Réttarstaða fátækra barna á Íslandi Þóra Jónsdóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun