Gnarr hættir sér í Grafarvog Björn Jón Bragason skrifar 31. janúar 2013 06:00 Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, boðaði til fundar með íbúum Grafarvogs hinn 29. janúar sl. en tilgangur fundarins var að kynna sýndarlýðræði það sem svokallaður Besti flokkur og Samfylkingin hafa innleitt í borginni og er ekki ósvipað hugmyndafræði keisaranna í Róm til forna – brauð og leikar. Borgararnir fá það á tilfinninguna að þeir ráði einhverju en í reynd er aðeins um örfáar milljónir að ræða. Fundarmenn spurðu borgarstjórann beinskeyttra spurninga, enda hefur framkoma borgaryfirvalda gagnvart Grafarvogsbúum verið til skammar á umliðnum misserum og mikil reiði undirliggjandi meðal íbúa hverfisins. Í þessu sambandi nægir að nefna sameiningu skóla í óþökk íbúa og samning borgarinnar við ríkið um að ekki verði ráðist í neinar samgöngubætur næstu tíu árin. Jón svaraði fáu, þrátt fyrir að embættismenn lægju á eyrum hans með ábendingar. Honum virtist helst liggja á hjarta að „fá skósmiðinn aftur inn í hverfið“ svo vitnað sé orðrétt í ræðu hans. Undirritaður var á fundinum og spurði borgarstjórann hvort hann væri stoltur af því að hafa hækkað skatta og gjöld á heimilin í borginni upp í topp og margfaldað kostnað við yfirstjórn á sama tíma og grunnþjónustan væri stórlega skert. Annar fundarmaður benti á bruðlið á fleiri stöðum, þar sem ónýtir húskofar í miðbæ og Vesturbæ hefðu verið keyptir fyrir á annan milljarð króna að ógleymdum kostnaði við endurgerð þeirra. Ekki skorti fjármuni þegar kæmi að gæluverkefnum Jóns Gnarr, en borið við fjárskorti þegar sinna þyrfti brýnustu grunnþjónustu, svo sem sorphirðu og lýsingu borgarinnar. Ýmsar fleiri beinskeyttar spurningar bárust borgarstjóranum, enda af mörgu að taka. Eftir að hafa komið heim af fundinum skrifar Jón Gnarr færslu á Fésbókarsíðu sína og sakar íbúa Grafarvogs um að leggja sig í „einelti“ – og ekki nóg með það – hann sakar þá um að beita sig „ofbeldi“. Er það ofbeldi að spyrja áleitinna spurninga þegar mikil réttmæt reiði er undirliggjandi? Er það einelti að krefja borgarstjórann í Reykjavík svara við málefnum er varða borgarana? Er ekki kominn tími til að borgarstjórinn í Reykjavík hugsi sinn gang? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, boðaði til fundar með íbúum Grafarvogs hinn 29. janúar sl. en tilgangur fundarins var að kynna sýndarlýðræði það sem svokallaður Besti flokkur og Samfylkingin hafa innleitt í borginni og er ekki ósvipað hugmyndafræði keisaranna í Róm til forna – brauð og leikar. Borgararnir fá það á tilfinninguna að þeir ráði einhverju en í reynd er aðeins um örfáar milljónir að ræða. Fundarmenn spurðu borgarstjórann beinskeyttra spurninga, enda hefur framkoma borgaryfirvalda gagnvart Grafarvogsbúum verið til skammar á umliðnum misserum og mikil reiði undirliggjandi meðal íbúa hverfisins. Í þessu sambandi nægir að nefna sameiningu skóla í óþökk íbúa og samning borgarinnar við ríkið um að ekki verði ráðist í neinar samgöngubætur næstu tíu árin. Jón svaraði fáu, þrátt fyrir að embættismenn lægju á eyrum hans með ábendingar. Honum virtist helst liggja á hjarta að „fá skósmiðinn aftur inn í hverfið“ svo vitnað sé orðrétt í ræðu hans. Undirritaður var á fundinum og spurði borgarstjórann hvort hann væri stoltur af því að hafa hækkað skatta og gjöld á heimilin í borginni upp í topp og margfaldað kostnað við yfirstjórn á sama tíma og grunnþjónustan væri stórlega skert. Annar fundarmaður benti á bruðlið á fleiri stöðum, þar sem ónýtir húskofar í miðbæ og Vesturbæ hefðu verið keyptir fyrir á annan milljarð króna að ógleymdum kostnaði við endurgerð þeirra. Ekki skorti fjármuni þegar kæmi að gæluverkefnum Jóns Gnarr, en borið við fjárskorti þegar sinna þyrfti brýnustu grunnþjónustu, svo sem sorphirðu og lýsingu borgarinnar. Ýmsar fleiri beinskeyttar spurningar bárust borgarstjóranum, enda af mörgu að taka. Eftir að hafa komið heim af fundinum skrifar Jón Gnarr færslu á Fésbókarsíðu sína og sakar íbúa Grafarvogs um að leggja sig í „einelti“ – og ekki nóg með það – hann sakar þá um að beita sig „ofbeldi“. Er það ofbeldi að spyrja áleitinna spurninga þegar mikil réttmæt reiði er undirliggjandi? Er það einelti að krefja borgarstjórann í Reykjavík svara við málefnum er varða borgarana? Er ekki kominn tími til að borgarstjórinn í Reykjavík hugsi sinn gang?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar