Strákarnir okkar Gunnar Páll Leifsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Nei, ég er ekki að tala um karlalandslið okkar í handbolta- eða fótbolta. Ég er að tala um strákana okkar sem eru í grunnskólum landsins. Og stelpurnar. Mikið hefur verið fjallað um útkomu PISA-könnunarinnar frá 2012 í fjölmiðlum. Sérstaklega eru miklar áhyggjur af strákunum okkar og lesskilningi þeirra. Frammistaða þeirra á lestrarprófinu var mun lakari en stelpnanna og veldur það mörgum áhyggjum. Enda viljum við börnunum okkar það besta og þegar við lesum svona greinar er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur, er ekki svo? Að mínu mati hefur þessi umræða farið fram með fullmiklu offorsi. Víða er verið að ræða um breytingar á skólakerfinu eða námsefni, ábyrgð foreldra o.fl. Það er gott og blessað, en tel að það sé ástæða til að staldra aðeins við. Tölfræði getur verið mjög gagnleg en það þarf að fara varlega með hana, og túlka hana t.d. með hliðsjón af því sem er að gerast í kringum okkur. Erum við svona sérstök hvað þennan kynjamun varðar? Hefur fólk skoðað frammistöðu barnanna í löndunum í kringum okkur og víðar? Ég get ekki sagt að niðurstöðurnar hafi komið mér á óvart en mig grunar að hún gæti komið sumum á óvart. Skoðum aðeins samanburðinn við önnur lönd í kringum okkur.Ekki bundið við Ísland Í PISA-könnuninni árið 2000 skoruðu strákar 40 stigum minna en stelpur í lestrarprófinu (488 á móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-ríkjunum sem tóku þátt í rannsókninni þá sýndu fram á marktækan og sambærilegan mun og fannst hér á landi. Meðaltal munar í frammistöðu þeirra landa (27 talsins) var 32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti um hin 12 löndin sem tóku þátt í könnuninni þá en eru ekki OECD-ríki. Þessi munur er enn til staðar 12 árum seinna, í öllum OECD-ríkjunum 34, sem og hinum ríkjunum sem tóku þátt árið 2012 (31 talsins). Nú er munurinn að vísu meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem og annars staðar í OECD-löndunum (meðaltal 38 stig). Hvað það er sem veldur þessum mun milli mælinga er vandséð, en ljóst er að bæði þessi kynjamunur og að það sé enn meiri kynjamunur nú en árið 2000 er ekki bundið við Ísland. Stelpur hafa verið betri í lestri en strákar síðan PISA-mælingar hófust, og líklega talsvert lengur en það. Munurinn finnst í öllum hinum löndunum í könnunni og líklega í öllum heiminum. Það segir mér að þessi munur sé ekki tilkominn vegna menningarmunar eða kennslufræðilegra eiginleika. Líklegra þykir mér að það sé vegna kynjamunar í taugaþroska heilans. En það er önnur saga. Mér finnst við þurfa hafa þetta í huga áður en við förum að halda að strákarnir okkar séu svo mikið frábrugðnari strákum í öðrum ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nei, ég er ekki að tala um karlalandslið okkar í handbolta- eða fótbolta. Ég er að tala um strákana okkar sem eru í grunnskólum landsins. Og stelpurnar. Mikið hefur verið fjallað um útkomu PISA-könnunarinnar frá 2012 í fjölmiðlum. Sérstaklega eru miklar áhyggjur af strákunum okkar og lesskilningi þeirra. Frammistaða þeirra á lestrarprófinu var mun lakari en stelpnanna og veldur það mörgum áhyggjum. Enda viljum við börnunum okkar það besta og þegar við lesum svona greinar er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur, er ekki svo? Að mínu mati hefur þessi umræða farið fram með fullmiklu offorsi. Víða er verið að ræða um breytingar á skólakerfinu eða námsefni, ábyrgð foreldra o.fl. Það er gott og blessað, en tel að það sé ástæða til að staldra aðeins við. Tölfræði getur verið mjög gagnleg en það þarf að fara varlega með hana, og túlka hana t.d. með hliðsjón af því sem er að gerast í kringum okkur. Erum við svona sérstök hvað þennan kynjamun varðar? Hefur fólk skoðað frammistöðu barnanna í löndunum í kringum okkur og víðar? Ég get ekki sagt að niðurstöðurnar hafi komið mér á óvart en mig grunar að hún gæti komið sumum á óvart. Skoðum aðeins samanburðinn við önnur lönd í kringum okkur.Ekki bundið við Ísland Í PISA-könnuninni árið 2000 skoruðu strákar 40 stigum minna en stelpur í lestrarprófinu (488 á móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-ríkjunum sem tóku þátt í rannsókninni þá sýndu fram á marktækan og sambærilegan mun og fannst hér á landi. Meðaltal munar í frammistöðu þeirra landa (27 talsins) var 32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti um hin 12 löndin sem tóku þátt í könnuninni þá en eru ekki OECD-ríki. Þessi munur er enn til staðar 12 árum seinna, í öllum OECD-ríkjunum 34, sem og hinum ríkjunum sem tóku þátt árið 2012 (31 talsins). Nú er munurinn að vísu meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem og annars staðar í OECD-löndunum (meðaltal 38 stig). Hvað það er sem veldur þessum mun milli mælinga er vandséð, en ljóst er að bæði þessi kynjamunur og að það sé enn meiri kynjamunur nú en árið 2000 er ekki bundið við Ísland. Stelpur hafa verið betri í lestri en strákar síðan PISA-mælingar hófust, og líklega talsvert lengur en það. Munurinn finnst í öllum hinum löndunum í könnunni og líklega í öllum heiminum. Það segir mér að þessi munur sé ekki tilkominn vegna menningarmunar eða kennslufræðilegra eiginleika. Líklegra þykir mér að það sé vegna kynjamunar í taugaþroska heilans. En það er önnur saga. Mér finnst við þurfa hafa þetta í huga áður en við förum að halda að strákarnir okkar séu svo mikið frábrugðnari strákum í öðrum ríkjum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar