Ferðafrelsi á Íslandi? Þriðji hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 21. desember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum hófu félagar í 4x4 að ferla og flokka sem flesta vegslóða landsins, þ.e.a.s. þá sem heyra ekki undir almennt vegakerfi. Þessa grunnvinnu má nota í samstarfi við bílaleigur, ferðaklúbbinn 4x4 og FETAR (Félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, áður Jeppavinir) til að meta hvaða vegslóðar teljast færir hinum mismunandi gerðum jeppa og jepplinga. T.a.m. yrðu valdir vegslóðar merktir „SUPER JEEP ONLY“. Með þessu mætti almennt koma í veg fyrir að vanbúnir bílar fari um ranglega valda vegslóða. Jafnframt mætti gera þá kröfu til veghaldara að hafa helstu hálendisvegi í sómasamlegu ástandi, því sennilega er mikill hluti utanvegaaksturs nú á dögum til kominn vegna lélegs viðhalds vega. Brýnt er að:a) Opna helstu ferðamannaleiðir tímanlega á vorin/snemmsumars. Alþekktur er akstur fram hjá sköflum, pollum og forarvilpum sem eru staðbundin vandamál og auðvelt að vinna úr og lagfæra.b) Koma efni í vegstæðið, almennt eru fjallvegir og vegslóðar orðnir svo niðurgrafnir að þeir fyllast af snjó í fyrsta hreti, sem leiðir til utanvegaaksturs. Að sama skapi liggur snjór lengur fram á vorið í vegstæðinu og síðan þá leysingavatn og aurbleyta, sem að sama skapi veldur utanvegaakstri þeirra sem lítt til þekkja. Sama gildir, að sumarlagi eru vegir oft illfærir vegna grjóts og þvottabretta.c) Opna svæði þar sem hreinn og klár utanvegaakstur yrði leyfður á eigin ábyrgð. Þetta yrðu afmörkuð svæði þar sem ferðalangar gætu fengið útrás og þannig hlíft svæðum þar sem spól utan vega er gjarnan stundað. Að sama skapi yrði gerð grein fyrir því að utanvegaakstur sé bannaður nema á þessum fyrirfram ákveðnum svæðum. Það auðveldar allt eftirlit með akstri að gera skýr skil á milli þess sem má og má ekki. Það að hafa sem flesta og fjölbreytilegasta vegslóða opna verður til þess að ferðalangar fara þekktar leiðir og velja hvað hentar með tilliti til getu ökumanns og farartækis, hvatinn til utanvegaaksturs yrði því hverfandi. Þar sem vegslóði er til staðar er almennt ekið, en ekki utan hans.d) Auka almenna kynningu og bæta merkingar. Því þarf að gera góð kort, líka fyrir GPS-tæki, merkja vegslóða í báða enda og stika vandfundna vegkafla. Skrá hvert leiðin liggur og hvernig hún er flokkuð með tilliti til ökutækis. Fræðsla skiptir hér höfuðmáli. Til sönnunar þess að utanvegaakstur sé vaxandi vandi eru dregnar fram í dagsljósið áratuga gamlar ljósmyndir af hjólförum frá þeim tímum er ferðamenn áttuðu sig ekki á mismunandi aðstæðum, að akstur um mosabrekkur getur skilið eftir sig sár sem valda rofi, þar sem akstur um önnur svæði verður til þess að gróður nemur land í hjólförunum. Staðreyndin er sú að akstur utan vega er víkjandi vandi! Einhver verstu náttúruspjöll síðustu ára eru hins vegar að mínu mati hinn nýi Suðurstrandarvegur, svo og sumir gönguslóðar sem gangandi umferð er farin að marka stjórnlaust í landið. Er kannski tímabært að skipta út rykföllnum utanvegaakstursmyndum fyrir gönguslóðamyndir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hófu félagar í 4x4 að ferla og flokka sem flesta vegslóða landsins, þ.e.a.s. þá sem heyra ekki undir almennt vegakerfi. Þessa grunnvinnu má nota í samstarfi við bílaleigur, ferðaklúbbinn 4x4 og FETAR (Félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, áður Jeppavinir) til að meta hvaða vegslóðar teljast færir hinum mismunandi gerðum jeppa og jepplinga. T.a.m. yrðu valdir vegslóðar merktir „SUPER JEEP ONLY“. Með þessu mætti almennt koma í veg fyrir að vanbúnir bílar fari um ranglega valda vegslóða. Jafnframt mætti gera þá kröfu til veghaldara að hafa helstu hálendisvegi í sómasamlegu ástandi, því sennilega er mikill hluti utanvegaaksturs nú á dögum til kominn vegna lélegs viðhalds vega. Brýnt er að:a) Opna helstu ferðamannaleiðir tímanlega á vorin/snemmsumars. Alþekktur er akstur fram hjá sköflum, pollum og forarvilpum sem eru staðbundin vandamál og auðvelt að vinna úr og lagfæra.b) Koma efni í vegstæðið, almennt eru fjallvegir og vegslóðar orðnir svo niðurgrafnir að þeir fyllast af snjó í fyrsta hreti, sem leiðir til utanvegaaksturs. Að sama skapi liggur snjór lengur fram á vorið í vegstæðinu og síðan þá leysingavatn og aurbleyta, sem að sama skapi veldur utanvegaakstri þeirra sem lítt til þekkja. Sama gildir, að sumarlagi eru vegir oft illfærir vegna grjóts og þvottabretta.c) Opna svæði þar sem hreinn og klár utanvegaakstur yrði leyfður á eigin ábyrgð. Þetta yrðu afmörkuð svæði þar sem ferðalangar gætu fengið útrás og þannig hlíft svæðum þar sem spól utan vega er gjarnan stundað. Að sama skapi yrði gerð grein fyrir því að utanvegaakstur sé bannaður nema á þessum fyrirfram ákveðnum svæðum. Það auðveldar allt eftirlit með akstri að gera skýr skil á milli þess sem má og má ekki. Það að hafa sem flesta og fjölbreytilegasta vegslóða opna verður til þess að ferðalangar fara þekktar leiðir og velja hvað hentar með tilliti til getu ökumanns og farartækis, hvatinn til utanvegaaksturs yrði því hverfandi. Þar sem vegslóði er til staðar er almennt ekið, en ekki utan hans.d) Auka almenna kynningu og bæta merkingar. Því þarf að gera góð kort, líka fyrir GPS-tæki, merkja vegslóða í báða enda og stika vandfundna vegkafla. Skrá hvert leiðin liggur og hvernig hún er flokkuð með tilliti til ökutækis. Fræðsla skiptir hér höfuðmáli. Til sönnunar þess að utanvegaakstur sé vaxandi vandi eru dregnar fram í dagsljósið áratuga gamlar ljósmyndir af hjólförum frá þeim tímum er ferðamenn áttuðu sig ekki á mismunandi aðstæðum, að akstur um mosabrekkur getur skilið eftir sig sár sem valda rofi, þar sem akstur um önnur svæði verður til þess að gróður nemur land í hjólförunum. Staðreyndin er sú að akstur utan vega er víkjandi vandi! Einhver verstu náttúruspjöll síðustu ára eru hins vegar að mínu mati hinn nýi Suðurstrandarvegur, svo og sumir gönguslóðar sem gangandi umferð er farin að marka stjórnlaust í landið. Er kannski tímabært að skipta út rykföllnum utanvegaakstursmyndum fyrir gönguslóðamyndir?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar