Sækjum fram, virkjum hugvitið Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 31. desember 2013 07:00 Í samfelldan straum tímans er okkur tamt að marka skil, staldra við, líta yfir farinn veg, horfa svo fram á við og taka stefnu til framtíðar. Við stöndum nú á slíkum tímamótum. Brýnt er að kveðja hið gamla og fagna hinu nýja með opnum hug. Eldri áherslur hafa komið okkur þangað sem við erum í dag, nú þarf nýja sýn til að grípa möguleika framtíðarinnar. Áskorun undanfarinna ára var af völdum bankakreppunnar og þar axlaði háskólamenntað fólk sína ábyrgð, tók á sig kjaraskerðingar og lagði sitt af mörkum við endurreisn landsins. Áskorun næstu ára er að byggja upp íslenskt efnahagslíf með því að nýta sóknarfæri til verðmætasköpunar á grundvelli þekkingar og þar gegnir háskólamenntað fólk lykilhlutverki. Stjórnvöld og atvinnurekendur tala nú mjög fyrir kjarasamningum sem skuli undirbyggja hagvöxt til framtíðar. Eina trúverðuga atvinnustefnan að slíkum markmiðum er að leggja áherslu á menntun, setja störf sem grundvallast á þekkingu í fyrsta sæti og virkja þannig auðlind sem sannarlega er sjálfbær og eykst frekar ef á hana er gengið, hugvitið. Höfum í huga að þar sem menntað fólk sest að og fær störf við hæfi munu sprotar vaxa og nýjungar fæðast en það eru forsendur fyrir hagvexti. Til þess að slík stefna gangi upp þarf Ísland að vera ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk. Að mörgu leyti er Ísland spennandi en einum þætti er þó verulega ábótavant og það eru kjörin. Eftir kjaraskerðingu undanfarinna ára er ljóst að þau þarf að bæta svo um munar til þess að tryggja samkeppnishæfni Íslands og forsendur fyrir hagvexti til framtíðar. Þar þarf að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa og síðan að tryggja eðlilega kaupmáttaraukningu. Forsætisráðherra lét nýverið þau orð falla að árið 2014 yrði staðan á Íslandi betri en öll undangengin ár. Við hljótum að vona að svo verði og vera reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að tímamótaósk ráðherrans rætist. Það mun þó ekki gerast nema íslensk stjórnvöld og vinnumarkaður marki sér nýja stefnu, horfi til framtíðar og virki hugvitið. Tækifærið er núna, okkar er að grípa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í samfelldan straum tímans er okkur tamt að marka skil, staldra við, líta yfir farinn veg, horfa svo fram á við og taka stefnu til framtíðar. Við stöndum nú á slíkum tímamótum. Brýnt er að kveðja hið gamla og fagna hinu nýja með opnum hug. Eldri áherslur hafa komið okkur þangað sem við erum í dag, nú þarf nýja sýn til að grípa möguleika framtíðarinnar. Áskorun undanfarinna ára var af völdum bankakreppunnar og þar axlaði háskólamenntað fólk sína ábyrgð, tók á sig kjaraskerðingar og lagði sitt af mörkum við endurreisn landsins. Áskorun næstu ára er að byggja upp íslenskt efnahagslíf með því að nýta sóknarfæri til verðmætasköpunar á grundvelli þekkingar og þar gegnir háskólamenntað fólk lykilhlutverki. Stjórnvöld og atvinnurekendur tala nú mjög fyrir kjarasamningum sem skuli undirbyggja hagvöxt til framtíðar. Eina trúverðuga atvinnustefnan að slíkum markmiðum er að leggja áherslu á menntun, setja störf sem grundvallast á þekkingu í fyrsta sæti og virkja þannig auðlind sem sannarlega er sjálfbær og eykst frekar ef á hana er gengið, hugvitið. Höfum í huga að þar sem menntað fólk sest að og fær störf við hæfi munu sprotar vaxa og nýjungar fæðast en það eru forsendur fyrir hagvexti. Til þess að slík stefna gangi upp þarf Ísland að vera ákjósanlegur starfsvettvangur fyrir háskólamenntað fólk. Að mörgu leyti er Ísland spennandi en einum þætti er þó verulega ábótavant og það eru kjörin. Eftir kjaraskerðingu undanfarinna ára er ljóst að þau þarf að bæta svo um munar til þess að tryggja samkeppnishæfni Íslands og forsendur fyrir hagvexti til framtíðar. Þar þarf að leiðrétta þær skerðingar sem orðið hafa og síðan að tryggja eðlilega kaupmáttaraukningu. Forsætisráðherra lét nýverið þau orð falla að árið 2014 yrði staðan á Íslandi betri en öll undangengin ár. Við hljótum að vona að svo verði og vera reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að tímamótaósk ráðherrans rætist. Það mun þó ekki gerast nema íslensk stjórnvöld og vinnumarkaður marki sér nýja stefnu, horfi til framtíðar og virki hugvitið. Tækifærið er núna, okkar er að grípa það.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar