Nútímaaðgerðir á sköpum kvenna – fegrunaraðgerðir eða hvað? Björg Sigurðardóttir og Kristín Rut Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2013 07:00 Að undanförnu hafa verið að birtast greinar og svör við fyrirspurnum um lagfæringar á kynfærum kvenna í fjölmiðlum. Ljósmæðrafélagi Íslands hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi og hvort eðlilegt sé að hvatt sé til svokallaðra fegrunaraðgerða á ytri kynfærum kvenna og að þær séu taldar sjálfsagðar. Aðgerðir á skapabörmum, það er ytri kynfærum kvenna, hafa aukist verulega á undanförnum árum í Bretlandi og má ætla að það eigi líka við hér á landi, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem hér á sér stað. Eftirspurnin eftir slíkum aðgerðum virðist vera mest hjá konum á aldrinum 20-45 ára og helstu ástæður fyrir aðgerðinni eru útlitslegar eða til að geðjast maka. Þessar konur eiga það sammerkt að innri skapabarmar eru stærri en ytri skapabarmarnir og telja þær það lýti á kynfærum sínum. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem höfðu farið í fegrunaraðgerð á kynfærum var sú að konur hefðu óraunhæfar væntingar til aðgerðarinnar og virtist sem svo að þær vildu falla inn í eðlilegan ramma, sem þær voru hins vegar ekki alveg viss um hver væri. Þær lýstu kynfærum sínum sem furðulegum og skrítnum, en voru ekki vissar um hvernig kynfæri kvenna gætu og ættu að líta út. Ætla má að sú tíska sem ríkir í dag, þar sem ungar konur raka öll hár af skapabörmum, ýti undir skapabarmaaðgerðir þar sem kynfærin verða mun sýnilegri þegar engin hár hlífa þeim. Aðgerðum af þessu tagi geta fylgt aukaverkanir, sem dæmi má nefna sýkingar, blæðingar, verki og örvef sem getur leitt til minni tilfinningar í kynfærunum.Flokkaðar sem limlesting Í skýrslu WHO frá 2008 kemur fram að allar aðgerðir á kynfærum kvenna, sem ekki eru gerðar af heilsufarsástæðum en fela í sér að hluti eða öll ytri kynfæri eru fjarlægð, eða ef annars konar misþyrmingar á kynfærum eru viðhafðar, eru flokkaðar sem limlesting á konum. Samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi frá 2009 kemur fram að í febrúar 2008 „strengdu tíu stofnanir Sameinuðu þjóðanna þess heit að útrýma umskurði á kynfærum kvenna, með því að styðja við ríkisstjórnir, samfélög og konur og stúlkur sem vilja hverfa frá slíkri hefð“. Árið 1985 voru sett lög á Englandi um bann við umskurði kvenna og var það gert í kjölfar dauða þriggja ungra stúlkna sem blæddi út eftir umskurð. Á Íslandi hafa slík lög ekki verið sett. Þó var árið 2005 bætt við 218. grein almennra hegningarlaga ákvæði um refsingu við líkamsárás sem veldur tjóni á heilsu eða líkama stúlkubarna eða kvenna með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti. Í kjölfar þess sem að framan er sagt og með tilliti til þess að umskurður á kynfærum kvenna er enn þann dag í dag gerður vegna hefða og til þess að gera konur gjaldgengar á hjónabandsmarkaði er eðlilegt að velta því upp af hvaða toga nútímafegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna eru. Eru þær til að fullnægja þörf kvenna til að líta vel út, eða er þessi aðgerð til að markaðssetja kynfæri kvenna á nýjan hátt, gera þær gjaldgengar á hjónabandsmarkaði í karllægu samfélagi nútímans, eða gjaldgengar í eigin augum vegna markaðssetningar klámvæðingarinnar? Er hugsanlegt að með fræðslu og styrkingu kvenna sé hægt að breyta því viðhorfi þeirra að kynfærin séu ekki eðlileg, eða útlit þeirra fullnægi ekki kröfum samtímans? Slík fræðsla getur orðið til þess að konur þekki og viti betur hvað telst eðlilegt, því liðið betur og orðið sáttar við sjálfa sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa verið að birtast greinar og svör við fyrirspurnum um lagfæringar á kynfærum kvenna í fjölmiðlum. Ljósmæðrafélagi Íslands hafa borist fyrirspurnir þar að lútandi og hvort eðlilegt sé að hvatt sé til svokallaðra fegrunaraðgerða á ytri kynfærum kvenna og að þær séu taldar sjálfsagðar. Aðgerðir á skapabörmum, það er ytri kynfærum kvenna, hafa aukist verulega á undanförnum árum í Bretlandi og má ætla að það eigi líka við hér á landi, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem hér á sér stað. Eftirspurnin eftir slíkum aðgerðum virðist vera mest hjá konum á aldrinum 20-45 ára og helstu ástæður fyrir aðgerðinni eru útlitslegar eða til að geðjast maka. Þessar konur eiga það sammerkt að innri skapabarmar eru stærri en ytri skapabarmarnir og telja þær það lýti á kynfærum sínum. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var meðal kvenna sem höfðu farið í fegrunaraðgerð á kynfærum var sú að konur hefðu óraunhæfar væntingar til aðgerðarinnar og virtist sem svo að þær vildu falla inn í eðlilegan ramma, sem þær voru hins vegar ekki alveg viss um hver væri. Þær lýstu kynfærum sínum sem furðulegum og skrítnum, en voru ekki vissar um hvernig kynfæri kvenna gætu og ættu að líta út. Ætla má að sú tíska sem ríkir í dag, þar sem ungar konur raka öll hár af skapabörmum, ýti undir skapabarmaaðgerðir þar sem kynfærin verða mun sýnilegri þegar engin hár hlífa þeim. Aðgerðum af þessu tagi geta fylgt aukaverkanir, sem dæmi má nefna sýkingar, blæðingar, verki og örvef sem getur leitt til minni tilfinningar í kynfærunum.Flokkaðar sem limlesting Í skýrslu WHO frá 2008 kemur fram að allar aðgerðir á kynfærum kvenna, sem ekki eru gerðar af heilsufarsástæðum en fela í sér að hluti eða öll ytri kynfæri eru fjarlægð, eða ef annars konar misþyrmingar á kynfærum eru viðhafðar, eru flokkaðar sem limlesting á konum. Samkvæmt skýrslu UNICEF á Íslandi frá 2009 kemur fram að í febrúar 2008 „strengdu tíu stofnanir Sameinuðu þjóðanna þess heit að útrýma umskurði á kynfærum kvenna, með því að styðja við ríkisstjórnir, samfélög og konur og stúlkur sem vilja hverfa frá slíkri hefð“. Árið 1985 voru sett lög á Englandi um bann við umskurði kvenna og var það gert í kjölfar dauða þriggja ungra stúlkna sem blæddi út eftir umskurð. Á Íslandi hafa slík lög ekki verið sett. Þó var árið 2005 bætt við 218. grein almennra hegningarlaga ákvæði um refsingu við líkamsárás sem veldur tjóni á heilsu eða líkama stúlkubarna eða kvenna með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti. Í kjölfar þess sem að framan er sagt og með tilliti til þess að umskurður á kynfærum kvenna er enn þann dag í dag gerður vegna hefða og til þess að gera konur gjaldgengar á hjónabandsmarkaði er eðlilegt að velta því upp af hvaða toga nútímafegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna eru. Eru þær til að fullnægja þörf kvenna til að líta vel út, eða er þessi aðgerð til að markaðssetja kynfæri kvenna á nýjan hátt, gera þær gjaldgengar á hjónabandsmarkaði í karllægu samfélagi nútímans, eða gjaldgengar í eigin augum vegna markaðssetningar klámvæðingarinnar? Er hugsanlegt að með fræðslu og styrkingu kvenna sé hægt að breyta því viðhorfi þeirra að kynfærin séu ekki eðlileg, eða útlit þeirra fullnægi ekki kröfum samtímans? Slík fræðsla getur orðið til þess að konur þekki og viti betur hvað telst eðlilegt, því liðið betur og orðið sáttar við sjálfa sig.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar