Ferðafrelsi á Íslandi? Þriðji hluti Þorvarður Ingi Þorbjörnsson skrifar 21. desember 2013 06:00 Fyrir nokkrum árum hófu félagar í 4x4 að ferla og flokka sem flesta vegslóða landsins, þ.e.a.s. þá sem heyra ekki undir almennt vegakerfi. Þessa grunnvinnu má nota í samstarfi við bílaleigur, ferðaklúbbinn 4x4 og FETAR (Félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, áður Jeppavinir) til að meta hvaða vegslóðar teljast færir hinum mismunandi gerðum jeppa og jepplinga. T.a.m. yrðu valdir vegslóðar merktir „SUPER JEEP ONLY“. Með þessu mætti almennt koma í veg fyrir að vanbúnir bílar fari um ranglega valda vegslóða. Jafnframt mætti gera þá kröfu til veghaldara að hafa helstu hálendisvegi í sómasamlegu ástandi, því sennilega er mikill hluti utanvegaaksturs nú á dögum til kominn vegna lélegs viðhalds vega. Brýnt er að:a) Opna helstu ferðamannaleiðir tímanlega á vorin/snemmsumars. Alþekktur er akstur fram hjá sköflum, pollum og forarvilpum sem eru staðbundin vandamál og auðvelt að vinna úr og lagfæra.b) Koma efni í vegstæðið, almennt eru fjallvegir og vegslóðar orðnir svo niðurgrafnir að þeir fyllast af snjó í fyrsta hreti, sem leiðir til utanvegaaksturs. Að sama skapi liggur snjór lengur fram á vorið í vegstæðinu og síðan þá leysingavatn og aurbleyta, sem að sama skapi veldur utanvegaakstri þeirra sem lítt til þekkja. Sama gildir, að sumarlagi eru vegir oft illfærir vegna grjóts og þvottabretta.c) Opna svæði þar sem hreinn og klár utanvegaakstur yrði leyfður á eigin ábyrgð. Þetta yrðu afmörkuð svæði þar sem ferðalangar gætu fengið útrás og þannig hlíft svæðum þar sem spól utan vega er gjarnan stundað. Að sama skapi yrði gerð grein fyrir því að utanvegaakstur sé bannaður nema á þessum fyrirfram ákveðnum svæðum. Það auðveldar allt eftirlit með akstri að gera skýr skil á milli þess sem má og má ekki. Það að hafa sem flesta og fjölbreytilegasta vegslóða opna verður til þess að ferðalangar fara þekktar leiðir og velja hvað hentar með tilliti til getu ökumanns og farartækis, hvatinn til utanvegaaksturs yrði því hverfandi. Þar sem vegslóði er til staðar er almennt ekið, en ekki utan hans.d) Auka almenna kynningu og bæta merkingar. Því þarf að gera góð kort, líka fyrir GPS-tæki, merkja vegslóða í báða enda og stika vandfundna vegkafla. Skrá hvert leiðin liggur og hvernig hún er flokkuð með tilliti til ökutækis. Fræðsla skiptir hér höfuðmáli. Til sönnunar þess að utanvegaakstur sé vaxandi vandi eru dregnar fram í dagsljósið áratuga gamlar ljósmyndir af hjólförum frá þeim tímum er ferðamenn áttuðu sig ekki á mismunandi aðstæðum, að akstur um mosabrekkur getur skilið eftir sig sár sem valda rofi, þar sem akstur um önnur svæði verður til þess að gróður nemur land í hjólförunum. Staðreyndin er sú að akstur utan vega er víkjandi vandi! Einhver verstu náttúruspjöll síðustu ára eru hins vegar að mínu mati hinn nýi Suðurstrandarvegur, svo og sumir gönguslóðar sem gangandi umferð er farin að marka stjórnlaust í landið. Er kannski tímabært að skipta út rykföllnum utanvegaakstursmyndum fyrir gönguslóðamyndir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hófu félagar í 4x4 að ferla og flokka sem flesta vegslóða landsins, þ.e.a.s. þá sem heyra ekki undir almennt vegakerfi. Þessa grunnvinnu má nota í samstarfi við bílaleigur, ferðaklúbbinn 4x4 og FETAR (Félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, áður Jeppavinir) til að meta hvaða vegslóðar teljast færir hinum mismunandi gerðum jeppa og jepplinga. T.a.m. yrðu valdir vegslóðar merktir „SUPER JEEP ONLY“. Með þessu mætti almennt koma í veg fyrir að vanbúnir bílar fari um ranglega valda vegslóða. Jafnframt mætti gera þá kröfu til veghaldara að hafa helstu hálendisvegi í sómasamlegu ástandi, því sennilega er mikill hluti utanvegaaksturs nú á dögum til kominn vegna lélegs viðhalds vega. Brýnt er að:a) Opna helstu ferðamannaleiðir tímanlega á vorin/snemmsumars. Alþekktur er akstur fram hjá sköflum, pollum og forarvilpum sem eru staðbundin vandamál og auðvelt að vinna úr og lagfæra.b) Koma efni í vegstæðið, almennt eru fjallvegir og vegslóðar orðnir svo niðurgrafnir að þeir fyllast af snjó í fyrsta hreti, sem leiðir til utanvegaaksturs. Að sama skapi liggur snjór lengur fram á vorið í vegstæðinu og síðan þá leysingavatn og aurbleyta, sem að sama skapi veldur utanvegaakstri þeirra sem lítt til þekkja. Sama gildir, að sumarlagi eru vegir oft illfærir vegna grjóts og þvottabretta.c) Opna svæði þar sem hreinn og klár utanvegaakstur yrði leyfður á eigin ábyrgð. Þetta yrðu afmörkuð svæði þar sem ferðalangar gætu fengið útrás og þannig hlíft svæðum þar sem spól utan vega er gjarnan stundað. Að sama skapi yrði gerð grein fyrir því að utanvegaakstur sé bannaður nema á þessum fyrirfram ákveðnum svæðum. Það auðveldar allt eftirlit með akstri að gera skýr skil á milli þess sem má og má ekki. Það að hafa sem flesta og fjölbreytilegasta vegslóða opna verður til þess að ferðalangar fara þekktar leiðir og velja hvað hentar með tilliti til getu ökumanns og farartækis, hvatinn til utanvegaaksturs yrði því hverfandi. Þar sem vegslóði er til staðar er almennt ekið, en ekki utan hans.d) Auka almenna kynningu og bæta merkingar. Því þarf að gera góð kort, líka fyrir GPS-tæki, merkja vegslóða í báða enda og stika vandfundna vegkafla. Skrá hvert leiðin liggur og hvernig hún er flokkuð með tilliti til ökutækis. Fræðsla skiptir hér höfuðmáli. Til sönnunar þess að utanvegaakstur sé vaxandi vandi eru dregnar fram í dagsljósið áratuga gamlar ljósmyndir af hjólförum frá þeim tímum er ferðamenn áttuðu sig ekki á mismunandi aðstæðum, að akstur um mosabrekkur getur skilið eftir sig sár sem valda rofi, þar sem akstur um önnur svæði verður til þess að gróður nemur land í hjólförunum. Staðreyndin er sú að akstur utan vega er víkjandi vandi! Einhver verstu náttúruspjöll síðustu ára eru hins vegar að mínu mati hinn nýi Suðurstrandarvegur, svo og sumir gönguslóðar sem gangandi umferð er farin að marka stjórnlaust í landið. Er kannski tímabært að skipta út rykföllnum utanvegaakstursmyndum fyrir gönguslóðamyndir?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar