Umfjöllun um ofbeldi í skólum: "Án frekari orða ræðst hún á son minn" Hrund Þórsdóttir skrifar 24. september 2013 18:45 Foreldrar sem telja kennara eða aðra skólastarfsmenn hafa brotið á börnum þeirra, eru leiðir á þöggun. Þeir vilja þessi mál fram í dagsljósið og koma þeim í farveg svo rétt verði brugðist við þeim í framtíðinni. Faðir á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur átt börn í fjórum skólum, segir tvo þeirra mjög góða en að í hinum hafi börn hans ítrekað þurft að þola ofbeldi. Hann segir alvarlegasta atvikið hafa átt sér stað síðasta vetur. Þá hafi níu ára sonur hans skipt um skóla, lent þar í einelti og einn daginn lent saman við helsta gerandann. Drengirnir hafi ýtt hvor við öðrum á víxl en kennari hafi komið að þeim í skólastofunni einmitt þegar sonur hans hafi hrint hinum drengnum. „Hún (kennarinn; innsk. blm.) sér þetta og umsvifalaust án frekari orða ræðst hún á son minn og tekur hann spennitreyjutaki, eins og mér er sagt að það sé kallað. Hún stendur fyrir aftan nemandann, heldur höndunum á honum krosslögðum og keyrir hann niður á hnén af öllum líkamsþunga,“ segir faðirinn. Fyrir tilviljun gekk hann einmitt inn í kennslustofuna á þessum tímapunkti. „Ég kem inn í skólastofuna og sé kennara keyra nemanda í gólfið. Ég átta mig ekki á aðstæðum, bregður og segi stundarhátt: Hver djöfullinn gengur á hér á? Þá sleppir hún, stendur upp og þá sé ég að þetta er sonur minn, grátandi í gólfinu. Hún strunsar framhjá mér, út úr stofunni og heilsar mér ekki.“ Faðirinn kveðst fyrst hafa rætt við skólaskrifstofu og síðan barnaverndarnefnd. Honum hafi verið vel tekið og lofað rannsókn en síðan hafi honum aðeins borist tilkynning um að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. „Og mér var stillt upp eins og ég væri hinn seki í málinu. Hvað ert þú að rugga þessum báti?“ Faðirinn fór fram á afsökunarbeiðni fyrir drenginn en fékk ekki. Hann segir mikið vanta upp á að mál fari í farveg strax. „Þar sem allir eru upplýstir og meðvitaðir um hvað sé verið að gera, ef nokkuð,“ segir hann að lokum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Foreldrar sem telja kennara eða aðra skólastarfsmenn hafa brotið á börnum þeirra, eru leiðir á þöggun. Þeir vilja þessi mál fram í dagsljósið og koma þeim í farveg svo rétt verði brugðist við þeim í framtíðinni. Faðir á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur átt börn í fjórum skólum, segir tvo þeirra mjög góða en að í hinum hafi börn hans ítrekað þurft að þola ofbeldi. Hann segir alvarlegasta atvikið hafa átt sér stað síðasta vetur. Þá hafi níu ára sonur hans skipt um skóla, lent þar í einelti og einn daginn lent saman við helsta gerandann. Drengirnir hafi ýtt hvor við öðrum á víxl en kennari hafi komið að þeim í skólastofunni einmitt þegar sonur hans hafi hrint hinum drengnum. „Hún (kennarinn; innsk. blm.) sér þetta og umsvifalaust án frekari orða ræðst hún á son minn og tekur hann spennitreyjutaki, eins og mér er sagt að það sé kallað. Hún stendur fyrir aftan nemandann, heldur höndunum á honum krosslögðum og keyrir hann niður á hnén af öllum líkamsþunga,“ segir faðirinn. Fyrir tilviljun gekk hann einmitt inn í kennslustofuna á þessum tímapunkti. „Ég kem inn í skólastofuna og sé kennara keyra nemanda í gólfið. Ég átta mig ekki á aðstæðum, bregður og segi stundarhátt: Hver djöfullinn gengur á hér á? Þá sleppir hún, stendur upp og þá sé ég að þetta er sonur minn, grátandi í gólfinu. Hún strunsar framhjá mér, út úr stofunni og heilsar mér ekki.“ Faðirinn kveðst fyrst hafa rætt við skólaskrifstofu og síðan barnaverndarnefnd. Honum hafi verið vel tekið og lofað rannsókn en síðan hafi honum aðeins borist tilkynning um að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. „Og mér var stillt upp eins og ég væri hinn seki í málinu. Hvað ert þú að rugga þessum báti?“ Faðirinn fór fram á afsökunarbeiðni fyrir drenginn en fékk ekki. Hann segir mikið vanta upp á að mál fari í farveg strax. „Þar sem allir eru upplýstir og meðvitaðir um hvað sé verið að gera, ef nokkuð,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira