Eins og poppstjarna í Tævan og Malasíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2013 09:00 Ólafur heldur jólin heima hjá foreldrum sínum í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/Valli „Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ segir Ólafur Arnalds um tónleikana sína sem verða annað kvöld. „Ég mun spila með svokölluðu tríói mínu. Þetta er sama uppsetning og við notum þegar við ferðumst til mjög fjarlægra landa, reyndar mun Arnór Dan söngvari vera með okkur, þannig að þetta verður ekki nákvæmlega eins,“ útskýrir Ólafur. Árið 2013 hefur verið afar viðburðaríkt hjá Ólafi. Hann hefur farið til 23 landa og haldið yfir hundrað tónleika. „Þetta hefur verið gott ár en þreytandi. Lengsta sem við fórum var til Ástralíu, kemst maður eitthvað lengra frá Íslandi en það?“ Ólafur hefur séð ýmislegt á árinu og upplifað mismunandi menningu. „Mér finnst alltaf skemmtilega sérstakt að fara til Asíu. Ferðalögin til Tævan og Malasíu voru einstök. Þar er komið fram við mann eins og einhverja poppstjörnu,“ segir Ólafur sem segist ekki sjá sig sem stjörnu þrátt fyrir miklar vinsældir erlendis. Sem dæmi um það er Ólafur einn af þeim Íslendingum sem er með flesta fylgjendur á samskiptavefnum Twitter. Tæplega 24 þúsund manns fylgja Ólafi. Honum þykir það sérstakt. „Ég set bara inn myndir af einhverju sem mér finnst skemmtilegt og skrifa það sem ég hugsa. Þetta er bara heimilislegt og persónulegt hjá mér.“ Auk þess að nota árið í tónleikaferðalag hefur Ólafur varið tíma sínum í að semja kvikmyndatónlist. Til dæmis sér hann um tónlistina í þáttunum Broadchurch, sem hafa vakið mikla athygli á Bretlandi. „Mér finnst ákaflega gaman að vinna með Bretum. Þeir eru ekki eins formfastir og þeir sem maður vinnur með í Hollywood. Bretarnir eru óhræddir við að leyfa manni að taka smá áhættu og veita manni frelsi til að gera það sem maður vill gera, á meðan þeir í Hollywood eru meira að hugsa um áhrif á markhópa,“ útskýrir Ólafur. Önnur sería þáttanna fer í loftið á næsta ári og mun Ólafur halda áfram að semja tónlistina í þá. Hann mun einnig fara í stutta tónleikaferð til Asíu og Ástralíu í febrúar og mars og semja tónlist í kvikmyndir. „En fyrst ætla ég að byrja á því að halda tónleikana í Hörpu á morgun og taka mér svo jólafrí og halda jólin heima hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ,“ segir Ólafur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
„Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ segir Ólafur Arnalds um tónleikana sína sem verða annað kvöld. „Ég mun spila með svokölluðu tríói mínu. Þetta er sama uppsetning og við notum þegar við ferðumst til mjög fjarlægra landa, reyndar mun Arnór Dan söngvari vera með okkur, þannig að þetta verður ekki nákvæmlega eins,“ útskýrir Ólafur. Árið 2013 hefur verið afar viðburðaríkt hjá Ólafi. Hann hefur farið til 23 landa og haldið yfir hundrað tónleika. „Þetta hefur verið gott ár en þreytandi. Lengsta sem við fórum var til Ástralíu, kemst maður eitthvað lengra frá Íslandi en það?“ Ólafur hefur séð ýmislegt á árinu og upplifað mismunandi menningu. „Mér finnst alltaf skemmtilega sérstakt að fara til Asíu. Ferðalögin til Tævan og Malasíu voru einstök. Þar er komið fram við mann eins og einhverja poppstjörnu,“ segir Ólafur sem segist ekki sjá sig sem stjörnu þrátt fyrir miklar vinsældir erlendis. Sem dæmi um það er Ólafur einn af þeim Íslendingum sem er með flesta fylgjendur á samskiptavefnum Twitter. Tæplega 24 þúsund manns fylgja Ólafi. Honum þykir það sérstakt. „Ég set bara inn myndir af einhverju sem mér finnst skemmtilegt og skrifa það sem ég hugsa. Þetta er bara heimilislegt og persónulegt hjá mér.“ Auk þess að nota árið í tónleikaferðalag hefur Ólafur varið tíma sínum í að semja kvikmyndatónlist. Til dæmis sér hann um tónlistina í þáttunum Broadchurch, sem hafa vakið mikla athygli á Bretlandi. „Mér finnst ákaflega gaman að vinna með Bretum. Þeir eru ekki eins formfastir og þeir sem maður vinnur með í Hollywood. Bretarnir eru óhræddir við að leyfa manni að taka smá áhættu og veita manni frelsi til að gera það sem maður vill gera, á meðan þeir í Hollywood eru meira að hugsa um áhrif á markhópa,“ útskýrir Ólafur. Önnur sería þáttanna fer í loftið á næsta ári og mun Ólafur halda áfram að semja tónlistina í þá. Hann mun einnig fara í stutta tónleikaferð til Asíu og Ástralíu í febrúar og mars og semja tónlist í kvikmyndir. „En fyrst ætla ég að byrja á því að halda tónleikana í Hörpu á morgun og taka mér svo jólafrí og halda jólin heima hjá foreldrum mínum í Mosfellsbæ,“ segir Ólafur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira