Afturábak niður fjallveg á hjóli Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2013 10:30 Mörgum þætti nóg um að bruna niður snarbrattan fjallveg á allt að 80 km hraða á reiðhjóli, en norðmanninum Eskil Ronningsbakken munar ekkert um að gera það snúandi öfugt á hjóli sínu. Fyrir vikið sér hann ekki ýkja vel veginn framundan, sem er þó með mörgum kröppum beygjum. Að auki þarf hann að sitja á stönginni. Honum ferst þetta þó vel úr hendi þó svo hallinn sé um 10 gráður og hann brunar niður 4,5 km langan norskan fjallveginn eins og engum ætti hreinlega að detta í hug að snúa rétt á hjólum sínum. Talsverða þjálfun og þor þarf til þess að leika þetta eftir, en sjón er sögu ríkari. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent
Mörgum þætti nóg um að bruna niður snarbrattan fjallveg á allt að 80 km hraða á reiðhjóli, en norðmanninum Eskil Ronningsbakken munar ekkert um að gera það snúandi öfugt á hjóli sínu. Fyrir vikið sér hann ekki ýkja vel veginn framundan, sem er þó með mörgum kröppum beygjum. Að auki þarf hann að sitja á stönginni. Honum ferst þetta þó vel úr hendi þó svo hallinn sé um 10 gráður og hann brunar niður 4,5 km langan norskan fjallveginn eins og engum ætti hreinlega að detta í hug að snúa rétt á hjólum sínum. Talsverða þjálfun og þor þarf til þess að leika þetta eftir, en sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent