Sjávarútvegur á jákvæðum nótum Hildur Kristborgardóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Hin almenna umræða um íslenskan sjávarútveg gengur því miður oft út á það að vera á neikvæðum nótum. Sjaldan er minnst á hina ótrúlegu þroskasögu íslensks sjávarútvegs síðustu þrjátíu árin. Í dag er þorskur ekki bara fryst flök og hertir hausar heldur hluti af lyflækningavörum, handtöskum frá Prada, heilsuvörum og svona mætti lengi telja. Í þessari grein langar mig að nefna það sem jákvætt er og deila með almenningi brot af því sem fullunnið er úr sjávarfangi. Við sjávarútveginn starfar fólk með gríðarlegu þekkingu á sínu sviði. Þetta fólk hefur fundið aðferðir til að fá meira úr sjávarafurðinni en áður þekktist og um leið margfaldað verðmæti aflans. Þessi byltingarkennda nýting hráefnis hefur sett Íslendinga í sérflokk og um leið skapað þeim óteljandi störf. Árið 1981 veiddu Íslendingar 460.000 þúsund tonn af þorski. Árið 2011, eða 30 árum síðar, veiddust hér við land 180.000 þúsund tonn eða 280.000 þúsund tonnum minna. Á sama tíma tvöfaldaðist samt útflutningsverðmætið og fór úr 340 milljónum dala (núvirt) árið 1981 í 680 milljónir dalir árið 2011. Árið 1981 voru ¾ hlutar útfluttra þorskafurða heilfrystur þorskur og fryst flök. Árið 2011 lítur vöruúrvalið úr þorskinum allt öðru vísi út.Fiskiroð og Nike í eina sæng Ferskar gæðaafurðir skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti auk saltfisks, lýsis, skreiðar, hrogna, þorskhausa, beingarða og ýmissa annarra matvæla. Á síðustu árum hefur bæst við fjöldi fyrirtækja sem farið hafa ótroðnar slóðir í að nýta þorskinn. Hér má nefna fyrirtæki eins og ZymeTech sem nýtir ensím úr innyflum til að framleiða lyflækningavörur og húðáburð, Kerecis sem nýtir roð til að framleiða stoðefni fyrir þrálát sár, Atlantic Leather sem vinnur fiskleður úr roði og selur til fyrirtækja á borð við Prada, Dior, Nike og Puma, og Lipid Pharmaceuticals sem þróar lyf sem innihalda omega-3 fitusýrur úr fiskiolíum. Lyf og líftæknivörur eru unnar úr þorskinum, fæðubótarefni, snyrtivörur, heilsuvörur, dýrafóður, kollagen og fleira og fleira. Við erum með niðursoðna lifur, þurrkaða hausa, mjöl, Penzim sem er unnið úr innyflum þorskins og áfram mætti lengi telja. Allur þorskurinn er nýttur og engu er hent. Fullvinnsla sjávarafurða hefur leitt til þess að fjöldinn allur af störfum hefur skapast. Aukin menntun skipar einnig stóran sess í þessari þróun. Árið 2009 kom út könnun sem gerð var í framhaldsskólum og sýndi hún að þeir sem vildu vinna við sjávarútveg í framtíðinni voru aðeins 0,9 prósent. Sýnir þessi tala m.a. að það þarf og verður að gera eitthvað róttækt til að sýna þessum krökkum öll tækifærin sem eru í sjávarútveginum. Það þarf meðal annars að fjalla um sjávarútveginn í mun víðara samhengi heldur en gert er núna. Útvegsblaðið hefur gert það í mörg ár en aðrir fjölmiðlar þurfa að gera slíkt hið sama. Ég tek það fram að ég er ekki að alhæfa, margir eru vel með á nótunum, en betur má ef duga skal. Störf í sjávarútvegi og afleidd störf eru svo mörg og fjölbreytt að erfitt er að telja þau öll upp en til þess að átta sig á hversu mikið umfang sjávarútvegs er og hversu margar hliðar hann hefur bendi ég á heimasíðu Íslenska sjávarklasans þar sem finna má skýrsluna Tveir fyrir einn. Sýnir þessa skýrsla á mjög greinargóðan hátt allar þær afurðir sem skapast hafa við fullvinnslu á sjávarafurðum og mæli ég með því að fólk kynni sér hana. Ég vinn við sjávarútveginn og er það skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hin almenna umræða um íslenskan sjávarútveg gengur því miður oft út á það að vera á neikvæðum nótum. Sjaldan er minnst á hina ótrúlegu þroskasögu íslensks sjávarútvegs síðustu þrjátíu árin. Í dag er þorskur ekki bara fryst flök og hertir hausar heldur hluti af lyflækningavörum, handtöskum frá Prada, heilsuvörum og svona mætti lengi telja. Í þessari grein langar mig að nefna það sem jákvætt er og deila með almenningi brot af því sem fullunnið er úr sjávarfangi. Við sjávarútveginn starfar fólk með gríðarlegu þekkingu á sínu sviði. Þetta fólk hefur fundið aðferðir til að fá meira úr sjávarafurðinni en áður þekktist og um leið margfaldað verðmæti aflans. Þessi byltingarkennda nýting hráefnis hefur sett Íslendinga í sérflokk og um leið skapað þeim óteljandi störf. Árið 1981 veiddu Íslendingar 460.000 þúsund tonn af þorski. Árið 2011, eða 30 árum síðar, veiddust hér við land 180.000 þúsund tonn eða 280.000 þúsund tonnum minna. Á sama tíma tvöfaldaðist samt útflutningsverðmætið og fór úr 340 milljónum dala (núvirt) árið 1981 í 680 milljónir dalir árið 2011. Árið 1981 voru ¾ hlutar útfluttra þorskafurða heilfrystur þorskur og fryst flök. Árið 2011 lítur vöruúrvalið úr þorskinum allt öðru vísi út.Fiskiroð og Nike í eina sæng Ferskar gæðaafurðir skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti auk saltfisks, lýsis, skreiðar, hrogna, þorskhausa, beingarða og ýmissa annarra matvæla. Á síðustu árum hefur bæst við fjöldi fyrirtækja sem farið hafa ótroðnar slóðir í að nýta þorskinn. Hér má nefna fyrirtæki eins og ZymeTech sem nýtir ensím úr innyflum til að framleiða lyflækningavörur og húðáburð, Kerecis sem nýtir roð til að framleiða stoðefni fyrir þrálát sár, Atlantic Leather sem vinnur fiskleður úr roði og selur til fyrirtækja á borð við Prada, Dior, Nike og Puma, og Lipid Pharmaceuticals sem þróar lyf sem innihalda omega-3 fitusýrur úr fiskiolíum. Lyf og líftæknivörur eru unnar úr þorskinum, fæðubótarefni, snyrtivörur, heilsuvörur, dýrafóður, kollagen og fleira og fleira. Við erum með niðursoðna lifur, þurrkaða hausa, mjöl, Penzim sem er unnið úr innyflum þorskins og áfram mætti lengi telja. Allur þorskurinn er nýttur og engu er hent. Fullvinnsla sjávarafurða hefur leitt til þess að fjöldinn allur af störfum hefur skapast. Aukin menntun skipar einnig stóran sess í þessari þróun. Árið 2009 kom út könnun sem gerð var í framhaldsskólum og sýndi hún að þeir sem vildu vinna við sjávarútveg í framtíðinni voru aðeins 0,9 prósent. Sýnir þessi tala m.a. að það þarf og verður að gera eitthvað róttækt til að sýna þessum krökkum öll tækifærin sem eru í sjávarútveginum. Það þarf meðal annars að fjalla um sjávarútveginn í mun víðara samhengi heldur en gert er núna. Útvegsblaðið hefur gert það í mörg ár en aðrir fjölmiðlar þurfa að gera slíkt hið sama. Ég tek það fram að ég er ekki að alhæfa, margir eru vel með á nótunum, en betur má ef duga skal. Störf í sjávarútvegi og afleidd störf eru svo mörg og fjölbreytt að erfitt er að telja þau öll upp en til þess að átta sig á hversu mikið umfang sjávarútvegs er og hversu margar hliðar hann hefur bendi ég á heimasíðu Íslenska sjávarklasans þar sem finna má skýrsluna Tveir fyrir einn. Sýnir þessa skýrsla á mjög greinargóðan hátt allar þær afurðir sem skapast hafa við fullvinnslu á sjávarafurðum og mæli ég með því að fólk kynni sér hana. Ég vinn við sjávarútveginn og er það skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun