Lífskjör og lítil fyrirtæki Guðjón Sigurbjartsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Fyrir hrun stefndi í að lífskjör hér væru almennt viðunandi en við hrunið drógumst við langt aftur úr þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við. Aukin ferðaþjónusta og tekjur af sjávarútvegi, t.d. góðar makrílgöngur, hafa bætt stöðuna nokkuð en útlit er fyrir að lífskjör okkar verði í mörg ár talsvert lélegri en í nágrannalöndunum. Margir lifa hér undir fátæktarmörkum, meðallaun eru lág og sár atgervisflótti. Það vantar skýra sýn og samheldni varðandi hvernig bæta á lífskjörin á landinu. Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður hafa verið meginundirstaðan en til framtíðar þarf fleiri stoðir. Upplýsingar liggja fyrir meðal annars í McKinsey-skýrslunni um hvað gera þarf en pólitíkin mun, að því er virðist, ekki ná saman um kröftugar aðgerðir, meira svona hálfkák. Fámenni í stóru norðlægu afskekktu landi, ónóg grunnmenntun, slök fjölmiðlun, margt er mótdrægt og betur má ef duga skal.Falda aflið Félag atvinnurekenda stendur nú fyrir átakinu Falda aflið, þar sem athyglinni er beint að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á vegum Samtaka atvinnulífsins er unnið að svipuðu verkefni. Til að bæta lífskjör í landinu er fátt mikilvægara en að bæta starfsumhverfi og vaxtarskilyrði minni fyrirtækjanna. Fyrirtæki með innan við tíu starfsmenn eru um 90 prósent atvinnulífsins. Fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn eru samtals 97 prósent allra fyrirtækja og veita um 2/3 af öllu starfandi fólki í landinu atvinnu, eða um 90 þúsund manns. Össur, Marel og CCP voru í byrjun lítil sprotafyrirtæki. Til að sem flest slík nái að vaxa úr grasi þarf þekkingu, gott starfsfólk, snaggaralegt regluverk, hæfilegt eftirlit og síðast en ekki síst fjármagn á samkeppnishæfum kjörum. Það síðastnefnda, fjármögnunartækifæri og fjármagnskostnaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja, er viðfangsefni þessa greinarkorns. Fyrirtæki eru í aðalatriðum fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Eigið fé ræðst af fjárhagslegri getu eigendanna sem leggja til þolinmótt fjármagn, en lánsfé kemur aðallega frá bönkum og lífeyrissjóðum. Hlutafélagaformið er mikilvægt meðal annars til að takmarka áhættu eigendanna við það fjármagn sem þeir leggja fram. En eigendur minni fyrirtækja þurfa samt yfirleitt að leggja fram viðbótartryggingar til að fá lán. Þetta veldur því að þegar illa gengur, sem er óhjákvæmilegt í mörgum tilvikum, ekki síst eftir hrun aldarinnar, lenda eigendur í ábyrgðum í skuldakreppu sem þeir ná seint eða aldrei út úr. Við hrunið stökkbreyttust skuldir fyrirtækja, mörg misstu tekjur og töpuðu jafnvel ár eftir ár. Aðgangur að fjármagni versnaði og vextir hækkuðu. Mörg fyrirtækjanna hafa gefist upp en önnur hvorki vilja né geta það til dæmis vegna ábyrgða eigendanna á fjárskuldbindingum. Þau fyrirtæki sem enn þrauka, gegn öllum líkum, eru mörg alltof skuldsett. Búið er að afskrifa umframskuldir af flestum stórfyrirtækjanna svo nemur hundruðum milljarða króna eða þau horfin af sjónarsviðinu. Stjórnvöld þurfa að hlutast til um að bankar og aðrir kröfuhafar afskrifi þann hluta skulda smærri fyrirtækja sem óraunsætt er að greiddar verði eða á mjög löngum tíma. Bankarnir vita af þörfinni og hafa í mörgum tilvikum lengt í skuldum en enginn þeirra vill ríða á vaðið og afskrifa óraunhæfar skuldir til að hinir bankarnir græði ekki á því. Það þarf samræmdar aðgerðir stjórnvalda til að þetta megi verða. Eftir hrun hafa bankarnir verið of varkárir í útlánum. Bankar ættu í núverandi ástandi að taka meiri en ekki minni áhættu en gert var fyrir hrun til að örva efnahagslífið.Aukið eigið fé Fyrirtækin þurfa einnig aukið eigið fé. Í lífeyrissjóðum er stór hluti sparnaðar launamanna. Sjóðirnir hafa eðlilega fjárfest í stærri fyrirtækjunum en allt of lítið í þeim 97 prósentum fyrirtækja sem 2/3 hlutar landsmanna vinna hjá. Þetta kemur niður á lífskjörum í landinu. Lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta jafnt í stórum sem smáum atvinnurekstri. Til þess geta þeir lagt fé í sjóði sem fjárfesta í minni og sprotafyrirtækjum og nýtt First North-markað Kauphallarinnar. Hvetja þarf almenning til hlutabréfakaupa með skattaafslætti. Til að keppa á jafnréttisgrundvelli þurfa fyrirtækin traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem gjaldgengur er á heimsvísu. Krónunni fylgja gjaldeyrishömlur, verðbólga, hátt vaxtastig, umsýslukostnaður og fleiri vandamál. Notum okkar fáu en góðu krafta betur og gerum gott úr okkar aðstæðum. Það er vitað hvað gera þarf. Það vantar bara að nýta þá þekkingu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir hrun stefndi í að lífskjör hér væru almennt viðunandi en við hrunið drógumst við langt aftur úr þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við. Aukin ferðaþjónusta og tekjur af sjávarútvegi, t.d. góðar makrílgöngur, hafa bætt stöðuna nokkuð en útlit er fyrir að lífskjör okkar verði í mörg ár talsvert lélegri en í nágrannalöndunum. Margir lifa hér undir fátæktarmörkum, meðallaun eru lág og sár atgervisflótti. Það vantar skýra sýn og samheldni varðandi hvernig bæta á lífskjörin á landinu. Sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður hafa verið meginundirstaðan en til framtíðar þarf fleiri stoðir. Upplýsingar liggja fyrir meðal annars í McKinsey-skýrslunni um hvað gera þarf en pólitíkin mun, að því er virðist, ekki ná saman um kröftugar aðgerðir, meira svona hálfkák. Fámenni í stóru norðlægu afskekktu landi, ónóg grunnmenntun, slök fjölmiðlun, margt er mótdrægt og betur má ef duga skal.Falda aflið Félag atvinnurekenda stendur nú fyrir átakinu Falda aflið, þar sem athyglinni er beint að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á vegum Samtaka atvinnulífsins er unnið að svipuðu verkefni. Til að bæta lífskjör í landinu er fátt mikilvægara en að bæta starfsumhverfi og vaxtarskilyrði minni fyrirtækjanna. Fyrirtæki með innan við tíu starfsmenn eru um 90 prósent atvinnulífsins. Fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn eru samtals 97 prósent allra fyrirtækja og veita um 2/3 af öllu starfandi fólki í landinu atvinnu, eða um 90 þúsund manns. Össur, Marel og CCP voru í byrjun lítil sprotafyrirtæki. Til að sem flest slík nái að vaxa úr grasi þarf þekkingu, gott starfsfólk, snaggaralegt regluverk, hæfilegt eftirlit og síðast en ekki síst fjármagn á samkeppnishæfum kjörum. Það síðastnefnda, fjármögnunartækifæri og fjármagnskostnaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja, er viðfangsefni þessa greinarkorns. Fyrirtæki eru í aðalatriðum fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Eigið fé ræðst af fjárhagslegri getu eigendanna sem leggja til þolinmótt fjármagn, en lánsfé kemur aðallega frá bönkum og lífeyrissjóðum. Hlutafélagaformið er mikilvægt meðal annars til að takmarka áhættu eigendanna við það fjármagn sem þeir leggja fram. En eigendur minni fyrirtækja þurfa samt yfirleitt að leggja fram viðbótartryggingar til að fá lán. Þetta veldur því að þegar illa gengur, sem er óhjákvæmilegt í mörgum tilvikum, ekki síst eftir hrun aldarinnar, lenda eigendur í ábyrgðum í skuldakreppu sem þeir ná seint eða aldrei út úr. Við hrunið stökkbreyttust skuldir fyrirtækja, mörg misstu tekjur og töpuðu jafnvel ár eftir ár. Aðgangur að fjármagni versnaði og vextir hækkuðu. Mörg fyrirtækjanna hafa gefist upp en önnur hvorki vilja né geta það til dæmis vegna ábyrgða eigendanna á fjárskuldbindingum. Þau fyrirtæki sem enn þrauka, gegn öllum líkum, eru mörg alltof skuldsett. Búið er að afskrifa umframskuldir af flestum stórfyrirtækjanna svo nemur hundruðum milljarða króna eða þau horfin af sjónarsviðinu. Stjórnvöld þurfa að hlutast til um að bankar og aðrir kröfuhafar afskrifi þann hluta skulda smærri fyrirtækja sem óraunsætt er að greiddar verði eða á mjög löngum tíma. Bankarnir vita af þörfinni og hafa í mörgum tilvikum lengt í skuldum en enginn þeirra vill ríða á vaðið og afskrifa óraunhæfar skuldir til að hinir bankarnir græði ekki á því. Það þarf samræmdar aðgerðir stjórnvalda til að þetta megi verða. Eftir hrun hafa bankarnir verið of varkárir í útlánum. Bankar ættu í núverandi ástandi að taka meiri en ekki minni áhættu en gert var fyrir hrun til að örva efnahagslífið.Aukið eigið fé Fyrirtækin þurfa einnig aukið eigið fé. Í lífeyrissjóðum er stór hluti sparnaðar launamanna. Sjóðirnir hafa eðlilega fjárfest í stærri fyrirtækjunum en allt of lítið í þeim 97 prósentum fyrirtækja sem 2/3 hlutar landsmanna vinna hjá. Þetta kemur niður á lífskjörum í landinu. Lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta jafnt í stórum sem smáum atvinnurekstri. Til þess geta þeir lagt fé í sjóði sem fjárfesta í minni og sprotafyrirtækjum og nýtt First North-markað Kauphallarinnar. Hvetja þarf almenning til hlutabréfakaupa með skattaafslætti. Til að keppa á jafnréttisgrundvelli þurfa fyrirtækin traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem gjaldgengur er á heimsvísu. Krónunni fylgja gjaldeyrishömlur, verðbólga, hátt vaxtastig, umsýslukostnaður og fleiri vandamál. Notum okkar fáu en góðu krafta betur og gerum gott úr okkar aðstæðum. Það er vitað hvað gera þarf. Það vantar bara að nýta þá þekkingu betur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar