Óskalisti fyrir fjölmiðil í almannaþágu Gauti Sigþórsson skrifar 30. desember 2013 07:00 Nú er vendipunktur í sögu Ríkisútvarpsins. Stofnunin stendur frammi fyrir skertum fjárhag og trúnaðarbresti gagnvart yfirstjórninni í kjölfar stórfelldra uppsagna. Samt nýtur RÚV trausts almennings, og ef marka má viðbrögðin við niðurskurðinum er mikill vilji til þess að viðhalda fjölmiðli í almannaþágu. Við borgararnir sem eigum stofnunina þurfum að gera upp við okkur hvaða hlutverkum Ríkisútvarpið getur gegnt og á að gegna í framtíðinni. RÚV er á vissan hátt stærsta fræðslustofnun landsins. Hún þarf að tengjast skólum landsins á markvissari hátt, bæði með því að bjóða upp á efni sem nýtist skólunum, sem og að efla aðgengi að upptökusafninu. Þar að auki væri bein þátttaka í kennslu og þjálfun augljós hagsbót fyrir menntun í landinu. Íslenskir háskólanemar læra tónlist, skapandi skrif, ritstjórn, þýðingar og framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Hví ekki að tengja það við Efstaleitið? Þjóðmenningarhlutverkið er þessu nátengt. Það er okkar val hvort við höldum íslensku fram sem lifandi tungumáli, gjaldgengu í daglegu tali í samtímanum. Lítil tungumál þurfa sterkar fyrirmyndir sem knýja fram nýjungar og breytingar, gegnum sjónrænt efni, bókmenntir, tónlist eða leiklist. Þjóðmenningin er víða – hún er á Bylgjunni, Stöð 2 og líka á Facebook. RÚV er ekki eitt um að rækta hana, en hlutverk þess er að sinna því sem aðrir miðlar hafa ekki svigrúm til.Meiri burðarstólpi Upplýsinga- og öryggishlutverk RÚV er óumdeilanlegt. Þar með er ekki gefið að sjálfur fréttaflutningurinn þurfi ekki að breytast í takt við tímann. Sú tíð er liðin að áhorfendur kveiktu á sjónvarpsfréttum án þess að vita fyrirfram hvað væri í fréttum. Hlutfall fréttaflutnings á móti fréttaskýringum er til dæmis að breytast í sjónvarpi og útvarpi, þar sem kvöldfréttatímar eru síður líklegir til þess að flytja nýjar fréttir, en eru þeim mun hæfari til þess að skýra þær og gera grein fyrir samhengi atburðanna. Vefur RÚV er notaður til dreifingar, en tækifærin sem skapast við breiðbandsvæðinguna og almenna notkun félagsmiðla í samfélaginu hafa verið vannýtt. Einstakar undantekningar má nefna, en það skortir dæmi um að RÚV hafi ræktað tengsl við almenning með þessum hætti. Félagsmiðlar eru ekki bara til þess að dreifa efni, heldur eru þeir gagnvirkur vettvangur þar sem fleiri gætu tekið þátt í dagskrá og umræðum. Að lokum óska ég þess að RÚV verði meiri burðarstólpi meðal skapandi greina á Íslandi. Almannafjölmiðill á að vera gróðrarstöð fyrir hæfileikafólk og hugmyndir sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til að rækta. Þessu hlutverki verður að sinna betur. Árið 2011-12 keypti RÚV efni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir einungis 332 milljónir, rúm 8% af þeim tæplega 4 milljörðum sem fóru í dagskrár- og framleiðslukostnað. Aukin aðföng RÚV frá sjálfstæðum framleiðendum um allt land gætu reynst vítamínsprauta fyrir lítil fyrirtæki. Þannig getur RÚV þjónað landsmönnum öllum, líka samkeppnisaðilum á fjölmiðlamarkaði. Það er merki um gott samspil við einkarekna fjölmiðla þegar þeir njóta góðs af því að hafa sterkan fjölmiðil í almannaþjónustu sér við hlið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú er vendipunktur í sögu Ríkisútvarpsins. Stofnunin stendur frammi fyrir skertum fjárhag og trúnaðarbresti gagnvart yfirstjórninni í kjölfar stórfelldra uppsagna. Samt nýtur RÚV trausts almennings, og ef marka má viðbrögðin við niðurskurðinum er mikill vilji til þess að viðhalda fjölmiðli í almannaþágu. Við borgararnir sem eigum stofnunina þurfum að gera upp við okkur hvaða hlutverkum Ríkisútvarpið getur gegnt og á að gegna í framtíðinni. RÚV er á vissan hátt stærsta fræðslustofnun landsins. Hún þarf að tengjast skólum landsins á markvissari hátt, bæði með því að bjóða upp á efni sem nýtist skólunum, sem og að efla aðgengi að upptökusafninu. Þar að auki væri bein þátttaka í kennslu og þjálfun augljós hagsbót fyrir menntun í landinu. Íslenskir háskólanemar læra tónlist, skapandi skrif, ritstjórn, þýðingar og framleiðslu mynd- og hljóðefnis. Hví ekki að tengja það við Efstaleitið? Þjóðmenningarhlutverkið er þessu nátengt. Það er okkar val hvort við höldum íslensku fram sem lifandi tungumáli, gjaldgengu í daglegu tali í samtímanum. Lítil tungumál þurfa sterkar fyrirmyndir sem knýja fram nýjungar og breytingar, gegnum sjónrænt efni, bókmenntir, tónlist eða leiklist. Þjóðmenningin er víða – hún er á Bylgjunni, Stöð 2 og líka á Facebook. RÚV er ekki eitt um að rækta hana, en hlutverk þess er að sinna því sem aðrir miðlar hafa ekki svigrúm til.Meiri burðarstólpi Upplýsinga- og öryggishlutverk RÚV er óumdeilanlegt. Þar með er ekki gefið að sjálfur fréttaflutningurinn þurfi ekki að breytast í takt við tímann. Sú tíð er liðin að áhorfendur kveiktu á sjónvarpsfréttum án þess að vita fyrirfram hvað væri í fréttum. Hlutfall fréttaflutnings á móti fréttaskýringum er til dæmis að breytast í sjónvarpi og útvarpi, þar sem kvöldfréttatímar eru síður líklegir til þess að flytja nýjar fréttir, en eru þeim mun hæfari til þess að skýra þær og gera grein fyrir samhengi atburðanna. Vefur RÚV er notaður til dreifingar, en tækifærin sem skapast við breiðbandsvæðinguna og almenna notkun félagsmiðla í samfélaginu hafa verið vannýtt. Einstakar undantekningar má nefna, en það skortir dæmi um að RÚV hafi ræktað tengsl við almenning með þessum hætti. Félagsmiðlar eru ekki bara til þess að dreifa efni, heldur eru þeir gagnvirkur vettvangur þar sem fleiri gætu tekið þátt í dagskrá og umræðum. Að lokum óska ég þess að RÚV verði meiri burðarstólpi meðal skapandi greina á Íslandi. Almannafjölmiðill á að vera gróðrarstöð fyrir hæfileikafólk og hugmyndir sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til að rækta. Þessu hlutverki verður að sinna betur. Árið 2011-12 keypti RÚV efni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir einungis 332 milljónir, rúm 8% af þeim tæplega 4 milljörðum sem fóru í dagskrár- og framleiðslukostnað. Aukin aðföng RÚV frá sjálfstæðum framleiðendum um allt land gætu reynst vítamínsprauta fyrir lítil fyrirtæki. Þannig getur RÚV þjónað landsmönnum öllum, líka samkeppnisaðilum á fjölmiðlamarkaði. Það er merki um gott samspil við einkarekna fjölmiðla þegar þeir njóta góðs af því að hafa sterkan fjölmiðil í almannaþjónustu sér við hlið.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar