Nýlega var bandaríska rokksveitin Guns N" Roses vígð inn í Frægðarhöll rokksins í Bandaríkjunum og af því tilefni verður hún heiðruð á Gamla Gauknum föstudaginn 1. febrúar.
Slagarar af plötunum Appetite For Destruction, Use Your Illusion 1 & 2 og GNR Lies verða fluttir og glysrokksveitin Diamond Thunder sér um upphitun. Í íslensku heiðurssveitinni verða Stefán Jakobsson, Thiago Trinsi, Franz Gunnarsson, Þórhallur Stefánsson, Jón Svanur Sveinsson og Valdimar Kristjónsson.
Heiðra Guns N"Roses
