Fisker yfirgefur Fisker Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2013 10:49 Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Vanmat þann tíma og kostnað sem þarf við þróun nýrra bíla. Enn einn drómóramaðurinn hefur gefist upp á að framleiða draumabíla. Stofnandi Fisker, rafbílaframleiðandans frá Kaliforníu hefur nú yfirgefið fyrirtækið sem hann stofnaði. Reyndist verkefnið að koma söluhæfum og tæknilega fullkomnum bíl á markað fyrirtækinu og honum sjálfum ofviða fjárhagslega. Stofnandinn, Henrik Fisker hefur því yfirgefið fyrirtækið sem þó mun áfram lifa undir stjórn og í eigu annarra. Henrik greindi mjög á um stefnu Fisker við aðra stjórnendur. Minnir saga Henrik Fisker á sögu John DeLorean, sem líkt og hann vanáætlaði kostnaðinn við að þróa og framleiða markaðshæfan bíl og gafst á endanum upp. Einnig vanmat Fisker þann tíma sem það tæki fyrirtækið að hanna, þróa, framleiða og markaðsfæra bíla þess. Engar tímaáætlanir þess stóðust og fréttir um drátt á komu bíla þess voru tíðar. Gæðavandamál komu oft upp og það skaðaði Fisker mjög að rafgeymabirgi þess, A123 fór á hausinn. Ekki hjálpaði það svo til er fellibylurinn Sandy eyðilagði 300 Fisker bíla sem biðu eigenda sinna.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent