Poppprinsessan Britney Spears er búin að sjást mikið með David Lucado upp á síðkastið og er talið að hann sé nýi kærasti söngkonunnar.
"Hann er góður strákur. Hann er af góðum ættum. Hann ólst upp á sveitabæ. Hann gerir upp gamla bíla," segir vinur fjölskyldu Britney.
Bæði með sólgleraugu.Britney hætti með umboðsmanni sínum Jason Trawick í janúar. Það kom öllum að óvörum þar sem þau voru byrjuð að plana brúðkaup sitt en þau eru enn góðir vinir.