Lífið

Heví gott sánd hjá Steed Lord

Ugla Egilsdóttir skrifar
Meðlimir Steed Lord koma til Íslands um það bil tvisvar á ári.
Meðlimir Steed Lord koma til Íslands um það bil tvisvar á ári.
„Það er vel hugsanlegt að við frumflytjum lög af óútkominni plötu á tónleikunum,“ segir Svala Björgvinsdóttir, söngkona Steed Lord. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika á Harlem á föstudagskvöld í tilefni af því að allir hljómsveitarmeðlimir eru á landinu, sem er afar fátítt, enda búsettir í Los Angeles.

„Við ætlum að flytja góða flóru af lögum sem fólk þekkir af öllum plötunum okkar. Síðasta plata sem kom út var platan Prophecy Part I. Undanfarnar sex vikur höfum við verið við upptökur á nýrri plötu sem er framhald af þeirri síðustu, og heitir Prophecy Part II. Platan kemur út á næsta ári. Fyrri platan var með ástarsöguþema, og nýja platan þróar þemað áfram og má segja að fjalli um það hvað tekur við af ástinni. Hún endar ekkert endilega vel.“

Hljómsveitin valdi Harlem vegna þess að þau höfðu frétt að þar væri gott hljóðkerfi.

„Við viljum hafa heví gott sánd. Þetta verða bara stuðtónleikar eins og við erum þekkt fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.