum. „Jafnframt gefur þetta þessa ágæta fyrirtæki færi á því að styrkja grunninn að sinni starfsemi. Þannig að það eru sóknarfæri í þessu fólgin í þessu fyrir fyrirtækið og ekki síður Íslendinga sem að eiga eftir að glíma við og taka á sínum stóra varðandi öldrunarsjúkdóma,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×