Gnarr hættir sér í Grafarvog Björn Jón Bragason skrifar 31. janúar 2013 06:00 Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, boðaði til fundar með íbúum Grafarvogs hinn 29. janúar sl. en tilgangur fundarins var að kynna sýndarlýðræði það sem svokallaður Besti flokkur og Samfylkingin hafa innleitt í borginni og er ekki ósvipað hugmyndafræði keisaranna í Róm til forna – brauð og leikar. Borgararnir fá það á tilfinninguna að þeir ráði einhverju en í reynd er aðeins um örfáar milljónir að ræða. Fundarmenn spurðu borgarstjórann beinskeyttra spurninga, enda hefur framkoma borgaryfirvalda gagnvart Grafarvogsbúum verið til skammar á umliðnum misserum og mikil reiði undirliggjandi meðal íbúa hverfisins. Í þessu sambandi nægir að nefna sameiningu skóla í óþökk íbúa og samning borgarinnar við ríkið um að ekki verði ráðist í neinar samgöngubætur næstu tíu árin. Jón svaraði fáu, þrátt fyrir að embættismenn lægju á eyrum hans með ábendingar. Honum virtist helst liggja á hjarta að „fá skósmiðinn aftur inn í hverfið“ svo vitnað sé orðrétt í ræðu hans. Undirritaður var á fundinum og spurði borgarstjórann hvort hann væri stoltur af því að hafa hækkað skatta og gjöld á heimilin í borginni upp í topp og margfaldað kostnað við yfirstjórn á sama tíma og grunnþjónustan væri stórlega skert. Annar fundarmaður benti á bruðlið á fleiri stöðum, þar sem ónýtir húskofar í miðbæ og Vesturbæ hefðu verið keyptir fyrir á annan milljarð króna að ógleymdum kostnaði við endurgerð þeirra. Ekki skorti fjármuni þegar kæmi að gæluverkefnum Jóns Gnarr, en borið við fjárskorti þegar sinna þyrfti brýnustu grunnþjónustu, svo sem sorphirðu og lýsingu borgarinnar. Ýmsar fleiri beinskeyttar spurningar bárust borgarstjóranum, enda af mörgu að taka. Eftir að hafa komið heim af fundinum skrifar Jón Gnarr færslu á Fésbókarsíðu sína og sakar íbúa Grafarvogs um að leggja sig í „einelti“ – og ekki nóg með það – hann sakar þá um að beita sig „ofbeldi“. Er það ofbeldi að spyrja áleitinna spurninga þegar mikil réttmæt reiði er undirliggjandi? Er það einelti að krefja borgarstjórann í Reykjavík svara við málefnum er varða borgarana? Er ekki kominn tími til að borgarstjórinn í Reykjavík hugsi sinn gang? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, boðaði til fundar með íbúum Grafarvogs hinn 29. janúar sl. en tilgangur fundarins var að kynna sýndarlýðræði það sem svokallaður Besti flokkur og Samfylkingin hafa innleitt í borginni og er ekki ósvipað hugmyndafræði keisaranna í Róm til forna – brauð og leikar. Borgararnir fá það á tilfinninguna að þeir ráði einhverju en í reynd er aðeins um örfáar milljónir að ræða. Fundarmenn spurðu borgarstjórann beinskeyttra spurninga, enda hefur framkoma borgaryfirvalda gagnvart Grafarvogsbúum verið til skammar á umliðnum misserum og mikil reiði undirliggjandi meðal íbúa hverfisins. Í þessu sambandi nægir að nefna sameiningu skóla í óþökk íbúa og samning borgarinnar við ríkið um að ekki verði ráðist í neinar samgöngubætur næstu tíu árin. Jón svaraði fáu, þrátt fyrir að embættismenn lægju á eyrum hans með ábendingar. Honum virtist helst liggja á hjarta að „fá skósmiðinn aftur inn í hverfið“ svo vitnað sé orðrétt í ræðu hans. Undirritaður var á fundinum og spurði borgarstjórann hvort hann væri stoltur af því að hafa hækkað skatta og gjöld á heimilin í borginni upp í topp og margfaldað kostnað við yfirstjórn á sama tíma og grunnþjónustan væri stórlega skert. Annar fundarmaður benti á bruðlið á fleiri stöðum, þar sem ónýtir húskofar í miðbæ og Vesturbæ hefðu verið keyptir fyrir á annan milljarð króna að ógleymdum kostnaði við endurgerð þeirra. Ekki skorti fjármuni þegar kæmi að gæluverkefnum Jóns Gnarr, en borið við fjárskorti þegar sinna þyrfti brýnustu grunnþjónustu, svo sem sorphirðu og lýsingu borgarinnar. Ýmsar fleiri beinskeyttar spurningar bárust borgarstjóranum, enda af mörgu að taka. Eftir að hafa komið heim af fundinum skrifar Jón Gnarr færslu á Fésbókarsíðu sína og sakar íbúa Grafarvogs um að leggja sig í „einelti“ – og ekki nóg með það – hann sakar þá um að beita sig „ofbeldi“. Er það ofbeldi að spyrja áleitinna spurninga þegar mikil réttmæt reiði er undirliggjandi? Er það einelti að krefja borgarstjórann í Reykjavík svara við málefnum er varða borgarana? Er ekki kominn tími til að borgarstjórinn í Reykjavík hugsi sinn gang?
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun