Erlendir nemendur: Happafengur Gunnar Karlsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun