Skattfrjáls ráðstöfun viðbótarsparnaðar Ólafur Páll Gunnarsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Sérfræðihópur stjórnvalda kynnti nýverið tillögur um aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Er þar um að ræða tvíþætt úrræði sem annars vegar lýtur að niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar fyrirheit um skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarsparnaðar (líka nefnt viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður) inn á þessi sömu lán. Viðbótarsparnaðurinn hefur fram til þessa verið afar hagkvæmt sparnaðarform meðal annars vegna framlags vinnuveitanda á móti iðgjaldi launþega og skattfrjálsrar uppsöfnunar sparnaðarins fram að töku lífeyris. Sá möguleiki að greiða megi óskattlagðan viðbótarsparnað inn á húsnæðislán gerir þennan sparnað jafnvel enn fýsilegri en áður. Í skýrslu áðurnefnds sérfræðihóps kemur fram að mögulegt sé að yfirfæra hugmyndina um ráðstöfun viðbótarsparnaðar yfir á þann hóp sem ekki á sitt eigið húsnæði, t.d. með stofnun húsnæðissparnaðarreikninga. Þannig væri óskattlögðum viðbótarsparnaði safnað með sambærilegum hætti inn á reikning sem síðan yrði nýttur til greiðslu útborgunar í íbúðarhúsnæði. Hér virðast vera uppi ráðagerðir um að nýta þá umgjörð sem búin hefur verið um viðbótarsparnað til að auðvelda sparnað fyrir fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði. Slík aðstoð, á tímum þar sem ráðstöfunarfé er af skornum skammti, getur lagt grunninn að nauðsynlegri eignamyndun þeirra sem eru að koma undir sig fótunum í samfélaginu og slíkt skiptir ekki minna máli en lífeyrissparnaður. Oftast er ævisparnaðurinn einmitt bundinn í þessu tvennu, þ.e. lífeyrissparnaði og eigin húsnæði.Viðbótarsparnaðurinn hefur reynst vel Viðbótarsparnaður byggir á iðgjaldi launþega og 2% mótframlagi launagreiðanda sem mynda inneign rétthafa. Iðgjaldið rennur óskattlagt inn á sjóð eða reikning rétthafans. Viðbótarsparnaðurinn er skattlagður eins og tekjur við úttekt en ólíkt hefðbundnum sparnaði er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af viðbótarsparnaði. Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum er heimilt að hefja úttekt inneignar við 60 ára aldur. Inneignin er ekki aðfararhæf og erfist að fullu við andlát rétthafa. Heimilt er að segja upp samningi um viðbótarsparnað með tveggja mánaða fyrirvara, uppsögn veitir hins vegar ekki rétt til útborgunar inneignar, en heimilt er að flytja hana á milli vörsluaðila. Uppsögn rýrir í engu uppsafnaðan sparnað þegar um er að ræða hefðbundinn viðbótarsparnað. Annað form viðbótarsparnaðar eru erlendar lífeyristryggingar en um þær gilda að ýmsu leyti aðrar reglur, m.a. eru takmarkaðir möguleikar á flutningi inneignar milli vörsluaðila. Frá því að viðbótarsparnaðurinn var tekinn upp fyrir um 15 árum hefur hann reynst launþegum afar dýrmætur. Um síðustu áramót voru samanlagðar eignir almennings í viðbótarsparnaði um 380 milljarðar króna. Eftir efnahagshrunið 2008 var opnað fyrir takmarkaðar og tímabundnar útgreiðslur. Fjölmargir hafa nýtt heimildina og nemur samanlögð fjárhæð útgreiðslunnar yfir 80 milljörðum króna. Tillögur stjórnvalda um tímabundna skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarsparnaðar til niðurgreiðslu íbúðarlána fela í sér mikilvægt tækifæri fyrir þá sem geta nýtt sér kosti hans. Mótframlag launagreiðanda og skattleysi greiðslna inn á húsnæðislán gera viðbótarsparnaðinn að hagstæðum kosti fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðstæður manna eru hins vegar ólíkar og í einhverjum tilvikum mun umrætt úrræði ekki gagnast. Því er mikilvægt að hver og einn kynni sér reglur viðbótarsparnaðar og úrræði skuldaleiðréttingar þegar þau hafa verið útfærð. Hvað sem tillögum stjórnvalda líður þá verður viðbótarsparnaðurinn áfram mjög hagstætt sparnaðarform sem ætti að nýtast öllum launþegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sérfræðihópur stjórnvalda kynnti nýverið tillögur um aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Er þar um að ræða tvíþætt úrræði sem annars vegar lýtur að niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar fyrirheit um skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarsparnaðar (líka nefnt viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður) inn á þessi sömu lán. Viðbótarsparnaðurinn hefur fram til þessa verið afar hagkvæmt sparnaðarform meðal annars vegna framlags vinnuveitanda á móti iðgjaldi launþega og skattfrjálsrar uppsöfnunar sparnaðarins fram að töku lífeyris. Sá möguleiki að greiða megi óskattlagðan viðbótarsparnað inn á húsnæðislán gerir þennan sparnað jafnvel enn fýsilegri en áður. Í skýrslu áðurnefnds sérfræðihóps kemur fram að mögulegt sé að yfirfæra hugmyndina um ráðstöfun viðbótarsparnaðar yfir á þann hóp sem ekki á sitt eigið húsnæði, t.d. með stofnun húsnæðissparnaðarreikninga. Þannig væri óskattlögðum viðbótarsparnaði safnað með sambærilegum hætti inn á reikning sem síðan yrði nýttur til greiðslu útborgunar í íbúðarhúsnæði. Hér virðast vera uppi ráðagerðir um að nýta þá umgjörð sem búin hefur verið um viðbótarsparnað til að auðvelda sparnað fyrir fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði. Slík aðstoð, á tímum þar sem ráðstöfunarfé er af skornum skammti, getur lagt grunninn að nauðsynlegri eignamyndun þeirra sem eru að koma undir sig fótunum í samfélaginu og slíkt skiptir ekki minna máli en lífeyrissparnaður. Oftast er ævisparnaðurinn einmitt bundinn í þessu tvennu, þ.e. lífeyrissparnaði og eigin húsnæði.Viðbótarsparnaðurinn hefur reynst vel Viðbótarsparnaður byggir á iðgjaldi launþega og 2% mótframlagi launagreiðanda sem mynda inneign rétthafa. Iðgjaldið rennur óskattlagt inn á sjóð eða reikning rétthafans. Viðbótarsparnaðurinn er skattlagður eins og tekjur við úttekt en ólíkt hefðbundnum sparnaði er ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af viðbótarsparnaði. Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum er heimilt að hefja úttekt inneignar við 60 ára aldur. Inneignin er ekki aðfararhæf og erfist að fullu við andlát rétthafa. Heimilt er að segja upp samningi um viðbótarsparnað með tveggja mánaða fyrirvara, uppsögn veitir hins vegar ekki rétt til útborgunar inneignar, en heimilt er að flytja hana á milli vörsluaðila. Uppsögn rýrir í engu uppsafnaðan sparnað þegar um er að ræða hefðbundinn viðbótarsparnað. Annað form viðbótarsparnaðar eru erlendar lífeyristryggingar en um þær gilda að ýmsu leyti aðrar reglur, m.a. eru takmarkaðir möguleikar á flutningi inneignar milli vörsluaðila. Frá því að viðbótarsparnaðurinn var tekinn upp fyrir um 15 árum hefur hann reynst launþegum afar dýrmætur. Um síðustu áramót voru samanlagðar eignir almennings í viðbótarsparnaði um 380 milljarðar króna. Eftir efnahagshrunið 2008 var opnað fyrir takmarkaðar og tímabundnar útgreiðslur. Fjölmargir hafa nýtt heimildina og nemur samanlögð fjárhæð útgreiðslunnar yfir 80 milljörðum króna. Tillögur stjórnvalda um tímabundna skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarsparnaðar til niðurgreiðslu íbúðarlána fela í sér mikilvægt tækifæri fyrir þá sem geta nýtt sér kosti hans. Mótframlag launagreiðanda og skattleysi greiðslna inn á húsnæðislán gera viðbótarsparnaðinn að hagstæðum kosti fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðstæður manna eru hins vegar ólíkar og í einhverjum tilvikum mun umrætt úrræði ekki gagnast. Því er mikilvægt að hver og einn kynni sér reglur viðbótarsparnaðar og úrræði skuldaleiðréttingar þegar þau hafa verið útfærð. Hvað sem tillögum stjórnvalda líður þá verður viðbótarsparnaðurinn áfram mjög hagstætt sparnaðarform sem ætti að nýtast öllum launþegum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar