Óskalisti fyrir fjölmiðil í almannaþágu Gauti Sigþórsson skrifar 30. desember 2013 07:00 Nú er vendipunktur í sögu Ríkisútvarpsins. Stofnunin stendur frammi fyrir skertum fjárhag og trúnaðarbresti gagnvart yfirstjórninni í kjölfar stórfelldra uppsagna. Samt nýtur RÚV trausts almennings, og ef marka má viðbrögðin við niðurskurðinum er mikill vilji til þess að viðhalda fjölmiðli í almannaþágu. Við borgararnir sem eigum stofnunina þurfum að gera upp við okkur hvaða hlutverkum Ríkisútvarpið getur gegnt og á að gegna í framtíðinni. RÚV er á vissan hátt stærsta fræðslustofnun landsins. Hún þarf að tengjast skólum landsins á markvissari hátt, bæði með því að bjóða upp á efni sem nýtist skólunum, sem og að efla aðgengi að upptökusafninu. Þar að auki væri bein þátttaka í kennslu og þjálfun augljós hagsbót fyrir menntun í landinu. Íslenskir háskólanemar læra tónlist, skapandi skrif, ritstjórn, þýðingar og framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Hví ekki að tengja það við Efstaleitið? Þjóðmenningarhlutverkið er þessu nátengt. Það er okkar val hvort við höldum íslensku fram sem lifandi tungumáli, gjaldgengu í daglegu tali í samtímanum. Lítil tungumál þurfa sterkar fyrirmyndir sem knýja fram nýjungar og breytingar, gegnum sjónrænt efni, bókmenntir, tónlist eða leiklist. Þjóðmenningin er víða – hún er á Bylgjunni, Stöð 2 og líka á Facebook. RÚV er ekki eitt um að rækta hana, en hlutverk þess er að sinna því sem aðrir miðlar hafa ekki svigrúm til.Meiri burðarstólpi Upplýsinga- og öryggishlutverk RÚV er óumdeilanlegt. Þar með er ekki gefið að sjálfur fréttaflutningurinn þurfi ekki að breytast í takt við tímann. Sú tíð er liðin að áhorfendur kveiktu á sjónvarpsfréttum án þess að vita fyrirfram hvað væri í fréttum. Hlutfall fréttaflutnings á móti fréttaskýringum er til dæmis að breytast í sjónvarpi og útvarpi, þar sem kvöldfréttatímar eru síður líklegir til þess að flytja nýjar fréttir, en eru þeim mun hæfari til þess að skýra þær og gera grein fyrir samhengi atburðanna. Vefur RÚV er notaður til dreifingar, en tækifærin sem skapast við breiðbandsvæðinguna og almenna notkun félagsmiðla í samfélaginu hafa verið vannýtt. Einstakar undantekningar má nefna, en það skortir dæmi um að RÚV hafi ræktað tengsl við almenning með þessum hætti. Félagsmiðlar eru ekki bara til þess að dreifa efni, heldur eru þeir gagnvirkur vettvangur þar sem fleiri gætu tekið þátt í dagskrá og umræðum. Að lokum óska ég þess að RÚV verði meiri burðarstólpi meðal skapandi greina á Íslandi. Almannafjölmiðill á að vera gróðrarstöð fyrir hæfileikafólk og hugmyndir sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til að rækta. Þessu hlutverki verður að sinna betur. Árið 2011-12 keypti RÚV efni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir einungis 332 milljónir, rúm 8% af þeim tæplega 4 milljörðum sem fóru í dagskrár- og framleiðslukostnað. Aukin aðföng RÚV frá sjálfstæðum framleiðendum um allt land gætu reynst vítamínsprauta fyrir lítil fyrirtæki. Þannig getur RÚV þjónað landsmönnum öllum, líka samkeppnisaðilum á fjölmiðlamarkaði. Það er merki um gott samspil við einkarekna fjölmiðla þegar þeir njóta góðs af því að hafa sterkan fjölmiðil í almannaþjónustu sér við hlið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er vendipunktur í sögu Ríkisútvarpsins. Stofnunin stendur frammi fyrir skertum fjárhag og trúnaðarbresti gagnvart yfirstjórninni í kjölfar stórfelldra uppsagna. Samt nýtur RÚV trausts almennings, og ef marka má viðbrögðin við niðurskurðinum er mikill vilji til þess að viðhalda fjölmiðli í almannaþágu. Við borgararnir sem eigum stofnunina þurfum að gera upp við okkur hvaða hlutverkum Ríkisútvarpið getur gegnt og á að gegna í framtíðinni. RÚV er á vissan hátt stærsta fræðslustofnun landsins. Hún þarf að tengjast skólum landsins á markvissari hátt, bæði með því að bjóða upp á efni sem nýtist skólunum, sem og að efla aðgengi að upptökusafninu. Þar að auki væri bein þátttaka í kennslu og þjálfun augljós hagsbót fyrir menntun í landinu. Íslenskir háskólanemar læra tónlist, skapandi skrif, ritstjórn, þýðingar og framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Hví ekki að tengja það við Efstaleitið? Þjóðmenningarhlutverkið er þessu nátengt. Það er okkar val hvort við höldum íslensku fram sem lifandi tungumáli, gjaldgengu í daglegu tali í samtímanum. Lítil tungumál þurfa sterkar fyrirmyndir sem knýja fram nýjungar og breytingar, gegnum sjónrænt efni, bókmenntir, tónlist eða leiklist. Þjóðmenningin er víða – hún er á Bylgjunni, Stöð 2 og líka á Facebook. RÚV er ekki eitt um að rækta hana, en hlutverk þess er að sinna því sem aðrir miðlar hafa ekki svigrúm til.Meiri burðarstólpi Upplýsinga- og öryggishlutverk RÚV er óumdeilanlegt. Þar með er ekki gefið að sjálfur fréttaflutningurinn þurfi ekki að breytast í takt við tímann. Sú tíð er liðin að áhorfendur kveiktu á sjónvarpsfréttum án þess að vita fyrirfram hvað væri í fréttum. Hlutfall fréttaflutnings á móti fréttaskýringum er til dæmis að breytast í sjónvarpi og útvarpi, þar sem kvöldfréttatímar eru síður líklegir til þess að flytja nýjar fréttir, en eru þeim mun hæfari til þess að skýra þær og gera grein fyrir samhengi atburðanna. Vefur RÚV er notaður til dreifingar, en tækifærin sem skapast við breiðbandsvæðinguna og almenna notkun félagsmiðla í samfélaginu hafa verið vannýtt. Einstakar undantekningar má nefna, en það skortir dæmi um að RÚV hafi ræktað tengsl við almenning með þessum hætti. Félagsmiðlar eru ekki bara til þess að dreifa efni, heldur eru þeir gagnvirkur vettvangur þar sem fleiri gætu tekið þátt í dagskrá og umræðum. Að lokum óska ég þess að RÚV verði meiri burðarstólpi meðal skapandi greina á Íslandi. Almannafjölmiðill á að vera gróðrarstöð fyrir hæfileikafólk og hugmyndir sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til að rækta. Þessu hlutverki verður að sinna betur. Árið 2011-12 keypti RÚV efni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir einungis 332 milljónir, rúm 8% af þeim tæplega 4 milljörðum sem fóru í dagskrár- og framleiðslukostnað. Aukin aðföng RÚV frá sjálfstæðum framleiðendum um allt land gætu reynst vítamínsprauta fyrir lítil fyrirtæki. Þannig getur RÚV þjónað landsmönnum öllum, líka samkeppnisaðilum á fjölmiðlamarkaði. Það er merki um gott samspil við einkarekna fjölmiðla þegar þeir njóta góðs af því að hafa sterkan fjölmiðil í almannaþjónustu sér við hlið.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar