Leigumarkað í forgang Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. desember 2013 07:00 Vaxandi hópur Íslendinga býr ekki við húsnæðisöryggi. Margir þurfa að sætta sig við háa leigu fyrir lélegt húsnæði og árlega flutninga með þeim áhyggjum, umstangi og kostnaði sem því fylgir. Öllum ætti nú að vera ljóst að breyta verður áherslum i húsnæðismálum og koma á eðlilegum leigumarkaði.Lóðir og húsnæðisbótakerfi Á síðasta kjörtímabili var unnin ný stefna í húsnæðismálum og umfangsmiklar tillögur mótaðar. Lykilatriðin í þeirri vinnu komu fram í þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi. Mikilvægustu aðgerðirnar að því markmiði eru tvær. Í fyrsta lagi að samfélagslega ábyrg húsnæðisfélög fái stuðning í formi t.d. lóða frá sveitarfélögum og ríkinu og í öðru lagi að komið verði á húsnæðisbótakerfi sem mismunar ekki leigjendum og kaupendum. Í dag er staðan sú að hjón á leigumarkaði fá varla húsaleigubætur ef þau eru bæði á vinnumarkaði en ef þau taka þá áhættu sem fylgir því að fjárfesta í húsnæði fá þau vaxtabætur. Þetta er ekki gott kerfi. Vinna að nýju húsnæðisbótakerfi var komin það langt fyrir kosningar að með póltískum vilja hefði verið hægt að samþykkja nýtt kerfi nú fyrir áramótin. Því miður var það ekki gert.Pólitískur vilji? Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að styðja þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar þrátt fyrir mikla ánægju umsagnaraðila. Ástæðan er sú að nýr félags- og húsnæðismálaráðherra er að vinna að málinu. Nú eru niðurstöður úr þeirri vinnu að líta dagsins ljós og þær eru algjörlega í takt við tillögur Samfylkingarinnar um eflingu leigumarkaðar. Ástandið á húsnæðismarkaði mun bara versna ef stjórnvöld setja málið ekki í forgang. Samfylkingin skorar á ríkisstjórnina að setja lög um nýtt húsnæðisbótakerfi á vorþingi og setja aðra vinnu tengda leigumarkaði í algjöran forgang. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sýnt mikinn metnað í stefnumótun í húsnæðismálum og styður nýtt húsnæðisbótakerfi. Reykjavíkurborg hefur stigið skrefinu lengra og hafið umfangsmikla uppbyggingu á leiguhúsnæði. Mun ríkisstjórnin fylgja í kjölfarið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vaxandi hópur Íslendinga býr ekki við húsnæðisöryggi. Margir þurfa að sætta sig við háa leigu fyrir lélegt húsnæði og árlega flutninga með þeim áhyggjum, umstangi og kostnaði sem því fylgir. Öllum ætti nú að vera ljóst að breyta verður áherslum i húsnæðismálum og koma á eðlilegum leigumarkaði.Lóðir og húsnæðisbótakerfi Á síðasta kjörtímabili var unnin ný stefna í húsnæðismálum og umfangsmiklar tillögur mótaðar. Lykilatriðin í þeirri vinnu komu fram í þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi. Mikilvægustu aðgerðirnar að því markmiði eru tvær. Í fyrsta lagi að samfélagslega ábyrg húsnæðisfélög fái stuðning í formi t.d. lóða frá sveitarfélögum og ríkinu og í öðru lagi að komið verði á húsnæðisbótakerfi sem mismunar ekki leigjendum og kaupendum. Í dag er staðan sú að hjón á leigumarkaði fá varla húsaleigubætur ef þau eru bæði á vinnumarkaði en ef þau taka þá áhættu sem fylgir því að fjárfesta í húsnæði fá þau vaxtabætur. Þetta er ekki gott kerfi. Vinna að nýju húsnæðisbótakerfi var komin það langt fyrir kosningar að með póltískum vilja hefði verið hægt að samþykkja nýtt kerfi nú fyrir áramótin. Því miður var það ekki gert.Pólitískur vilji? Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að styðja þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar þrátt fyrir mikla ánægju umsagnaraðila. Ástæðan er sú að nýr félags- og húsnæðismálaráðherra er að vinna að málinu. Nú eru niðurstöður úr þeirri vinnu að líta dagsins ljós og þær eru algjörlega í takt við tillögur Samfylkingarinnar um eflingu leigumarkaðar. Ástandið á húsnæðismarkaði mun bara versna ef stjórnvöld setja málið ekki í forgang. Samfylkingin skorar á ríkisstjórnina að setja lög um nýtt húsnæðisbótakerfi á vorþingi og setja aðra vinnu tengda leigumarkaði í algjöran forgang. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sýnt mikinn metnað í stefnumótun í húsnæðismálum og styður nýtt húsnæðisbótakerfi. Reykjavíkurborg hefur stigið skrefinu lengra og hafið umfangsmikla uppbyggingu á leiguhúsnæði. Mun ríkisstjórnin fylgja í kjölfarið?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar