Lífið

Ekta heilsusamlegt heimalagað súkkulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Það jafnast ekkert á við það að ylja sér með góðum kakóbolla.
Það jafnast ekkert á við það að ylja sér með góðum kakóbolla.
Á vefsíðunni heilsutorg.is er að finna girnilega uppskrift að heitu, heimalöguðu súkkulaði sem svínvirkar í skammdeginu á aðventunni. Í uppskriftinni eru vanillu-möndlumjólk, ekta hrátt kakó, hunang og kókosolía.

Innihaldsefnin:

Þetta er miðað við fyrir tvo.

2 bollar af vanillu-möndlumjólk.

1 tsk. af hráu ekta kakói

1 tsk. af lífrænu hunangi

1 tsk. af kókosolíu

1/2 tsk. af kanil

Leiðbeiningar:

Hitið vanillu-möndlumjólkina en alls ekki láta hana sjóða og bættu svo restinni af uppskriftinni saman við. Settu svo allt saman í blandarann og láttu hrærast í um eina mínútu.

Kókosolían gefur kakóinu mýkt og góða fyllingu. Kanillinn er svo gott mótvægi við hunangið og það þarf ekki að bæta neinum sykri eða öðrum sætuefnum í þennan girnilega kakódrykk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.