Lífið

Jólabingó Bravó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jón Mýrdal og Jóhann Alfreð halda uppi stuðinu.
Jón Mýrdal og Jóhann Alfreð halda uppi stuðinu.
Hið árlega jólabingó á Bravó verður haldið á miðvikudagskvöldið klukkan 21 en þar er til mikils að vinna. Meðal vinninga eru jólabækur frá Forlaginu, hangikjöt, rauðvín, bjór, konfekt og ýmislegt annað.

Mikið verður lagt upp úr jólalegri stemningu á Bravó og verður spiluð jólatónlist allt kvöldið. Bingóspjaldið kostar fimm hundruð krónur og með því fylgir ískaldur jólabjór en sérlegir bingóstjórar eru þeir eiturhressu Jóhann Alfreð og Jón Mýrdal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.