Lífið

Trúlofað stjörnupar

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Olivia Wilde og grínistinn Jason Sudeikis eru búin að trúlofa sig. Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi Oliviu um helgina.

"Takk fyrir allar hamingjuóskirnar vinir! Og ég verð að hrósa ykkur fyrir sniðuga notkun á tákninu með trúlofunarhringnum," skrifar Olivia á Twitter-síðu sína.

Skemmtilegt par.
Jason fór á skeljarnar stuttu eftir jól en þau Olivia hafa bæði verið gift áður. Jason var kvæntur Kay Cannon frá 2004 til 2010 en Olivia var gift heimildargerðarmanninum Tao Ruspoli í átta ár áður en þau skildu árið 2011.

Jason og Olivia eru búin að vera saman síðan í desember árið 2011 og óskar Lífið þeim alls hins besta.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.