Erlendir nemendur: Happafengur Gunnar Karlsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins mánudaginn 9. desember var sagt frá því að erlendir háskólanemar á Íslandi kostuðu 500 milljónir. Í fréttinni sjálfri var sagt að 1.152 útlendir nemendur stunduðu nám við Háskóla Íslands í vetur. Þeir lykju 8% af námseiningum við stofnunina, og 8% af „kennslufjárveitingum“ til Háskólans næmu 500 milljónum. Lög heimiluðu aðeins 75.000 króna innritunargjöld af hverjum nemanda svo að reikna má út að eitthvað rúmlega 400 milljónir vanti upp á að útlendu nemendurnir stæðu undir kostnaði.Góðir og sterkir nemendur Tveir starfsmenn Háskólans tjá sig um þetta í fréttinni og mæla þessum útgjöldum nokkra bót. Forstöðumaður skrifstofu alþjóðasamskipta við stofnunina segir að við fáum góða og sterka nemendur sem auðgi Háskólann og gott orðspor hans fari víða. Framkvæmdastjóri reksturs og fjármála bendir á að Íslendingar stundi nám víðs vegar um heiminn án þess að greiða kostnað af því. Þetta eru góðar röksemdir, samt er nærtækast að lesa fréttina svo að einhver sé að telja þetta eftir. Því finnst mér ástæða til að fara nánar ofan í málið. Ástæðum þess að útlendir stúdentar sækjast eftir námi í íslenskum háskóla má skipta í tvennt. Annars vegar gera þeir það af því að þeir vilja afla sér þekkingar á sérkennilegum verðmætum sem Ísland og Íslendingar hafa að bjóða. Ekki svo að skilja að Íslendingar búi yfir eitthvað merkari verðmætum en íbúar annarra landa, allir hafa eitthvað sérstætt að bjóða, og hjá okkur eru það einkum íslenskar fornbókmenntir og íslensk náttúra. Það er beinlínis hlutverk okkar í heiminum að miðla þessum verðmætum til annars fólks, og það er okkar gróði.Ekki bara tekjurnar Ég er ekki að tala um tekjur af ferðamönnum, þótt ég þykist vita að sú þekking sem Háskóli Íslands veitir útlendingum á bókmenntum og náttúru landsins skili okkur meira en 500 milljónum á ári. Ég er að tala um lífsnautn okkar sjálfra, heilbrigt stolt og ánægju af að geta lagt eitthvað fram til að gera heiminn auðugri og skemmtilegri en ella. Hins vegar koma hingað á síðustu árum margir háskólanemar til að nema fræði sem eru öllum menntuðum hluta heimsins sameiginleg, í heilbrigðisvísindum, verkfræði, raunvísindum, félagsvísindum. Ekki veit ég hvers vegna í ósköpunum þeir koma. En ég er sannfærður um að það sé ómetanlegt fyrir okkur, eins smá og við erum í heiminum, að eignast út um allan heim fólk með sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum sem hefur raunveruleg kynni af Íslandi og finnst jafnvel að það eigi því þakkarskuld að gjalda. Við erum að stríða við að halda uppi tæknivæddu menningarsamfélagi, ótrúlega fá og með tungumál sem nánast engir aðrir skilja. Við erum óhjákvæmilega í einangrunarhættu og þurfum því umfram flest annað að eiga tengsl við umheiminn. En erum við ekki í fjárþröng, Íslendingar? Alls ekki, hér eru nógir peningar ef við bara leigjum á eðlilegu verði réttinn til að veiða fiskinn í lögsögu okkar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun