Strákarnir okkar Gunnar Páll Leifsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Nei, ég er ekki að tala um karlalandslið okkar í handbolta- eða fótbolta. Ég er að tala um strákana okkar sem eru í grunnskólum landsins. Og stelpurnar. Mikið hefur verið fjallað um útkomu PISA-könnunarinnar frá 2012 í fjölmiðlum. Sérstaklega eru miklar áhyggjur af strákunum okkar og lesskilningi þeirra. Frammistaða þeirra á lestrarprófinu var mun lakari en stelpnanna og veldur það mörgum áhyggjum. Enda viljum við börnunum okkar það besta og þegar við lesum svona greinar er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur, er ekki svo? Að mínu mati hefur þessi umræða farið fram með fullmiklu offorsi. Víða er verið að ræða um breytingar á skólakerfinu eða námsefni, ábyrgð foreldra o.fl. Það er gott og blessað, en tel að það sé ástæða til að staldra aðeins við. Tölfræði getur verið mjög gagnleg en það þarf að fara varlega með hana, og túlka hana t.d. með hliðsjón af því sem er að gerast í kringum okkur. Erum við svona sérstök hvað þennan kynjamun varðar? Hefur fólk skoðað frammistöðu barnanna í löndunum í kringum okkur og víðar? Ég get ekki sagt að niðurstöðurnar hafi komið mér á óvart en mig grunar að hún gæti komið sumum á óvart. Skoðum aðeins samanburðinn við önnur lönd í kringum okkur.Ekki bundið við Ísland Í PISA-könnuninni árið 2000 skoruðu strákar 40 stigum minna en stelpur í lestrarprófinu (488 á móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-ríkjunum sem tóku þátt í rannsókninni þá sýndu fram á marktækan og sambærilegan mun og fannst hér á landi. Meðaltal munar í frammistöðu þeirra landa (27 talsins) var 32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti um hin 12 löndin sem tóku þátt í könnuninni þá en eru ekki OECD-ríki. Þessi munur er enn til staðar 12 árum seinna, í öllum OECD-ríkjunum 34, sem og hinum ríkjunum sem tóku þátt árið 2012 (31 talsins). Nú er munurinn að vísu meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem og annars staðar í OECD-löndunum (meðaltal 38 stig). Hvað það er sem veldur þessum mun milli mælinga er vandséð, en ljóst er að bæði þessi kynjamunur og að það sé enn meiri kynjamunur nú en árið 2000 er ekki bundið við Ísland. Stelpur hafa verið betri í lestri en strákar síðan PISA-mælingar hófust, og líklega talsvert lengur en það. Munurinn finnst í öllum hinum löndunum í könnunni og líklega í öllum heiminum. Það segir mér að þessi munur sé ekki tilkominn vegna menningarmunar eða kennslufræðilegra eiginleika. Líklegra þykir mér að það sé vegna kynjamunar í taugaþroska heilans. En það er önnur saga. Mér finnst við þurfa hafa þetta í huga áður en við förum að halda að strákarnir okkar séu svo mikið frábrugðnari strákum í öðrum ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Nei, ég er ekki að tala um karlalandslið okkar í handbolta- eða fótbolta. Ég er að tala um strákana okkar sem eru í grunnskólum landsins. Og stelpurnar. Mikið hefur verið fjallað um útkomu PISA-könnunarinnar frá 2012 í fjölmiðlum. Sérstaklega eru miklar áhyggjur af strákunum okkar og lesskilningi þeirra. Frammistaða þeirra á lestrarprófinu var mun lakari en stelpnanna og veldur það mörgum áhyggjum. Enda viljum við börnunum okkar það besta og þegar við lesum svona greinar er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur, er ekki svo? Að mínu mati hefur þessi umræða farið fram með fullmiklu offorsi. Víða er verið að ræða um breytingar á skólakerfinu eða námsefni, ábyrgð foreldra o.fl. Það er gott og blessað, en tel að það sé ástæða til að staldra aðeins við. Tölfræði getur verið mjög gagnleg en það þarf að fara varlega með hana, og túlka hana t.d. með hliðsjón af því sem er að gerast í kringum okkur. Erum við svona sérstök hvað þennan kynjamun varðar? Hefur fólk skoðað frammistöðu barnanna í löndunum í kringum okkur og víðar? Ég get ekki sagt að niðurstöðurnar hafi komið mér á óvart en mig grunar að hún gæti komið sumum á óvart. Skoðum aðeins samanburðinn við önnur lönd í kringum okkur.Ekki bundið við Ísland Í PISA-könnuninni árið 2000 skoruðu strákar 40 stigum minna en stelpur í lestrarprófinu (488 á móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-ríkjunum sem tóku þátt í rannsókninni þá sýndu fram á marktækan og sambærilegan mun og fannst hér á landi. Meðaltal munar í frammistöðu þeirra landa (27 talsins) var 32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti um hin 12 löndin sem tóku þátt í könnuninni þá en eru ekki OECD-ríki. Þessi munur er enn til staðar 12 árum seinna, í öllum OECD-ríkjunum 34, sem og hinum ríkjunum sem tóku þátt árið 2012 (31 talsins). Nú er munurinn að vísu meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem og annars staðar í OECD-löndunum (meðaltal 38 stig). Hvað það er sem veldur þessum mun milli mælinga er vandséð, en ljóst er að bæði þessi kynjamunur og að það sé enn meiri kynjamunur nú en árið 2000 er ekki bundið við Ísland. Stelpur hafa verið betri í lestri en strákar síðan PISA-mælingar hófust, og líklega talsvert lengur en það. Munurinn finnst í öllum hinum löndunum í könnunni og líklega í öllum heiminum. Það segir mér að þessi munur sé ekki tilkominn vegna menningarmunar eða kennslufræðilegra eiginleika. Líklegra þykir mér að það sé vegna kynjamunar í taugaþroska heilans. En það er önnur saga. Mér finnst við þurfa hafa þetta í huga áður en við förum að halda að strákarnir okkar séu svo mikið frábrugðnari strákum í öðrum ríkjum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar