Lífskjör og lítil fyrirtæki Guðjón Sigurbjartsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Fyrir hrun stefndi í að lífskjör hér væru almennt viðunandi en við hrunið drógumst við langt aftur úr þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við. Aukin ferðaþjónusta og tekjur af sjávarútvegi, t.d. góðar makrílgöngur, hafa bætt stöðuna nokkuð en útlit er fyrir að lífskjör okkar verði í mörg ár talsvert lélegri en í nágrannalöndunum. Margir lifa hér undir fátæktarmörkum, meðallaun eru lág og sár atgervisflótti. Það vantar skýra sýn og samheldni varðandi hvernig bæta á lífskjörin á landinu. Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður hafa verið meginundirstaðan en til framtíðar þarf fleiri stoðir. Upplýsingar liggja fyrir meðal annars í McKinsey-skýrslunni um hvað gera þarf en pólitíkin mun, að því er virðist, ekki ná saman um kröftugar aðgerðir, meira svona hálfkák. Fámenni í stóru norðlægu afskekktu landi, ónóg grunnmenntun, slök fjölmiðlun, margt er mótdrægt og betur má ef duga skal.Falda aflið Félag atvinnurekenda stendur nú fyrir átakinu Falda aflið, þar sem athyglinni er beint að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á vegum Samtaka atvinnulífsins er unnið að svipuðu verkefni. Til að bæta lífskjör í landinu er fátt mikilvægara en að bæta starfsumhverfi og vaxtarskilyrði minni fyrirtækjanna. Fyrirtæki með innan við tíu starfsmenn eru um 90 prósent atvinnulífsins. Fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn eru samtals 97 prósent allra fyrirtækja og veita um 2/3 af öllu starfandi fólki í landinu atvinnu, eða um 90 þúsund manns. Össur, Marel og CCP voru í byrjun lítil sprotafyrirtæki. Til að sem flest slík nái að vaxa úr grasi þarf þekkingu, gott starfsfólk, snaggaralegt regluverk, hæfilegt eftirlit og síðast en ekki síst fjármagn á samkeppnishæfum kjörum. Það síðastnefnda, fjármögnunartækifæri og fjármagnskostnaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja, er viðfangsefni þessa greinarkorns. Fyrirtæki eru í aðalatriðum fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Eigið fé ræðst af fjárhagslegri getu eigendanna sem leggja til þolinmótt fjármagn, en lánsfé kemur aðallega frá bönkum og lífeyrissjóðum. Hlutafélagaformið er mikilvægt meðal annars til að takmarka áhættu eigendanna við það fjármagn sem þeir leggja fram. En eigendur minni fyrirtækja þurfa samt yfirleitt að leggja fram viðbótartryggingar til að fá lán. Þetta veldur því að þegar illa gengur, sem er óhjákvæmilegt í mörgum tilvikum, ekki síst eftir hrun aldarinnar, lenda eigendur í ábyrgðum í skuldakreppu sem þeir ná seint eða aldrei út úr. Við hrunið stökkbreyttust skuldir fyrirtækja, mörg misstu tekjur og töpuðu jafnvel ár eftir ár. Aðgangur að fjármagni versnaði og vextir hækkuðu. Mörg fyrirtækjanna hafa gefist upp en önnur hvorki vilja né geta það til dæmis vegna ábyrgða eigendanna á fjárskuldbindingum. Þau fyrirtæki sem enn þrauka, gegn öllum líkum, eru mörg alltof skuldsett. Búið er að afskrifa umframskuldir af flestum stórfyrirtækjanna svo nemur hundruðum milljarða króna eða þau horfin af sjónarsviðinu. Stjórnvöld þurfa að hlutast til um að bankar og aðrir kröfuhafar afskrifi þann hluta skulda smærri fyrirtækja sem óraunsætt er að greiddar verði eða á mjög löngum tíma. Bankarnir vita af þörfinni og hafa í mörgum tilvikum lengt í skuldum en enginn þeirra vill ríða á vaðið og afskrifa óraunhæfar skuldir til að hinir bankarnir græði ekki á því. Það þarf samræmdar aðgerðir stjórnvalda til að þetta megi verða. Eftir hrun hafa bankarnir verið of varkárir í útlánum. Bankar ættu í núverandi ástandi að taka meiri en ekki minni áhættu en gert var fyrir hrun til að örva efnahagslífið.Aukið eigið fé Fyrirtækin þurfa einnig aukið eigið fé. Í lífeyrissjóðum er stór hluti sparnaðar launamanna. Sjóðirnir hafa eðlilega fjárfest í stærri fyrirtækjunum en allt of lítið í þeim 97 prósentum fyrirtækja sem 2/3 hlutar landsmanna vinna hjá. Þetta kemur niður á lífskjörum í landinu. Lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta jafnt í stórum sem smáum atvinnurekstri. Til þess geta þeir lagt fé í sjóði sem fjárfesta í minni og sprotafyrirtækjum og nýtt First North-markað Kauphallarinnar. Hvetja þarf almenning til hlutabréfakaupa með skattaafslætti. Til að keppa á jafnréttisgrundvelli þurfa fyrirtækin traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem gjaldgengur er á heimsvísu. Krónunni fylgja gjaldeyrishömlur, verðbólga, hátt vaxtastig, umsýslukostnaður og fleiri vandamál. Notum okkar fáu en góðu krafta betur og gerum gott úr okkar aðstæðum. Það er vitað hvað gera þarf. Það vantar bara að nýta þá þekkingu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hrun stefndi í að lífskjör hér væru almennt viðunandi en við hrunið drógumst við langt aftur úr þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við. Aukin ferðaþjónusta og tekjur af sjávarútvegi, t.d. góðar makrílgöngur, hafa bætt stöðuna nokkuð en útlit er fyrir að lífskjör okkar verði í mörg ár talsvert lélegri en í nágrannalöndunum. Margir lifa hér undir fátæktarmörkum, meðallaun eru lág og sár atgervisflótti. Það vantar skýra sýn og samheldni varðandi hvernig bæta á lífskjörin á landinu. Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður hafa verið meginundirstaðan en til framtíðar þarf fleiri stoðir. Upplýsingar liggja fyrir meðal annars í McKinsey-skýrslunni um hvað gera þarf en pólitíkin mun, að því er virðist, ekki ná saman um kröftugar aðgerðir, meira svona hálfkák. Fámenni í stóru norðlægu afskekktu landi, ónóg grunnmenntun, slök fjölmiðlun, margt er mótdrægt og betur má ef duga skal.Falda aflið Félag atvinnurekenda stendur nú fyrir átakinu Falda aflið, þar sem athyglinni er beint að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á vegum Samtaka atvinnulífsins er unnið að svipuðu verkefni. Til að bæta lífskjör í landinu er fátt mikilvægara en að bæta starfsumhverfi og vaxtarskilyrði minni fyrirtækjanna. Fyrirtæki með innan við tíu starfsmenn eru um 90 prósent atvinnulífsins. Fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn eru samtals 97 prósent allra fyrirtækja og veita um 2/3 af öllu starfandi fólki í landinu atvinnu, eða um 90 þúsund manns. Össur, Marel og CCP voru í byrjun lítil sprotafyrirtæki. Til að sem flest slík nái að vaxa úr grasi þarf þekkingu, gott starfsfólk, snaggaralegt regluverk, hæfilegt eftirlit og síðast en ekki síst fjármagn á samkeppnishæfum kjörum. Það síðastnefnda, fjármögnunartækifæri og fjármagnskostnaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja, er viðfangsefni þessa greinarkorns. Fyrirtæki eru í aðalatriðum fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Eigið fé ræðst af fjárhagslegri getu eigendanna sem leggja til þolinmótt fjármagn, en lánsfé kemur aðallega frá bönkum og lífeyrissjóðum. Hlutafélagaformið er mikilvægt meðal annars til að takmarka áhættu eigendanna við það fjármagn sem þeir leggja fram. En eigendur minni fyrirtækja þurfa samt yfirleitt að leggja fram viðbótartryggingar til að fá lán. Þetta veldur því að þegar illa gengur, sem er óhjákvæmilegt í mörgum tilvikum, ekki síst eftir hrun aldarinnar, lenda eigendur í ábyrgðum í skuldakreppu sem þeir ná seint eða aldrei út úr. Við hrunið stökkbreyttust skuldir fyrirtækja, mörg misstu tekjur og töpuðu jafnvel ár eftir ár. Aðgangur að fjármagni versnaði og vextir hækkuðu. Mörg fyrirtækjanna hafa gefist upp en önnur hvorki vilja né geta það til dæmis vegna ábyrgða eigendanna á fjárskuldbindingum. Þau fyrirtæki sem enn þrauka, gegn öllum líkum, eru mörg alltof skuldsett. Búið er að afskrifa umframskuldir af flestum stórfyrirtækjanna svo nemur hundruðum milljarða króna eða þau horfin af sjónarsviðinu. Stjórnvöld þurfa að hlutast til um að bankar og aðrir kröfuhafar afskrifi þann hluta skulda smærri fyrirtækja sem óraunsætt er að greiddar verði eða á mjög löngum tíma. Bankarnir vita af þörfinni og hafa í mörgum tilvikum lengt í skuldum en enginn þeirra vill ríða á vaðið og afskrifa óraunhæfar skuldir til að hinir bankarnir græði ekki á því. Það þarf samræmdar aðgerðir stjórnvalda til að þetta megi verða. Eftir hrun hafa bankarnir verið of varkárir í útlánum. Bankar ættu í núverandi ástandi að taka meiri en ekki minni áhættu en gert var fyrir hrun til að örva efnahagslífið.Aukið eigið fé Fyrirtækin þurfa einnig aukið eigið fé. Í lífeyrissjóðum er stór hluti sparnaðar launamanna. Sjóðirnir hafa eðlilega fjárfest í stærri fyrirtækjunum en allt of lítið í þeim 97 prósentum fyrirtækja sem 2/3 hlutar landsmanna vinna hjá. Þetta kemur niður á lífskjörum í landinu. Lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta jafnt í stórum sem smáum atvinnurekstri. Til þess geta þeir lagt fé í sjóði sem fjárfesta í minni og sprotafyrirtækjum og nýtt First North-markað Kauphallarinnar. Hvetja þarf almenning til hlutabréfakaupa með skattaafslætti. Til að keppa á jafnréttisgrundvelli þurfa fyrirtækin traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem gjaldgengur er á heimsvísu. Krónunni fylgja gjaldeyrishömlur, verðbólga, hátt vaxtastig, umsýslukostnaður og fleiri vandamál. Notum okkar fáu en góðu krafta betur og gerum gott úr okkar aðstæðum. Það er vitað hvað gera þarf. Það vantar bara að nýta þá þekkingu betur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun