Lífið

Leikur sjálfa sig í Nashville

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kelly leikur sjálfa sig í Nashville.
Kelly leikur sjálfa sig í Nashville.
American Idol-stjarnan Kelly Clarkson mun leika sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Nashville sem fjallar um líf og störf kántrístjarna.

Kelly tekur að sjálfsögðu lagið og syngur popplagið Fade Into You með Mazzy Star. Sam Palladio og Clare Bowen, sem leika Gunnar Scott og Scarlett O‘Connor, munu þenja raddböndin með Kelly.

Hún er ekki fyrsta stórstjarnan til að landa hlutverki í þáttunum því Chris Young, Vince Cill, Brantley Gilbert og Brad Paisley eru meðal tónlistarmanna sem hafa leikið í Nashville.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.