Gæti keppt í Ungfrú heimi fyrir Filippseyjar Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 14. janúar 2013 11:00 Ásdís Lísa Karlsdóttir. Fréttablaðið/Valli "Sigurvegarinn gæti endað á því að taka þátt í keppninni um Ungfrú heim fyrir hönd Filippseyja, svo það er mikið í húfi," segir fyrirsætan Ásdís Lísa Karlsdóttir. Hún heldur til Noregs í byrjun næsta mánaðar til að taka þátt í keppninni Ungfrú Filippseyjar í Skandinavíu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stúlka tekur þátt í keppninni, sem er fyrir skandinavískar stelpur af filippseyskum uppruna. Þrettán þátttakendur eru skráðir til leiks í ár en sigurvegarinn fer áfram í Ungfrú Filippseyjar og gæti því á endanum tekið þátt í keppninni um Ungfrú heim. Svipaðar keppnir eru meðal annars haldnar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ásdís Lísa hefur búið á Íslandi alla tíð en móðir hennar er frá Filippseyjum og faðir hennar er íslenskur. "Mamma og pabbi búa í Noregi. Þau fréttu af keppninni þar og ég sendi tölvupóst til að spyrjast fyrir um hana. Ég spáði svo ekkert meira í þetta fyrr en núna í byrjun janúar þegar aðstandendur filippseyska samfélagsins á Íslandi höfðu samband við mig. Þau höfðu heyrt að ég hefði áhuga á að taka þátt," segir hún. Þetta verður í fyrsta skipti sem Ásdís Lísa tekur þátt í fegurðarsamkepni, þótt henni hafi nokkrum sinnum staðið það til boða hér heima á Íslandi. "Mér hefur aldrei þótt það spennandi áður og frekar viljað einbeita mér að fyrirsætubransanum," segir hún, en fyrirsætuferill hennar hófst þegar hún var tólf ára gömul. Ásdís útskrifaðist með stúdentspróf síðastliðið vor og starfar nú í Bláa lóninu. "Ég kláraði stúdentinn ári fyrr því ég var í Hraðbraut í tvö ár. Svo átti ég smotterí eftir og fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti síðasta árið," segir hún. Þó að Ásdís Lísa sé að stíga sín fyrstu skref í heimi fegurðarsamkeppna getur hún treyst á leiðsögn frá kærastanum sínum, Ólafi Geir Jónssyni, sem var krýndur Herra Ísland árið 2005. Hann var síðar sviptur titlinum en hefur þó ekki ráðið kærustunni frá því að feta þessa slóð. "Hann styður mig alveg í því sem ég vil gera," segir hún og hlær. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
"Sigurvegarinn gæti endað á því að taka þátt í keppninni um Ungfrú heim fyrir hönd Filippseyja, svo það er mikið í húfi," segir fyrirsætan Ásdís Lísa Karlsdóttir. Hún heldur til Noregs í byrjun næsta mánaðar til að taka þátt í keppninni Ungfrú Filippseyjar í Skandinavíu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stúlka tekur þátt í keppninni, sem er fyrir skandinavískar stelpur af filippseyskum uppruna. Þrettán þátttakendur eru skráðir til leiks í ár en sigurvegarinn fer áfram í Ungfrú Filippseyjar og gæti því á endanum tekið þátt í keppninni um Ungfrú heim. Svipaðar keppnir eru meðal annars haldnar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Ásdís Lísa hefur búið á Íslandi alla tíð en móðir hennar er frá Filippseyjum og faðir hennar er íslenskur. "Mamma og pabbi búa í Noregi. Þau fréttu af keppninni þar og ég sendi tölvupóst til að spyrjast fyrir um hana. Ég spáði svo ekkert meira í þetta fyrr en núna í byrjun janúar þegar aðstandendur filippseyska samfélagsins á Íslandi höfðu samband við mig. Þau höfðu heyrt að ég hefði áhuga á að taka þátt," segir hún. Þetta verður í fyrsta skipti sem Ásdís Lísa tekur þátt í fegurðarsamkepni, þótt henni hafi nokkrum sinnum staðið það til boða hér heima á Íslandi. "Mér hefur aldrei þótt það spennandi áður og frekar viljað einbeita mér að fyrirsætubransanum," segir hún, en fyrirsætuferill hennar hófst þegar hún var tólf ára gömul. Ásdís útskrifaðist með stúdentspróf síðastliðið vor og starfar nú í Bláa lóninu. "Ég kláraði stúdentinn ári fyrr því ég var í Hraðbraut í tvö ár. Svo átti ég smotterí eftir og fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti síðasta árið," segir hún. Þó að Ásdís Lísa sé að stíga sín fyrstu skref í heimi fegurðarsamkeppna getur hún treyst á leiðsögn frá kærastanum sínum, Ólafi Geir Jónssyni, sem var krýndur Herra Ísland árið 2005. Hann var síðar sviptur titlinum en hefur þó ekki ráðið kærustunni frá því að feta þessa slóð. "Hann styður mig alveg í því sem ég vil gera," segir hún og hlær.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira