Lífið

Sigmundur Davíð fékk Strákabók

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð var ánægður með gjöfina.
Sigmundur Davíð var ánægður með gjöfina.
Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir, höfundar jólabókarinnar Strákar, gerðu sér ferð á Alþingi fyrir stuttu til þess að gefa Alþingismönnum eintak af bókinni og hvetja þá til þess að kynna sér stöðu stráka í samfélaginu og hlúa betur að þeim. Lögðu þau sérstaka áherslu á niðurstöður Písa könnunarinnar og hrakandi námsárangur stráka.

„Fjöldi þingmanna kom til þess að kynna sér bókina og komust færri að en vildu. Var Össur Skarphéðinsson sérstaklega ósáttur með að hafa komið of seint til þess að næla sér í eintak af þessari áhugaverðu bók. Forsætisráðherra mætti og tók á móti hvatningu okkar og þótti efnið bæði mikilivægt og nauðsynlegt,“ segir Bjarni og bætir við að þverpólitísk samstaða hafi myndast um að bókin hefði verið ágætt í náttborðsskúffum þingmannanna fyrir mismörgum áratugum síðan.

Þá rákust rithöfundarnir einnig á Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdarstýru Jafnréttisstofu, og afhentu henni einnig eintak með sambærilegri hvatningu og alþingismennirnir fengu sem hún tók glöð á móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.