Innlent

Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan.
Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan.
Héraðdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn mun hafa þröngvað konu til samræðis með ofbeldi, hótunum, með annars konar ólögmætri nauðung og með því að neyta aflsmunar á heimili sínu í apríl 2012. Í því skyni að ná fram vilja sínum tók hann ítrekað um háls hennar og herti að, hélt höndum hennar og þrýsti henni niður í rúm sitt og hótaði að henda henni nakinni á dyr og að ónafngreindir einstaklingar sem hann þekkti myndu gera henni mein.

Manninum og brotaþola bar ekki saman og neitaði maðurinn sök fyrir dómi og sagði þau hafa haft samræði með hennar vilja. Dómurinn taldi hins vegar framburð konunnar trúverðugan og að aðferðin sem maðurinn beitti, að taka konuna ítrekað hálstaki og herða að, sérlega gróf. Vann hann því dæmdur í þriggja og hálfs árs óskilorðsbundið fanglelsi og gert að greiða konunni 1,2 milljónir í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×