Þróunarsamvinna Íslendinga Ólafur Karvel Pálsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Þann 21. mars 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga, með öllum atkvæðum nema einu, ályktun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016. Í upphafsorðum þessarar ályktunar segir m.a.: „Markmið Íslendinga með alþjóðlegri þróunarsamvinnu sé að leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Slegið er föstu að barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé áfram þungamiðja í stefnu Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Jafnframt verði lögð rík áhersla á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Íslensk þróunarsamvinna endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á.” Í aðdraganda jólahátíðar samþykkti Alþingi mikinn niðurskurð fjárveitinga til þróunarsamvinnu 2014. Í stað þeirra 4.332. milljóna króna sem ályktun Alþingis frá því í mars 2013 gerði ráð fyrir, samþykkti meirihluti þingmanna að framlag til þróunarsamvinnu verði 3.544 milljónir króna, sem er lækkun um 788 milljónir. Þar af verði framlag til Þróunarsamvinnustofnunar ekki 1.982 milljónir króna, eins og fyrirhugað var, heldur 1.593 milljónir króna, sem er lækkun um 389 milljónir.Mikið fé Þetta er mikið fé, sérstaklega í Afríku þar sem unnt er að framkvæma mun meira fyrir tiltekna upphæð en í vestrænum ríkjum. Þessi niðurskurður mun því leiða til þess að margvísleg verkefni í heilsugæslu og til menntunar ungmenna eða til drykkjarvatnsöflunar og jarðhitaverkefna, ná ekki fram að ganga, þrátt fyrir loforð íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Hvernig má það vera að jafn auðug þjóð og Íslendingar, með landsframleiðslu upp á 42 þúsund USD á mann, telur óhjákvæmilegt að skera svo harkalega niður stuðning sinn við þjóð eins og Malaví, sem er með landsframleiðslu upp á um 400 USD á mann, eða um 1% af landsframleiðslu Íslendinga? Hefur orðið annað hrun? Hafa orðið stórkostlegar náttúruhamfarir, t.d. gos í Kötlu, sem lagt hafa landið í auðn? Nei, slíku er víst ekki til að dreifa. Hvað með alþingismenn, sem áttu lokaákvörðunina í þessu máli? Hafa þeir alveg gleymt einróma samþykkt Alþingis frá síðasta vetri? Eða hafa nýkjörnir alþingismenn að stórum hluta allt aðra sýn í málefnum þróunarsamvinnu en forverar þeirra á þingi? Fróðlegt væri að heyra meira frá þeim sjálfum um þetta mál. Ef þessi afgreiðsla Alþingis á málefnum þróunarsamvinnu er til marks um það sem koma skal, þá virðast ekki efni til að vænta mikils af nýkjörnum alþingismönnum í málum eins og „baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum.” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 21. mars 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga, með öllum atkvæðum nema einu, ályktun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016. Í upphafsorðum þessarar ályktunar segir m.a.: „Markmið Íslendinga með alþjóðlegri þróunarsamvinnu sé að leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Slegið er föstu að barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé áfram þungamiðja í stefnu Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Jafnframt verði lögð rík áhersla á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Íslensk þróunarsamvinna endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á.” Í aðdraganda jólahátíðar samþykkti Alþingi mikinn niðurskurð fjárveitinga til þróunarsamvinnu 2014. Í stað þeirra 4.332. milljóna króna sem ályktun Alþingis frá því í mars 2013 gerði ráð fyrir, samþykkti meirihluti þingmanna að framlag til þróunarsamvinnu verði 3.544 milljónir króna, sem er lækkun um 788 milljónir. Þar af verði framlag til Þróunarsamvinnustofnunar ekki 1.982 milljónir króna, eins og fyrirhugað var, heldur 1.593 milljónir króna, sem er lækkun um 389 milljónir.Mikið fé Þetta er mikið fé, sérstaklega í Afríku þar sem unnt er að framkvæma mun meira fyrir tiltekna upphæð en í vestrænum ríkjum. Þessi niðurskurður mun því leiða til þess að margvísleg verkefni í heilsugæslu og til menntunar ungmenna eða til drykkjarvatnsöflunar og jarðhitaverkefna, ná ekki fram að ganga, þrátt fyrir loforð íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Hvernig má það vera að jafn auðug þjóð og Íslendingar, með landsframleiðslu upp á 42 þúsund USD á mann, telur óhjákvæmilegt að skera svo harkalega niður stuðning sinn við þjóð eins og Malaví, sem er með landsframleiðslu upp á um 400 USD á mann, eða um 1% af landsframleiðslu Íslendinga? Hefur orðið annað hrun? Hafa orðið stórkostlegar náttúruhamfarir, t.d. gos í Kötlu, sem lagt hafa landið í auðn? Nei, slíku er víst ekki til að dreifa. Hvað með alþingismenn, sem áttu lokaákvörðunina í þessu máli? Hafa þeir alveg gleymt einróma samþykkt Alþingis frá síðasta vetri? Eða hafa nýkjörnir alþingismenn að stórum hluta allt aðra sýn í málefnum þróunarsamvinnu en forverar þeirra á þingi? Fróðlegt væri að heyra meira frá þeim sjálfum um þetta mál. Ef þessi afgreiðsla Alþingis á málefnum þróunarsamvinnu er til marks um það sem koma skal, þá virðast ekki efni til að vænta mikils af nýkjörnum alþingismönnum í málum eins og „baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum.”
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar