Kaldi raunveruleikinn Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Ég fagna því að framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar LSH viðurkenna í Fréttablaðinu 20. desember að úrvinnsla mistaka hafi ekki verið í lagi og vonandi nota þau tækifærið núna til að stíga skrefið til fulls. Þau sýna virðingarverða auðmýkt og hugrekki sem þarf til að opna þessi mál upp á gátt. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn sjá hér góða fyrirmynd. Þau nefna að vatnaskil hafi orðið á spítalanum fyrir tveimur árum og gefa í skyn að umrætt mál á gjörgæsludeildinni hafi komið upp í kerfisbundnu umbótastarfi sem allur spítalinn taki þátt í. Mér þykir leitt að þurfa að benda á að ekki er allt sem sýnist í málflutningi þeirra. Svo ég skýri mál mitt betur er best er að vitna í ráðstefnuna í Hörpu 3. september sl. Þar hélt Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar, erindi um tilraunaverkefni í atvikaskráningu á deildinni. Engin merki eru um að þetta verkefni sé í gangi á öðrum deildum. Þess skal geta að innleiðing atvikaskráningar hófst á spítalanum árið 2002. Það hefur sem sagt tekið tæp 12 ár að koma á tilraunaverkefni í innleiðingunni á einni deild. Skyldi landlæknir vera sáttur við þennan hraða á málefninu? Ég tel ekki ástæðu til að draga stórar ályktanir af yfirlýsingum framkvæmdastjóranna eða gefa mér að allur spítalinn hafi varpað af sér gervi guðanna. Það er langt í frá að þetta sé trúverðug innleiðing. Umrætt mál á gjörgæslunni þar sem hjúkrunarfræðingur liggur undir grun hefur komið upp í þessu tilraunaverkefni en ekki í kerfisbundnu átaki á öllum spítalanum eins og gefið er í skyn.Heiðarleg úrvinnsla Ég er sammála framkvæmdastjórunum um að ákæra (dómsmál) geti skemmt traustið. Fari svo að hjúkrunarfræðingurinn verði ákærður sé ég samt ekki hvernig þau geta leyft sér að réttlæta þöggun. Það er á ábyrgð stjórnenda að tryggja heiðarlega úrvinnslu mála hvort sem ákært verður eða ekki. Fari svo verður það vissulega áskorun. Þá þarf bara að laga það sem upp á vantar og halda áfram á réttri braut. Lausnina er ekki að finna í áframhaldandi þöggun. Hún á ekki heima í heilbrigðiskerfinu, þar er kaldur raunveruleikinn besti vinurinn. Annað sem ég vil benda á í málflutningi framkvæmdastjóranna eru verkferlarnir sem farið er eftir þegar mistök eru rannsökuð. Hefur þú séð þessa verkferla? Ekki ég heldur. Hvernig getum við þá metið hvort rannsókn sé heiðarleg og að gætt sé hagsmuna þolandans? Mér skilst að spítalinn hafi sjálfur sett saman þessa (leyni)verkferla og í ofanálag rannsakar hann sjálfur eigin mistök og endurskoðar eigin verkferla.Óháð nefnd Þetta minnir mig svolítið á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Því langar mig að stinga upp á að stofnuð verði óháð sannleiks– eða rannsóknarnefnd sem hefur það eina hlutverk að komast að sannleikanum. Rannsóknarreglur og niðurstöður verða að vera opinberar og grundvallaðar á samvinnu almennings, stjórnenda og stjórnvalda. Það er stór hópur sem á um mjög sárt að binda vegna mistaka sem voru þögguð og illa unnið úr. Í þjáningu þeirra og baráttu eru gríðarleg verðmæti sem heimska væri að hunsa. Þetta fólk hefur reynslu og þekkingu á hvernig á og á ekki að taka á mistökum. Margir slíkir hafa bundist samtökunum Viljaspor sem bjóða fram aðstoð til að koma þessum málum í betri farveg, öllum til heilla. Nú er tækifæri til að koma með allt upp á borðið og tala um hlutina umbúðalaust og byggja farsælli framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Ég fagna einnig viðtali við verkefnastjóra gæða og eftirlits hjá landlækni, Lauru Scheving Thorsteinsson, í Fréttablaðinu 21. desember þar sem fram kemur að allt bendi til að fjöldi mistaka hér á landi sé sambærilegur við það sem gerist erlendis. Það þýðir að á LSH gerast 2.500 mistök á ári, þar af verða 600 fyrir varanlegu tjóni og 170 láta lífið. Við þurfum að tala um þennan fjölda í stað þess að vona að svona sé þetta ekki. Í sama blaði segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að hann leyfi sér að draga þessar tölur í efa. Hvaða tölum vill hann trúa? Ég skora á allar fagstéttir í heilbrigðisþjónustu að leggja málinu liðsinni sitt. Hér er um líf og dauða að tefla og við getum ekki leyft okkur neinn slóðahátt. Viljaspor stendur fyrir traust, virðingu og réttlæti í þessum málum til framtíðar. Fortíðina getum við ekki lagfært þótt mögulegt sé að gera hana bærilegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég fagna því að framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar LSH viðurkenna í Fréttablaðinu 20. desember að úrvinnsla mistaka hafi ekki verið í lagi og vonandi nota þau tækifærið núna til að stíga skrefið til fulls. Þau sýna virðingarverða auðmýkt og hugrekki sem þarf til að opna þessi mál upp á gátt. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn sjá hér góða fyrirmynd. Þau nefna að vatnaskil hafi orðið á spítalanum fyrir tveimur árum og gefa í skyn að umrætt mál á gjörgæsludeildinni hafi komið upp í kerfisbundnu umbótastarfi sem allur spítalinn taki þátt í. Mér þykir leitt að þurfa að benda á að ekki er allt sem sýnist í málflutningi þeirra. Svo ég skýri mál mitt betur er best er að vitna í ráðstefnuna í Hörpu 3. september sl. Þar hélt Alma D. Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar, erindi um tilraunaverkefni í atvikaskráningu á deildinni. Engin merki eru um að þetta verkefni sé í gangi á öðrum deildum. Þess skal geta að innleiðing atvikaskráningar hófst á spítalanum árið 2002. Það hefur sem sagt tekið tæp 12 ár að koma á tilraunaverkefni í innleiðingunni á einni deild. Skyldi landlæknir vera sáttur við þennan hraða á málefninu? Ég tel ekki ástæðu til að draga stórar ályktanir af yfirlýsingum framkvæmdastjóranna eða gefa mér að allur spítalinn hafi varpað af sér gervi guðanna. Það er langt í frá að þetta sé trúverðug innleiðing. Umrætt mál á gjörgæslunni þar sem hjúkrunarfræðingur liggur undir grun hefur komið upp í þessu tilraunaverkefni en ekki í kerfisbundnu átaki á öllum spítalanum eins og gefið er í skyn.Heiðarleg úrvinnsla Ég er sammála framkvæmdastjórunum um að ákæra (dómsmál) geti skemmt traustið. Fari svo að hjúkrunarfræðingurinn verði ákærður sé ég samt ekki hvernig þau geta leyft sér að réttlæta þöggun. Það er á ábyrgð stjórnenda að tryggja heiðarlega úrvinnslu mála hvort sem ákært verður eða ekki. Fari svo verður það vissulega áskorun. Þá þarf bara að laga það sem upp á vantar og halda áfram á réttri braut. Lausnina er ekki að finna í áframhaldandi þöggun. Hún á ekki heima í heilbrigðiskerfinu, þar er kaldur raunveruleikinn besti vinurinn. Annað sem ég vil benda á í málflutningi framkvæmdastjóranna eru verkferlarnir sem farið er eftir þegar mistök eru rannsökuð. Hefur þú séð þessa verkferla? Ekki ég heldur. Hvernig getum við þá metið hvort rannsókn sé heiðarleg og að gætt sé hagsmuna þolandans? Mér skilst að spítalinn hafi sjálfur sett saman þessa (leyni)verkferla og í ofanálag rannsakar hann sjálfur eigin mistök og endurskoðar eigin verkferla.Óháð nefnd Þetta minnir mig svolítið á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. Því langar mig að stinga upp á að stofnuð verði óháð sannleiks– eða rannsóknarnefnd sem hefur það eina hlutverk að komast að sannleikanum. Rannsóknarreglur og niðurstöður verða að vera opinberar og grundvallaðar á samvinnu almennings, stjórnenda og stjórnvalda. Það er stór hópur sem á um mjög sárt að binda vegna mistaka sem voru þögguð og illa unnið úr. Í þjáningu þeirra og baráttu eru gríðarleg verðmæti sem heimska væri að hunsa. Þetta fólk hefur reynslu og þekkingu á hvernig á og á ekki að taka á mistökum. Margir slíkir hafa bundist samtökunum Viljaspor sem bjóða fram aðstoð til að koma þessum málum í betri farveg, öllum til heilla. Nú er tækifæri til að koma með allt upp á borðið og tala um hlutina umbúðalaust og byggja farsælli framtíð heilbrigðisþjónustunnar. Ég fagna einnig viðtali við verkefnastjóra gæða og eftirlits hjá landlækni, Lauru Scheving Thorsteinsson, í Fréttablaðinu 21. desember þar sem fram kemur að allt bendi til að fjöldi mistaka hér á landi sé sambærilegur við það sem gerist erlendis. Það þýðir að á LSH gerast 2.500 mistök á ári, þar af verða 600 fyrir varanlegu tjóni og 170 láta lífið. Við þurfum að tala um þennan fjölda í stað þess að vona að svona sé þetta ekki. Í sama blaði segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að hann leyfi sér að draga þessar tölur í efa. Hvaða tölum vill hann trúa? Ég skora á allar fagstéttir í heilbrigðisþjónustu að leggja málinu liðsinni sitt. Hér er um líf og dauða að tefla og við getum ekki leyft okkur neinn slóðahátt. Viljaspor stendur fyrir traust, virðingu og réttlæti í þessum málum til framtíðar. Fortíðina getum við ekki lagfært þótt mögulegt sé að gera hana bærilegri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar