Erlendir nemendur: Happafengur Gunnar Karlsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar