Áfram danska! Reynir Þór Eggertsson skrifar 28. desember 2013 06:00 Jón Gnarr borgarstjóri lagði til í ræðu um daginn að danska hætti að vera skyldufag í íslenskum skólum og nú á aðfangadag birtist grein eftir Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennara, þar sem hann taldi rétt að jafna stöðu sænsku og norsku við stöðu dönskunnar í skólakerfinu. Það er nauðsynlegt að velta stöðugt fyrir sér tilgangi með námi og kennslu í öllum fögum, og ég og félagar mínir í dönskukennarastétt megum ekki vera hræddir við þá umræðu sem stundum sprettur upp um fagið okkar. Því vil ég færa Jóni þakkir fyrir að opna umræðu um kennslu í Norðurlandamálum og Kristjáni fyrir grein sína, þótt ekki taki ég undir niðurstöðu hans. Hér vil ég svara tveimur spurningum; í fyrsta lagi af hverju það sé nauðsynlegt að kenna Norðurlandamál hérlendis og í öðru lagi af hverju ég tel ekki skynsamlegt að veita norsku og sænsku sömu stöðu og danskan hefur í dag. Heimurinn hefur breyst mikið á síðustu áratugum og heldur áfram að breytast. Þegar ég gekk í grunnskóla á 9. áratug síðustu aldar þótti mörgum danska ekki mjög nauðsynleg ef fólk kynni góða ensku, og veit ég að margir nemenda minna eru því sammála í dag. Það breytir því þó ekki að stundum verður skólakerfið að hafa vit fyrir nemendum og aðstandendum þeirra. Enginn veit nefnilega hvert lífið leiðir þá. Tungumál eru lyklar að möguleikum – og því fleiri lyklar sem eru á kippunni, því fleiri dyr getur maður opnað! Staðreyndin er sú að enn þann dag í dag er Danmörk það land sem langflestir Íslendingar fara til í framhaldsnám, tæp 50% allra lánþega LÍN erlendis voru þar skv. tölum í ársskýrslu LÍN 2005-6 (ég fann ekki nýrri tölur á heimasíðu sjóðsins). Danmörk er líka að jafnaði það land sem við leitum helst til í störf, hvort sem er tímabundið eða til langframa, þótt Noregur hafi skotist upp fyrir á síðustu fimm árum. Þar að auki leita næstum tvöfalt fleiri íslenskir námsmenn til Norðurlandanna allra (1.401, 85% af þeim eru í Danmörku!) en samtals til enskumælandi landa (754), skv. áðurnefndri ársskýrslu. Það hefur ekki breyst eftir hrun, nema þá Norðurlöndunum „í vil“, enda skólagjöld þar yfirleitt engin eða mjög lág, en nokkur eða mörg hundruð þúsunda króna á önn í þeim enskumælandi. Viljum við í alvöru loka aðgangi barnanna okkar að „ókeypis“ námi? Nú veit ég að hægt er að stunda ýmist framhaldsnám á ensku á Norðurlöndunum. Það er þó staðreynd að með kreppunni var framboð námskeiða á ensku við marga háskóla, a.m.k. í Danmörku, skert. Þar að auki hlýtur upplifun fólks af samfélagi námsmanna að skipta máli. Tali maður eingöngu ensku nær maður litlum tengslum við félaga sína í námi, til lengri tíma litið. Það byggi ég á reynslu vina og félaga frá Danmörku. Við Íslendingar þekkjum þetta af eigin skinni; það er voðagaman að æfa sig í ensku, en eftir ákveðinn tíma finnst okkur að fólk eigi að vera búið að læra nóg í íslensku til að geta spjallað og bjargað sér hér á landi. Danir eru eins! En af hverju þá ekki norsku eða sænsku frekar en dönsku, eða bara bjóða upp á öll málin þrjú, eins og Kristján lagði til í grein sinni? Í grunninn gæti ég alveg verið sammála því, en það er praktíska hliðin sem knýr mig til að mótmæla niðurstöðu Kristjáns. Hér skipta söguleg tengsl Íslands og Danmerkur litlu í mínum huga, bara svo að það sé á hreinu. Það er rétt hjá Kristjáni að lögformlega er þessi breyting einföld. Framkvæmdin er aftur á móti flókin og dýr. Þess vegna er ég hræddur um að útkoman yrði verri fyrir stöðu Norðurlandamálanna í framtíðinni en hún er í skólunum í dag. Ég vil nefna þrjár ástæður: 1) Hæfir norsku- og sænskukennarar spretta varla upp eins og gorkúlur, og varla svo að hver skóli geti haft menntaða kennara í öllum þremur málunum. Það er dýrt að mennta heila hjörð af nýjum kennurum. Og þá vakna þessar spurningar: Yrði það gert? Eða héldi ekki bara sama ástand áfram í mörgum skólum – að kennarar sem nú kenna dönsku án hæfni og áhuga yrðu færðir yfir í norsku eða sænsku? Yrðu góðir dönskukennarar neyddir til að verða lakir norsku- eða sænskukennarar? Myndu góðir dönskukennarar kannske hætta kennslu og leita í önnur störf? 2) Það þarf að búa til nýtt kennsluefni í tveimur nýjum málum. Það er bæði dýrt og tímafrekt. Fyrir utan það að í framtíðinni þyrfti að viðhalda námsefni í þremur fögum, en ekki einu. Þetta kostar. Yrði það gert? Yrði kennsluefni ekki bara nýtt langt fram yfir síðasta neysludag? 3) Það þarf líka að hugsa um það praktíska – ráðningarmál kennara. Í mörgum skólum, sér í lagi framhaldsskólum, er varla heil staða fyrir einn dönskukennara. Núna þyrfti að ráða tvo starfsmenn í viðbót, að öllum líkindum í hlutastöður. Kennaralaunin eru ekki það há að fólk flykkist almennt í hlutastöður þar. Að auki verður að teljast líklegt að hópastærðir í tveimur eða þremur Norðurlandamálsáföngum yrðu oft undir síhækkandi viðmiðunarmörkum og því gæti farið svo að þeir yrðu ekki í boði við suma framhaldsskóla nema við og við og fengjust þá menntaðir kennarar í stöðurnar? Í mínum huga er augljóst að við eigum að halda áfram að kenna dönsku hér á landi. Það að sænsk og dönsk ungmenni eigi sífellt erfiðara með að skilja hvert annað byggist ekki bara á að danska verður sífellt verr skiljanleg (þótt það sé rétt) heldur fyrst og fremst því að almenn enskukunnátta norrænna ungmenna er orðin svo góð að þörf þeirra á að leggja sig fram við að hlusta eftir málum hvert annars minnkar – nema þau búi eða stundi nám eða atvinnu í öðru málsamfélagi. Enskan hefur þó ekki yfirtekið norræn samfélög. Þetta eru þau lönd sem við Íslendingar flytjumst helst til. Þess vegna þurfum við að kunna eitthvert málanna. Danskan veitir okkur lykil að þeim öllum. Of dýrt yrði að breyta því og ef við reyndum myndum við líklega missa lykilinn í straum breytinganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri lagði til í ræðu um daginn að danska hætti að vera skyldufag í íslenskum skólum og nú á aðfangadag birtist grein eftir Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennara, þar sem hann taldi rétt að jafna stöðu sænsku og norsku við stöðu dönskunnar í skólakerfinu. Það er nauðsynlegt að velta stöðugt fyrir sér tilgangi með námi og kennslu í öllum fögum, og ég og félagar mínir í dönskukennarastétt megum ekki vera hræddir við þá umræðu sem stundum sprettur upp um fagið okkar. Því vil ég færa Jóni þakkir fyrir að opna umræðu um kennslu í Norðurlandamálum og Kristjáni fyrir grein sína, þótt ekki taki ég undir niðurstöðu hans. Hér vil ég svara tveimur spurningum; í fyrsta lagi af hverju það sé nauðsynlegt að kenna Norðurlandamál hérlendis og í öðru lagi af hverju ég tel ekki skynsamlegt að veita norsku og sænsku sömu stöðu og danskan hefur í dag. Heimurinn hefur breyst mikið á síðustu áratugum og heldur áfram að breytast. Þegar ég gekk í grunnskóla á 9. áratug síðustu aldar þótti mörgum danska ekki mjög nauðsynleg ef fólk kynni góða ensku, og veit ég að margir nemenda minna eru því sammála í dag. Það breytir því þó ekki að stundum verður skólakerfið að hafa vit fyrir nemendum og aðstandendum þeirra. Enginn veit nefnilega hvert lífið leiðir þá. Tungumál eru lyklar að möguleikum – og því fleiri lyklar sem eru á kippunni, því fleiri dyr getur maður opnað! Staðreyndin er sú að enn þann dag í dag er Danmörk það land sem langflestir Íslendingar fara til í framhaldsnám, tæp 50% allra lánþega LÍN erlendis voru þar skv. tölum í ársskýrslu LÍN 2005-6 (ég fann ekki nýrri tölur á heimasíðu sjóðsins). Danmörk er líka að jafnaði það land sem við leitum helst til í störf, hvort sem er tímabundið eða til langframa, þótt Noregur hafi skotist upp fyrir á síðustu fimm árum. Þar að auki leita næstum tvöfalt fleiri íslenskir námsmenn til Norðurlandanna allra (1.401, 85% af þeim eru í Danmörku!) en samtals til enskumælandi landa (754), skv. áðurnefndri ársskýrslu. Það hefur ekki breyst eftir hrun, nema þá Norðurlöndunum „í vil“, enda skólagjöld þar yfirleitt engin eða mjög lág, en nokkur eða mörg hundruð þúsunda króna á önn í þeim enskumælandi. Viljum við í alvöru loka aðgangi barnanna okkar að „ókeypis“ námi? Nú veit ég að hægt er að stunda ýmist framhaldsnám á ensku á Norðurlöndunum. Það er þó staðreynd að með kreppunni var framboð námskeiða á ensku við marga háskóla, a.m.k. í Danmörku, skert. Þar að auki hlýtur upplifun fólks af samfélagi námsmanna að skipta máli. Tali maður eingöngu ensku nær maður litlum tengslum við félaga sína í námi, til lengri tíma litið. Það byggi ég á reynslu vina og félaga frá Danmörku. Við Íslendingar þekkjum þetta af eigin skinni; það er voðagaman að æfa sig í ensku, en eftir ákveðinn tíma finnst okkur að fólk eigi að vera búið að læra nóg í íslensku til að geta spjallað og bjargað sér hér á landi. Danir eru eins! En af hverju þá ekki norsku eða sænsku frekar en dönsku, eða bara bjóða upp á öll málin þrjú, eins og Kristján lagði til í grein sinni? Í grunninn gæti ég alveg verið sammála því, en það er praktíska hliðin sem knýr mig til að mótmæla niðurstöðu Kristjáns. Hér skipta söguleg tengsl Íslands og Danmerkur litlu í mínum huga, bara svo að það sé á hreinu. Það er rétt hjá Kristjáni að lögformlega er þessi breyting einföld. Framkvæmdin er aftur á móti flókin og dýr. Þess vegna er ég hræddur um að útkoman yrði verri fyrir stöðu Norðurlandamálanna í framtíðinni en hún er í skólunum í dag. Ég vil nefna þrjár ástæður: 1) Hæfir norsku- og sænskukennarar spretta varla upp eins og gorkúlur, og varla svo að hver skóli geti haft menntaða kennara í öllum þremur málunum. Það er dýrt að mennta heila hjörð af nýjum kennurum. Og þá vakna þessar spurningar: Yrði það gert? Eða héldi ekki bara sama ástand áfram í mörgum skólum – að kennarar sem nú kenna dönsku án hæfni og áhuga yrðu færðir yfir í norsku eða sænsku? Yrðu góðir dönskukennarar neyddir til að verða lakir norsku- eða sænskukennarar? Myndu góðir dönskukennarar kannske hætta kennslu og leita í önnur störf? 2) Það þarf að búa til nýtt kennsluefni í tveimur nýjum málum. Það er bæði dýrt og tímafrekt. Fyrir utan það að í framtíðinni þyrfti að viðhalda námsefni í þremur fögum, en ekki einu. Þetta kostar. Yrði það gert? Yrði kennsluefni ekki bara nýtt langt fram yfir síðasta neysludag? 3) Það þarf líka að hugsa um það praktíska – ráðningarmál kennara. Í mörgum skólum, sér í lagi framhaldsskólum, er varla heil staða fyrir einn dönskukennara. Núna þyrfti að ráða tvo starfsmenn í viðbót, að öllum líkindum í hlutastöður. Kennaralaunin eru ekki það há að fólk flykkist almennt í hlutastöður þar. Að auki verður að teljast líklegt að hópastærðir í tveimur eða þremur Norðurlandamálsáföngum yrðu oft undir síhækkandi viðmiðunarmörkum og því gæti farið svo að þeir yrðu ekki í boði við suma framhaldsskóla nema við og við og fengjust þá menntaðir kennarar í stöðurnar? Í mínum huga er augljóst að við eigum að halda áfram að kenna dönsku hér á landi. Það að sænsk og dönsk ungmenni eigi sífellt erfiðara með að skilja hvert annað byggist ekki bara á að danska verður sífellt verr skiljanleg (þótt það sé rétt) heldur fyrst og fremst því að almenn enskukunnátta norrænna ungmenna er orðin svo góð að þörf þeirra á að leggja sig fram við að hlusta eftir málum hvert annars minnkar – nema þau búi eða stundi nám eða atvinnu í öðru málsamfélagi. Enskan hefur þó ekki yfirtekið norræn samfélög. Þetta eru þau lönd sem við Íslendingar flytjumst helst til. Þess vegna þurfum við að kunna eitthvert málanna. Danskan veitir okkur lykil að þeim öllum. Of dýrt yrði að breyta því og ef við reyndum myndum við líklega missa lykilinn í straum breytinganna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar