Lífið

Alltaf í aðhaldsfötum á rauða dreglinum

Söngkonan Adele geislar ávallt á rauða dreglinum en stílistinn hennar, Gaelle Paul, segir að hún sé alltaf í aðhaldsundirfötum á mannamótum.

“Hún er alltaf í aðhaldsfötum á rauða dreglinum. Góð undirföt eru mikilvæg, þau slétta mann,” segir Gaelle í viðtali við Sunday Mirror.

Þvílík drottning.

Gaelle segir það unun að klæða Adele, þó hún vilji alltaf klæðast svörtu, því hún sé mun öruggari með sjálfa sig en aðrar stjörnur.

Sigursæl.

“Adele er ánægð með það hvernig hún lítur út. Hana hefur aldrei skort sjálfstraust. Hún er ekki óörugg eins og margar stjörnur sem ég klæði.”

Ótrúlega mögnuð söngkona.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.