Orð og efndir! Margrét María Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2013 06:00 Á undanförnum árum hefur Ísland tekið miklum breytingum og óvissa hefur ríkt um það hvert við stefnum. Á þessum óvissutímum þurfum við að standa sérstakan vörð um hagsmuni barna, ekki síst vegna þess hversu takmörkuð áhrif þau geta haft í stjórnmálalegu tilliti. Sérstaða barna endurspeglast meðal annars í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár Íslands, en þar kemur fram að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði leggur ákveðnar skyldur á Alþingi og felur jafnframt í sér þá grundvallarstefnuyfirlýsingu að stjórnvöldum beri að veita börnum sérstaka vernd, umfram aðra þjóðfélagshópa. Ennfremur hefur íslenska ríkið skuldbundið sig til þess að virða og uppfylla ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur einróma af Alþingi hinn 20. febrúar síðastliðinn. Í Barnasáttmálanum kemur meðal annars fram að hagsmunir barna eigi ávallt að hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Í því felst meðal annars að ef hagsmunir barna og annarra þjóðfélagshópa vegast á eigi hagsmunir barna að hafa forgang. Þetta sjónarmið ætti til dæmis að hafa mikla þýðingu þegar teknar eru ákvarðanir um ráðstöfum opinbers fjármagns. Að mati umboðsmanns barna hefur íslenska ríkið ekki staðið nægilega vel við skuldbindingar sínar gagnvart börnum og skort hefur upp á að hagsmunir barna hafi raunverulega haft forgang við ákvarðanatöku ríkisins undanfarin ár. Sem dæmi um það má nefna þann mikla niðurskurð og skerðingu á þjónustu sem hefur bitnað á börnum. Oft er þessi niðurskurður falinn, til dæmis þannig að stofnanir eða úrræði sem hafa veitt börn þjónustu breyta vinnureglum sínum þannig að fleiri og fleiri börn eigi ekki rétt á þjónustu. Niðurstaðan er sú að hópur barna sem þurfa aðstoð, til dæmis vegna fötlunar eða annarra sérþarfa, fær ekki þá þjónustu sem hann þarf.Óásættanlegt Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þeirri óvissu og óstöðugleika sem ríkt hefur um þjónustu og úrræði fyrir börn að undanförnu. Umboðsmaður hefur ítrekað fagnað ákvörðunum um bætta þjónustu við börn sem hefur svo aldrei komið til framkvæmda eða aðeins að takmörkuðu leyti. Sem dæmi má nefna að stjórnvöld lýstu því yfir að byggja ætti upp nýtt úrræði fyrir börn sem eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða eða hafa sýnt af sér afbrotahegðun, en nú hefur velferðarráðuneytið staðfest að það standi ekki til vegna skorts á fjármagni. Í sumum tilvikum hafa lög jafnvel verið samþykkt en þau svo dregin til baka áður en þau taka gildi. Dæmi um það eru lög um lengingu fæðingarorlofs og lög um úrræði fyrir börn sem geta ekki búið heima hjá sér vegna vanrækslu. Umboðsmaður barna telur það óásættanlegt þegar Alþingi og stjórnvöld standa ekki við þær skuldbindingar sem búið er að samþykkja, sérstaklega þegar um er að ræða úrræði í þágu barna. Við þurfum að geta treyst því að þær ákvarðanir sem eru teknar muni standa þannig að óvissa ríki ekki um málefni barna. Umboðsmaður barna hefur ítrekað komið ofangreindum áhyggjum sínum á framfæri við þingmenn og stjórnvöld. Hann mun halda því áfram og vonar að ráðamenn fari að lögum og hafi hagsmuni barna að leiðarljósi. Þegar metið er hvað er börnum fyrir bestu er sérstaklega brýnt að börn fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, enda eiga börn rétt á að tjá sig um öll mál sem þau varða samkvæmt Barnasáttmálanum. Setjum hagsmuni barna í forgang eins og okkur ber skylda til að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland tekið miklum breytingum og óvissa hefur ríkt um það hvert við stefnum. Á þessum óvissutímum þurfum við að standa sérstakan vörð um hagsmuni barna, ekki síst vegna þess hversu takmörkuð áhrif þau geta haft í stjórnmálalegu tilliti. Sérstaða barna endurspeglast meðal annars í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrár Íslands, en þar kemur fram að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Þetta ákvæði leggur ákveðnar skyldur á Alþingi og felur jafnframt í sér þá grundvallarstefnuyfirlýsingu að stjórnvöldum beri að veita börnum sérstaka vernd, umfram aðra þjóðfélagshópa. Ennfremur hefur íslenska ríkið skuldbundið sig til þess að virða og uppfylla ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur einróma af Alþingi hinn 20. febrúar síðastliðinn. Í Barnasáttmálanum kemur meðal annars fram að hagsmunir barna eigi ávallt að hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Í því felst meðal annars að ef hagsmunir barna og annarra þjóðfélagshópa vegast á eigi hagsmunir barna að hafa forgang. Þetta sjónarmið ætti til dæmis að hafa mikla þýðingu þegar teknar eru ákvarðanir um ráðstöfum opinbers fjármagns. Að mati umboðsmanns barna hefur íslenska ríkið ekki staðið nægilega vel við skuldbindingar sínar gagnvart börnum og skort hefur upp á að hagsmunir barna hafi raunverulega haft forgang við ákvarðanatöku ríkisins undanfarin ár. Sem dæmi um það má nefna þann mikla niðurskurð og skerðingu á þjónustu sem hefur bitnað á börnum. Oft er þessi niðurskurður falinn, til dæmis þannig að stofnanir eða úrræði sem hafa veitt börn þjónustu breyta vinnureglum sínum þannig að fleiri og fleiri börn eigi ekki rétt á þjónustu. Niðurstaðan er sú að hópur barna sem þurfa aðstoð, til dæmis vegna fötlunar eða annarra sérþarfa, fær ekki þá þjónustu sem hann þarf.Óásættanlegt Umboðsmaður barna hefur verulegar áhyggjur af þeirri óvissu og óstöðugleika sem ríkt hefur um þjónustu og úrræði fyrir börn að undanförnu. Umboðsmaður hefur ítrekað fagnað ákvörðunum um bætta þjónustu við börn sem hefur svo aldrei komið til framkvæmda eða aðeins að takmörkuðu leyti. Sem dæmi má nefna að stjórnvöld lýstu því yfir að byggja ætti upp nýtt úrræði fyrir börn sem eiga við alvarlegan vímuefnavanda að stríða eða hafa sýnt af sér afbrotahegðun, en nú hefur velferðarráðuneytið staðfest að það standi ekki til vegna skorts á fjármagni. Í sumum tilvikum hafa lög jafnvel verið samþykkt en þau svo dregin til baka áður en þau taka gildi. Dæmi um það eru lög um lengingu fæðingarorlofs og lög um úrræði fyrir börn sem geta ekki búið heima hjá sér vegna vanrækslu. Umboðsmaður barna telur það óásættanlegt þegar Alþingi og stjórnvöld standa ekki við þær skuldbindingar sem búið er að samþykkja, sérstaklega þegar um er að ræða úrræði í þágu barna. Við þurfum að geta treyst því að þær ákvarðanir sem eru teknar muni standa þannig að óvissa ríki ekki um málefni barna. Umboðsmaður barna hefur ítrekað komið ofangreindum áhyggjum sínum á framfæri við þingmenn og stjórnvöld. Hann mun halda því áfram og vonar að ráðamenn fari að lögum og hafi hagsmuni barna að leiðarljósi. Þegar metið er hvað er börnum fyrir bestu er sérstaklega brýnt að börn fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, enda eiga börn rétt á að tjá sig um öll mál sem þau varða samkvæmt Barnasáttmálanum. Setjum hagsmuni barna í forgang eins og okkur ber skylda til að gera.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar