Af skornum skammti: Heilsugæsla Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2013 07:00 Tilfærsla peninga á milli knýjandi verkefna er ekki öfundsvert hlutskipti. Því fylgir oft að vandanum er ekki bara skotið á frest, heldur fluttur hreppaflutningum. Þessi lenska hefur líka tíðkast innan heilbrigðiskerfisins. Verkefnin og þörfin gufa ekki endilega upp þó þjónustan sé ekki lengur til staðar eða seglin rifuð. Þegar dregið er saman í heilsugæslu, heimilislæknum fækkar eða heil héruð verða læknislaus er leitað annað. Þetta annað er yfirleitt Landspítali. Þess vegna þarf dýran og óhagkvæman flugvöll í túnfæti hans. Á Landspítala eru allar dyr opnar. Alltaf og fyrir alla. En nú bregður svo við að færri fást til að standa þar vaktina. Læknar skila sér ekki í lausar stöður og lausum stöðum fjölgar enn ef fram heldur sem horfir. Þannig bítur einn í annars skott. Læknaskortur á hvorum tveggja vígstöðvum og spírallinn spinnur niður. Þjónustu hrakar og álag á starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem auðveldlega mætti leysa heima í héraði og hjá heimilislækni flyst á Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu dýrari. Raunkostnaður þjóðfélagsins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda og veikastir eru. Þetta hafa meira að segja svokallaðir excel-sérfræðingar bent á í skýrslum sem liggja í skúffum á æðstu stöðum. Það er umhugsunarvert að enn skuli áformað að draga úr fjárveitingum til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver verður afleiðing þess að draga saman fjárveitingar sem nemur rekstri einnar heilsugæslustöðvar? Á að loka á Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mosfellsbæ eða jafnvel í Kópavogi? Verður það kannski í efra Breiðholti?Þingmenn standi með stefnumótun Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki við debet- og kreditfærslu ríkisreiknings. Þeir verða að velja. Standa með stefnumótun sinni. Líka þeirri sem snýr að heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Koma með ábyrga langtímastefnu. Spurt er, hvar á að hagræða? Verður það bara fyrirburamóttaka heilsugæslunnar sem víkur eða bætist þar í hóp þjónusta við börn með þroskavanda og hegðunarmisfellur? Dregið úr framlögum til framhaldsnáms lækna næstu kynslóða sem vilja mennta sig hér heima? Hvert leita foreldrar með fyrirburana sína? Hverjir kenna ungum læknum sem vilja mennta sig í heimilis- eða héraðslækningum? Er bara betra að það sé í Svíþjóð og þeir hverfi af íslenskum vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á heilsugæsla að þróast, breytast og bæta þjónustu á næstu árum? Frumheilsugæsla er viðkvæm þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel skipulögð léttir hún á öðrum og dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti að standa vörð um. Líka kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Hver er afstaða þeirra? Að þetta sé ekki þeirra ársreikningur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar geti leitað annað? Tilfærsla fjárveitinga frá heilsugæslu léttir ekki á heldur eykur vanda annars staðar í kerfinu. Bítur þá sem síst skyldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Tilfærsla peninga á milli knýjandi verkefna er ekki öfundsvert hlutskipti. Því fylgir oft að vandanum er ekki bara skotið á frest, heldur fluttur hreppaflutningum. Þessi lenska hefur líka tíðkast innan heilbrigðiskerfisins. Verkefnin og þörfin gufa ekki endilega upp þó þjónustan sé ekki lengur til staðar eða seglin rifuð. Þegar dregið er saman í heilsugæslu, heimilislæknum fækkar eða heil héruð verða læknislaus er leitað annað. Þetta annað er yfirleitt Landspítali. Þess vegna þarf dýran og óhagkvæman flugvöll í túnfæti hans. Á Landspítala eru allar dyr opnar. Alltaf og fyrir alla. En nú bregður svo við að færri fást til að standa þar vaktina. Læknar skila sér ekki í lausar stöður og lausum stöðum fjölgar enn ef fram heldur sem horfir. Þannig bítur einn í annars skott. Læknaskortur á hvorum tveggja vígstöðvum og spírallinn spinnur niður. Þjónustu hrakar og álag á starfsfólk eykst. Heilsuvandi sem auðveldlega mætti leysa heima í héraði og hjá heimilislækni flyst á Landspítala. Í dýrari úrræði. Miklu dýrari. Raunkostnaður þjóðfélagsins eykst. Allir tapa. Mest þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda og veikastir eru. Þetta hafa meira að segja svokallaðir excel-sérfræðingar bent á í skýrslum sem liggja í skúffum á æðstu stöðum. Það er umhugsunarvert að enn skuli áformað að draga úr fjárveitingum til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hver verður afleiðing þess að draga saman fjárveitingar sem nemur rekstri einnar heilsugæslustöðvar? Á að loka á Seltjarnarnesi, í Garðabæ eða Mosfellsbæ eða jafnvel í Kópavogi? Verður það kannski í efra Breiðholti?Þingmenn standi með stefnumótun Ábyrgð alþingismanna lýkur ekki við debet- og kreditfærslu ríkisreiknings. Þeir verða að velja. Standa með stefnumótun sinni. Líka þeirri sem snýr að heilsugæslunni. Á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Koma með ábyrga langtímastefnu. Spurt er, hvar á að hagræða? Verður það bara fyrirburamóttaka heilsugæslunnar sem víkur eða bætist þar í hóp þjónusta við börn með þroskavanda og hegðunarmisfellur? Dregið úr framlögum til framhaldsnáms lækna næstu kynslóða sem vilja mennta sig hér heima? Hvert leita foreldrar með fyrirburana sína? Hverjir kenna ungum læknum sem vilja mennta sig í heimilis- eða héraðslækningum? Er bara betra að það sé í Svíþjóð og þeir hverfi af íslenskum vinnumarkaði í 4 til 6 ár? Hvernig á heilsugæsla að þróast, breytast og bæta þjónustu á næstu árum? Frumheilsugæsla er viðkvæm þjónusta. Hún er hagkvæm. Vel skipulögð léttir hún á öðrum og dýrari úrræðum. Þetta er þjónusta sem er þjóðhagslega mikilvæg. Hún er öryggisnet fyrir íbúa og hluti af þjónustu sem hvert bæjarfélag ætti að standa vörð um. Líka kjörnir fulltrúar í bæjarstjórnun á höfuðborgarsvæðinu. Hver er afstaða þeirra? Að þetta sé ekki þeirra ársreikningur – ekki þeirra höfuðverkur? Íbúar geti leitað annað? Tilfærsla fjárveitinga frá heilsugæslu léttir ekki á heldur eykur vanda annars staðar í kerfinu. Bítur þá sem síst skyldi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar