Sjávarútvegur á jákvæðum nótum Hildur Kristborgardóttir skrifar 24. desember 2013 06:00 Hin almenna umræða um íslenskan sjávarútveg gengur því miður oft út á það að vera á neikvæðum nótum. Sjaldan er minnst á hina ótrúlegu þroskasögu íslensks sjávarútvegs síðustu þrjátíu árin. Í dag er þorskur ekki bara fryst flök og hertir hausar heldur hluti af lyflækningavörum, handtöskum frá Prada, heilsuvörum og svona mætti lengi telja. Í þessari grein langar mig að nefna það sem jákvætt er og deila með almenningi brot af því sem fullunnið er úr sjávarfangi. Við sjávarútveginn starfar fólk með gríðarlegu þekkingu á sínu sviði. Þetta fólk hefur fundið aðferðir til að fá meira úr sjávarafurðinni en áður þekktist og um leið margfaldað verðmæti aflans. Þessi byltingarkennda nýting hráefnis hefur sett Íslendinga í sérflokk og um leið skapað þeim óteljandi störf. Árið 1981 veiddu Íslendingar 460.000 þúsund tonn af þorski. Árið 2011, eða 30 árum síðar, veiddust hér við land 180.000 þúsund tonn eða 280.000 þúsund tonnum minna. Á sama tíma tvöfaldaðist samt útflutningsverðmætið og fór úr 340 milljónum dala (núvirt) árið 1981 í 680 milljónir dalir árið 2011. Árið 1981 voru ¾ hlutar útfluttra þorskafurða heilfrystur þorskur og fryst flök. Árið 2011 lítur vöruúrvalið úr þorskinum allt öðru vísi út.Fiskiroð og Nike í eina sæng Ferskar gæðaafurðir skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti auk saltfisks, lýsis, skreiðar, hrogna, þorskhausa, beingarða og ýmissa annarra matvæla. Á síðustu árum hefur bæst við fjöldi fyrirtækja sem farið hafa ótroðnar slóðir í að nýta þorskinn. Hér má nefna fyrirtæki eins og ZymeTech sem nýtir ensím úr innyflum til að framleiða lyflækningavörur og húðáburð, Kerecis sem nýtir roð til að framleiða stoðefni fyrir þrálát sár, Atlantic Leather sem vinnur fiskleður úr roði og selur til fyrirtækja á borð við Prada, Dior, Nike og Puma, og Lipid Pharmaceuticals sem þróar lyf sem innihalda omega-3 fitusýrur úr fiskiolíum. Lyf og líftæknivörur eru unnar úr þorskinum, fæðubótarefni, snyrtivörur, heilsuvörur, dýrafóður, kollagen og fleira og fleira. Við erum með niðursoðna lifur, þurrkaða hausa, mjöl, Penzim sem er unnið úr innyflum þorskins og áfram mætti lengi telja. Allur þorskurinn er nýttur og engu er hent. Fullvinnsla sjávarafurða hefur leitt til þess að fjöldinn allur af störfum hefur skapast. Aukin menntun skipar einnig stóran sess í þessari þróun. Árið 2009 kom út könnun sem gerð var í framhaldsskólum og sýndi hún að þeir sem vildu vinna við sjávarútveg í framtíðinni voru aðeins 0,9 prósent. Sýnir þessi tala m.a. að það þarf og verður að gera eitthvað róttækt til að sýna þessum krökkum öll tækifærin sem eru í sjávarútveginum. Það þarf meðal annars að fjalla um sjávarútveginn í mun víðara samhengi heldur en gert er núna. Útvegsblaðið hefur gert það í mörg ár en aðrir fjölmiðlar þurfa að gera slíkt hið sama. Ég tek það fram að ég er ekki að alhæfa, margir eru vel með á nótunum, en betur má ef duga skal. Störf í sjávarútvegi og afleidd störf eru svo mörg og fjölbreytt að erfitt er að telja þau öll upp en til þess að átta sig á hversu mikið umfang sjávarútvegs er og hversu margar hliðar hann hefur bendi ég á heimasíðu Íslenska sjávarklasans þar sem finna má skýrsluna Tveir fyrir einn. Sýnir þessa skýrsla á mjög greinargóðan hátt allar þær afurðir sem skapast hafa við fullvinnslu á sjávarafurðum og mæli ég með því að fólk kynni sér hana. Ég vinn við sjávarútveginn og er það skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hin almenna umræða um íslenskan sjávarútveg gengur því miður oft út á það að vera á neikvæðum nótum. Sjaldan er minnst á hina ótrúlegu þroskasögu íslensks sjávarútvegs síðustu þrjátíu árin. Í dag er þorskur ekki bara fryst flök og hertir hausar heldur hluti af lyflækningavörum, handtöskum frá Prada, heilsuvörum og svona mætti lengi telja. Í þessari grein langar mig að nefna það sem jákvætt er og deila með almenningi brot af því sem fullunnið er úr sjávarfangi. Við sjávarútveginn starfar fólk með gríðarlegu þekkingu á sínu sviði. Þetta fólk hefur fundið aðferðir til að fá meira úr sjávarafurðinni en áður þekktist og um leið margfaldað verðmæti aflans. Þessi byltingarkennda nýting hráefnis hefur sett Íslendinga í sérflokk og um leið skapað þeim óteljandi störf. Árið 1981 veiddu Íslendingar 460.000 þúsund tonn af þorski. Árið 2011, eða 30 árum síðar, veiddust hér við land 180.000 þúsund tonn eða 280.000 þúsund tonnum minna. Á sama tíma tvöfaldaðist samt útflutningsverðmætið og fór úr 340 milljónum dala (núvirt) árið 1981 í 680 milljónir dalir árið 2011. Árið 1981 voru ¾ hlutar útfluttra þorskafurða heilfrystur þorskur og fryst flök. Árið 2011 lítur vöruúrvalið úr þorskinum allt öðru vísi út.Fiskiroð og Nike í eina sæng Ferskar gæðaafurðir skapa þjóðarbúinu mikil verðmæti auk saltfisks, lýsis, skreiðar, hrogna, þorskhausa, beingarða og ýmissa annarra matvæla. Á síðustu árum hefur bæst við fjöldi fyrirtækja sem farið hafa ótroðnar slóðir í að nýta þorskinn. Hér má nefna fyrirtæki eins og ZymeTech sem nýtir ensím úr innyflum til að framleiða lyflækningavörur og húðáburð, Kerecis sem nýtir roð til að framleiða stoðefni fyrir þrálát sár, Atlantic Leather sem vinnur fiskleður úr roði og selur til fyrirtækja á borð við Prada, Dior, Nike og Puma, og Lipid Pharmaceuticals sem þróar lyf sem innihalda omega-3 fitusýrur úr fiskiolíum. Lyf og líftæknivörur eru unnar úr þorskinum, fæðubótarefni, snyrtivörur, heilsuvörur, dýrafóður, kollagen og fleira og fleira. Við erum með niðursoðna lifur, þurrkaða hausa, mjöl, Penzim sem er unnið úr innyflum þorskins og áfram mætti lengi telja. Allur þorskurinn er nýttur og engu er hent. Fullvinnsla sjávarafurða hefur leitt til þess að fjöldinn allur af störfum hefur skapast. Aukin menntun skipar einnig stóran sess í þessari þróun. Árið 2009 kom út könnun sem gerð var í framhaldsskólum og sýndi hún að þeir sem vildu vinna við sjávarútveg í framtíðinni voru aðeins 0,9 prósent. Sýnir þessi tala m.a. að það þarf og verður að gera eitthvað róttækt til að sýna þessum krökkum öll tækifærin sem eru í sjávarútveginum. Það þarf meðal annars að fjalla um sjávarútveginn í mun víðara samhengi heldur en gert er núna. Útvegsblaðið hefur gert það í mörg ár en aðrir fjölmiðlar þurfa að gera slíkt hið sama. Ég tek það fram að ég er ekki að alhæfa, margir eru vel með á nótunum, en betur má ef duga skal. Störf í sjávarútvegi og afleidd störf eru svo mörg og fjölbreytt að erfitt er að telja þau öll upp en til þess að átta sig á hversu mikið umfang sjávarútvegs er og hversu margar hliðar hann hefur bendi ég á heimasíðu Íslenska sjávarklasans þar sem finna má skýrsluna Tveir fyrir einn. Sýnir þessa skýrsla á mjög greinargóðan hátt allar þær afurðir sem skapast hafa við fullvinnslu á sjávarafurðum og mæli ég með því að fólk kynni sér hana. Ég vinn við sjávarútveginn og er það skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar