Þrengt að umsjónarkennslu Páll Sveinsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Mér er hugleikin staða menntamála á Íslandi og ekki hvað síst staða kennara á Íslandi. Þar sem ég hef starfað í grunnskólanum nú á þrettánda ár tel ég mig hafa fengið talsverða innsýn í starfið og hugmynd um hvar hlutirnir standa vel og hvar betur mætti gera. Starf umsjónarkennarans er mér vel kunnugt enda hef ég starfað sem slíkur frá upphafi og unað því ágætlega. Breyting hefur hins vegar orðið þar á síðustu árum vegna nokkurra þátta og fór ég fram á það við skólastjórnendur við minn skóla að ég þyrfti ekki að starfa sem umsjónakennari þetta árið. Ástæðurnar eru nokkrar. Fyrst vil ég nefna umfang umsjónarkennslunnar. Umfangið hefur sífellt orðið meira af einhverjum ástæðum. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, svo virðist sem heimilin, foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna séu að glíma við ýmsan vanda. Má þar nefna tímaskort sem er sennilega mesta orsök aukins umfangs umsjónarkennslu – tímaskortur foreldra það er að segja. Hvað á ég við með þessu? Íslenskt samfélag er fast í vítahring vinnu og yfirvinnu þar sem tími foreldra með börnum virðist fara minnkandi. Að minnsta kosti virðast heimilin gera ráð fyrir því að það sé hlutverk menntastofnana að ala börn þeirra upp, hvort sem um ræðir í leik – eða grunnskóla. Stór hluti tíma umsjónarkennara fer í að sinna málum tengdum agabrotum, ofbeldisbrotum, einelti eða einhvers konar afleiðingum bágra félagslegra aðstæðna nemenda. Þessi pistill minn er ekki til þessa fallinn að kvarta yfir hlutverki umsjónarkennara, síður en svo. Hins vegar verða þeir sem stýra menntamálum hérlendis að gera sér grein fyrir umfangi umsjónarkennslunnar. Góð umsjón með nemendum getur skipt sköpum í lífi og velferð einstaklinga, því er gríðarlega mikilvægt að kennarastéttin, stjórnendur skóla og aðrir sem að menntamálum koma stuðli að aukinni fagvitund umsjónarkennslu.Sérfræðingastarf Hér þarf að gera umsjónarkennslu að enn frekara sérfræðingastarfi, þar sem stjórnendur geta valið þá sem eru hæfir og hafa áhuga á að starfa við jafn mikilvægt starf og starf umsjónarkennarans er. Nokkrar mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað á eðli og umgjörð starfs umsjónarkennara.Fyrst vil ég nefna menntunina. Við verðum að mennta umsjónarkennara betur, þeir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sálfræðinga, foreldra, félagsfræðinga og vina auk hins hefðbundna starfs kennarans. Við verðum að gefa umsjónarkennurum tíma til að vinna að undirbúningi og úrvinnslu mála. Það er ólíðandi að umsjónarkennarar þurfi að láta mál reka á reiðanum vegna tímaskorts. Við þurfum að búa til enn betra stuðningsnet fyrir umsjónarkennara. Sveitarfélögin verða að leggja meira til námsráðgjafar og stuðnings við félagslega þætti sem stuðla að bættri líðan nemenda. Einnig að samræma löggjöf þannig að félagsmáladeildir sveitarfélaga vinni enn meira með skólum.Laun umsjónarkennara þurfa að hækka verulega. Umsjónarkennarar bera mikla ábyrgð en fá ekki laun í samræmi við það. Umsjónarkennari fær einn launaflokk fyrir sína vinnu, það gerir í útborguðum krónun innan við tíu þúsund krónur á mánuði! Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem með umboð kennara, stjórnenda og sveitarfélaga fara í komandi kjaraviðræðum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að starf umsjónarkennarans verði eflt. Ábyrgðin er einmitt þeirra, sem með umboðið fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Mér er hugleikin staða menntamála á Íslandi og ekki hvað síst staða kennara á Íslandi. Þar sem ég hef starfað í grunnskólanum nú á þrettánda ár tel ég mig hafa fengið talsverða innsýn í starfið og hugmynd um hvar hlutirnir standa vel og hvar betur mætti gera. Starf umsjónarkennarans er mér vel kunnugt enda hef ég starfað sem slíkur frá upphafi og unað því ágætlega. Breyting hefur hins vegar orðið þar á síðustu árum vegna nokkurra þátta og fór ég fram á það við skólastjórnendur við minn skóla að ég þyrfti ekki að starfa sem umsjónakennari þetta árið. Ástæðurnar eru nokkrar. Fyrst vil ég nefna umfang umsjónarkennslunnar. Umfangið hefur sífellt orðið meira af einhverjum ástæðum. Hver er ástæðan fyrir því? Jú, svo virðist sem heimilin, foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna séu að glíma við ýmsan vanda. Má þar nefna tímaskort sem er sennilega mesta orsök aukins umfangs umsjónarkennslu – tímaskortur foreldra það er að segja. Hvað á ég við með þessu? Íslenskt samfélag er fast í vítahring vinnu og yfirvinnu þar sem tími foreldra með börnum virðist fara minnkandi. Að minnsta kosti virðast heimilin gera ráð fyrir því að það sé hlutverk menntastofnana að ala börn þeirra upp, hvort sem um ræðir í leik – eða grunnskóla. Stór hluti tíma umsjónarkennara fer í að sinna málum tengdum agabrotum, ofbeldisbrotum, einelti eða einhvers konar afleiðingum bágra félagslegra aðstæðna nemenda. Þessi pistill minn er ekki til þessa fallinn að kvarta yfir hlutverki umsjónarkennara, síður en svo. Hins vegar verða þeir sem stýra menntamálum hérlendis að gera sér grein fyrir umfangi umsjónarkennslunnar. Góð umsjón með nemendum getur skipt sköpum í lífi og velferð einstaklinga, því er gríðarlega mikilvægt að kennarastéttin, stjórnendur skóla og aðrir sem að menntamálum koma stuðli að aukinni fagvitund umsjónarkennslu.Sérfræðingastarf Hér þarf að gera umsjónarkennslu að enn frekara sérfræðingastarfi, þar sem stjórnendur geta valið þá sem eru hæfir og hafa áhuga á að starfa við jafn mikilvægt starf og starf umsjónarkennarans er. Nokkrar mikilvægar breytingar þurfa að eiga sér stað á eðli og umgjörð starfs umsjónarkennara.Fyrst vil ég nefna menntunina. Við verðum að mennta umsjónarkennara betur, þeir þurfa að geta brugðið sér í hlutverk hjúkrunarfræðinga, stjórnenda, sálfræðinga, foreldra, félagsfræðinga og vina auk hins hefðbundna starfs kennarans. Við verðum að gefa umsjónarkennurum tíma til að vinna að undirbúningi og úrvinnslu mála. Það er ólíðandi að umsjónarkennarar þurfi að láta mál reka á reiðanum vegna tímaskorts. Við þurfum að búa til enn betra stuðningsnet fyrir umsjónarkennara. Sveitarfélögin verða að leggja meira til námsráðgjafar og stuðnings við félagslega þætti sem stuðla að bættri líðan nemenda. Einnig að samræma löggjöf þannig að félagsmáladeildir sveitarfélaga vinni enn meira með skólum.Laun umsjónarkennara þurfa að hækka verulega. Umsjónarkennarar bera mikla ábyrgð en fá ekki laun í samræmi við það. Umsjónarkennari fær einn launaflokk fyrir sína vinnu, það gerir í útborguðum krónun innan við tíu þúsund krónur á mánuði! Það er gríðarlega mikilvægt að þeir sem með umboð kennara, stjórnenda og sveitarfélaga fara í komandi kjaraviðræðum geri sér grein fyrir mikilvægi þess að starf umsjónarkennarans verði eflt. Ábyrgðin er einmitt þeirra, sem með umboðið fara.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar