Ferðafrelsi á Íslandi? Fjórði hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar