Lífið

Charlie Sheen skiptir um nafn

Ærslabelgurinn Charlie Sheen ætlar að nota sitt raunverulega nafn, Carlos Estevez, í nýjustu mynd sinni Machete Kills í leikstjórn Robert Rodriguez.

Charlie bað um að vera kallaður Charlie þegar hann var fjögurra ára svo honum yrði ekki ruglað saman við frænda sinn sem heitir einnig Carlos.

Óútreiknanlegur.

Faðir Charlies, leikarinn Martin Sheen, var skírður Ramon Antonio Gerardo Estevez en breytti nafninu sínu þegar hann flutti til Hollywood. Bróðir Charlie, leikarinn Emilio Estevez, sá hins vegar aldrei ástæðu til þess að breyta sínu nafni.

Það styttist í Machete Kills.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.