Ferðafrelsi á Íslandi? Fjórði hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 23. desember 2013 09:54 Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur gríðarlega margt upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Má þar nefna auðnir, óbyggðir, norðurljós, fossa, hveri og einstaklega dyntótt veðurfar. Hingað til höfum við ekki þurft að borga fyrir aðgang að perlum landsins sem með réttu eiga að vera þjóðareign. Íslendingar telja sig gestrisna þjóð en þarna kveður við annan tón. Nú á að rukka fyrir hvað það sem fyrir augu og eyru ber. Í stað þess að geta frjáls um landið ferðast og notið þess sem náttúran hefur upp á að bjóða skal greiða fyrir þetta og greiða fyrir hitt án þess að um nokkra veitta þjónustu sé að ræða. Vera má að einhverjir fái lágmarkslaun fyrir að rukka fyrir aðgangseyri að Kerinu, Geysi eða Gullfossi, en tilgangurinn helgar ekki meðalið. Það vantar fjármagn til að gera endurbætur, bæta öryggi, byggja upp aðstöðu og þjónustu líkt og salerni og snjóhreinsun. Það er skömm að því að rukka inn á salerni fyrir þá nauðþurft að þurfa að ganga örna sinna. Þegar sinna þarf kalli náttúrunnar þolir málið kannski enga bið! Við megum skammast okkur fyrir aðstöðuleysi á helstu ferðamannastöðum – ég tek hattinn ofan fyrir þeim aðilum sem halda klósettum opnum allt árið við Hraunfossa og Seljalandsfoss svo eitthvað sé nefnt.Einn stór þjóðgarður Okkar helstu ferðamannastaðir hafa almennt ekki notið eðlilegrar verndar og umsjár, ekki eru landverðir í Landmannalaugum eða þar um slóðir nema stundum á háannatíma. Við Gullfoss og Geysi sést almennt ekki landvörður, um tíma þurfti viðkomandi að koma akandi úr Landmannalaugum til að „sinna” landvörslu þar. Sigríðarstofa við Gullfoss og klósettaðstaðan þar hefur verið lokuð árum saman, komin er vetrarlokun á salernisaðstöðu víða um land svo sem við Seltún við Krísuvík. Þingvellir, okkar helgasti staður, eru þjóðinni allri til skammar. Það tók tæpt ár að hanna og smíða brú niður Almannagjá þar sem hrundi undan götunni gömlu, í stað þess að aka einfaldlega efni í gjótuna. Enn á eftir að gera hringstíg við útsýnispall Haksins, gestir þurfa að troðast fram og til baka sama gangveginn. Mætti ekki líta á Ísland sem einn stóran þjóðgarð? Hver gestur sem kemur til landsins gæti t.d. greitt 10 evrur til uppbyggingar ferðamannastaða. Þessir fjármunir yrðu eyrnamerktir ferðaþjónustunni. Þegar ferðamennskan nær milljón farþega markinu þá yrðu til ráðstöfunar það árið á núvirði sextán hundruð milljónir króna! Við erum íslensk þjóð með íslenska sérvisku. Við þurfum ekki að apa gjaldtöku eftir öðrum þjóðum. Sýnum að þrátt fyrir efnahagsáföll og daglegt amstur séum við stolt og gestrisin þjóð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar