Deildi íbúð með innbrotsþjófi og rottu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2013 10:00 Gísli hlakkar til að koma heim til Íslands eftir annasamt ár. Fréttablaðið/Valli „Ég er búinn að vera hérna stóran hluta úr árinu. Þetta er langt ferli þar sem maður þarf að eyða góðum tíma í að velja leikara, dansara, tónlistar- og fjöllistafólk í löngum og ströngum hæfnisprufum. Þær voru allar haldnar í New York og það tekur tíma að finna rétta fólkið og að púsla þessu öllu saman með öllum þeim sem að sýningunni koma,“ segir leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson. Hann leikstýrir sýningunni The Heart of Robin Hood sem verður frumsýnd 18. desember í leikhúsinu American Repertoire í Boston. Sýningin var frumsýnd hjá Royal Shakespeare Company á Englandi fyrir tveimur árum og er nú í sýningu í Þjóðleikhúsi Norðmanna. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda bæði á Englandi og í Noregi en Gísli segir sýninguna afar áhugaverða. „Við erum búin að snúa inntakinu á hvolf. Aðalsöguhetjan er Marion, sem brýst úr viðteknum hefðum karlaveldisins. Hún gerir uppreisn gegn umhverfi sínu og flýr inn í skóginn til að gerast útlagi. Þar mætir hún Hróa, sjálfselskum karlrembupung sem rænir frá þeim fátæku en heldur peningunum sjálfur. Þetta er saga hetju. Og hetjan er Marion.“ Sýningin gæti farið víðar um Norður-Ameríku ef hún gengur vel í Boston að sögn Gísla. En gæti farið svo að Hrói Höttur endaði á Broadway?Leikritið um Hróa Hött hefur vakið gríðarlega lukku erlendis.„Það eru meiri en minni líkur á að sýningin muni eiga framhaldslíf um stóran hluta Ameríku og Kanada. Hún höfðar til stórs áhorfendahóps virðist vera. Hvort Broadway verður hluti af því ferðalagi kemur ekki í ljós fyrr en eftir frumsýningu. Það kostar um tvo milljarða að fara með sýninguna bara á Broadway þannig að það er eðlilegt að menn bíði eftir viðbrögðum í Boston áður en það skref er tekið. En það væri vissulega spennandi ef svo færi. En þetta eru háar upphæðir, sem samsvara um þremur árum af fjárveitingum til Þjóðleikhússins heima. Og það er fyrir utan fjármagnið sem fer í að sýna þetta í öllum hinum borgunum hérna,“ segir Gísli en dvöl hans í hinni stóru Ameríku hefur verið afar viðburðarík. „Dvölin hefur verið góð. Þrátt fyrir að búa í hámenntuðu hverfi Harvard-háskólans hef ég deilt íbúð minni með innbrotsþjófi og rottu. Innbrotsþjófurinn hvarf sömu leið og hann kom. En ég veit ekkert hvað varð um rottuna. Hér eru frábærir listamenn og vinnuaðferðir Ameríkananna hafa verið lærdómsríkar. Ég átta mig á því að ég gæti skrifað metsölubók sem heitir „Íslendingar á leið í Amerískt leikhús, með viðkomu í Þýskalandi“. Þetta eru mjög ólíkar þjóðir þegar kemur að listsköpun og framkvæmd hennar. Allar skemmtisögur verða tíundaðar í metsölubókinni og þar fær Selma Björnsdóttir að skrifa formálann. Þær eru margar mjög eftirminnilegar, sögurnar,“ segir Gísli en Selma er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. Eftir frumsýninguna kemur Gísli til Íslands og ætlar að halda upp á afmælið sitt, en hann verður fertugur á morgun.Vesturport frumsýndi nýverið Ofviðrið í München.„Ætli ég reyni ekki að bjóða einhverjum í smáafmælisboð við tækifæri. Það eru mörg ár síðan ég var síðast á Íslandi þegar ég átti afmæli. Þá reyndi ég að bjóða nokkrum vinum í kaffi. Björn vinur minn var sá eini sem mætti. Kannski ég nýti jólin til að rækta vináttuna við aðra vini líka. Víkingur Kristjánsson vinur minn virðist þurfa á knúsi að halda eftir því sem maður kemst næst í viðtali við hann í DV um daginn,“ segir Gísli sem er afar ánægður með árið sem er að líða. „Þetta er í heild sinni búið að vera mjög afdrifaríkt ár í leikhúsinu. Eitt það umfangsmesta í sögu Vesturports. Það eru fjórar sýningar eftir okkur í sýningum í Þýskalandi, Noregi og Ameríku. Það er mikið af spennandi verkefnum í farvatninu og okkur standa nokkrar freistandi dyr opnar. Vestan, austan og sunnan hafs. Börkur leikmyndahönnuður heldur mjög vel utan um dagskrána okkar í sérhönnuðu forriti. Það lítur mjög vel út þegar maður skoðar alla litina í kerfinu hans.“ En hvernig gengur að samtvinna fjölskyldulífið og bransalífið? „Það er allt hægt þegar maður er með rétta lykilorðið. Í þessu tilfelli er það einfalt! Fjórir stafir: Nína,“ segir hann og vísar þar til eiginkonu sinnar, leikkonunnar Nínu Daggar Filippusdóttur. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna stóran hluta úr árinu. Þetta er langt ferli þar sem maður þarf að eyða góðum tíma í að velja leikara, dansara, tónlistar- og fjöllistafólk í löngum og ströngum hæfnisprufum. Þær voru allar haldnar í New York og það tekur tíma að finna rétta fólkið og að púsla þessu öllu saman með öllum þeim sem að sýningunni koma,“ segir leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson. Hann leikstýrir sýningunni The Heart of Robin Hood sem verður frumsýnd 18. desember í leikhúsinu American Repertoire í Boston. Sýningin var frumsýnd hjá Royal Shakespeare Company á Englandi fyrir tveimur árum og er nú í sýningu í Þjóðleikhúsi Norðmanna. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda bæði á Englandi og í Noregi en Gísli segir sýninguna afar áhugaverða. „Við erum búin að snúa inntakinu á hvolf. Aðalsöguhetjan er Marion, sem brýst úr viðteknum hefðum karlaveldisins. Hún gerir uppreisn gegn umhverfi sínu og flýr inn í skóginn til að gerast útlagi. Þar mætir hún Hróa, sjálfselskum karlrembupung sem rænir frá þeim fátæku en heldur peningunum sjálfur. Þetta er saga hetju. Og hetjan er Marion.“ Sýningin gæti farið víðar um Norður-Ameríku ef hún gengur vel í Boston að sögn Gísla. En gæti farið svo að Hrói Höttur endaði á Broadway?Leikritið um Hróa Hött hefur vakið gríðarlega lukku erlendis.„Það eru meiri en minni líkur á að sýningin muni eiga framhaldslíf um stóran hluta Ameríku og Kanada. Hún höfðar til stórs áhorfendahóps virðist vera. Hvort Broadway verður hluti af því ferðalagi kemur ekki í ljós fyrr en eftir frumsýningu. Það kostar um tvo milljarða að fara með sýninguna bara á Broadway þannig að það er eðlilegt að menn bíði eftir viðbrögðum í Boston áður en það skref er tekið. En það væri vissulega spennandi ef svo færi. En þetta eru háar upphæðir, sem samsvara um þremur árum af fjárveitingum til Þjóðleikhússins heima. Og það er fyrir utan fjármagnið sem fer í að sýna þetta í öllum hinum borgunum hérna,“ segir Gísli en dvöl hans í hinni stóru Ameríku hefur verið afar viðburðarík. „Dvölin hefur verið góð. Þrátt fyrir að búa í hámenntuðu hverfi Harvard-háskólans hef ég deilt íbúð minni með innbrotsþjófi og rottu. Innbrotsþjófurinn hvarf sömu leið og hann kom. En ég veit ekkert hvað varð um rottuna. Hér eru frábærir listamenn og vinnuaðferðir Ameríkananna hafa verið lærdómsríkar. Ég átta mig á því að ég gæti skrifað metsölubók sem heitir „Íslendingar á leið í Amerískt leikhús, með viðkomu í Þýskalandi“. Þetta eru mjög ólíkar þjóðir þegar kemur að listsköpun og framkvæmd hennar. Allar skemmtisögur verða tíundaðar í metsölubókinni og þar fær Selma Björnsdóttir að skrifa formálann. Þær eru margar mjög eftirminnilegar, sögurnar,“ segir Gísli en Selma er aðstoðarleikstjóri sýningarinnar. Eftir frumsýninguna kemur Gísli til Íslands og ætlar að halda upp á afmælið sitt, en hann verður fertugur á morgun.Vesturport frumsýndi nýverið Ofviðrið í München.„Ætli ég reyni ekki að bjóða einhverjum í smáafmælisboð við tækifæri. Það eru mörg ár síðan ég var síðast á Íslandi þegar ég átti afmæli. Þá reyndi ég að bjóða nokkrum vinum í kaffi. Björn vinur minn var sá eini sem mætti. Kannski ég nýti jólin til að rækta vináttuna við aðra vini líka. Víkingur Kristjánsson vinur minn virðist þurfa á knúsi að halda eftir því sem maður kemst næst í viðtali við hann í DV um daginn,“ segir Gísli sem er afar ánægður með árið sem er að líða. „Þetta er í heild sinni búið að vera mjög afdrifaríkt ár í leikhúsinu. Eitt það umfangsmesta í sögu Vesturports. Það eru fjórar sýningar eftir okkur í sýningum í Þýskalandi, Noregi og Ameríku. Það er mikið af spennandi verkefnum í farvatninu og okkur standa nokkrar freistandi dyr opnar. Vestan, austan og sunnan hafs. Börkur leikmyndahönnuður heldur mjög vel utan um dagskrána okkar í sérhönnuðu forriti. Það lítur mjög vel út þegar maður skoðar alla litina í kerfinu hans.“ En hvernig gengur að samtvinna fjölskyldulífið og bransalífið? „Það er allt hægt þegar maður er með rétta lykilorðið. Í þessu tilfelli er það einfalt! Fjórir stafir: Nína,“ segir hann og vísar þar til eiginkonu sinnar, leikkonunnar Nínu Daggar Filippusdóttur.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira